En ef nýi uppfærði orðaforðinn er ekkert betri?
*Varúð, umræða um kynferðisbrot*
Þegar ég las Á mannamáli í fyrsta skipti man ég eftir þeirri óþægilegu tilfinningu að vera ósammála höfundinum í einum kaflanum, í annars stórgóðri bók sem ég held mikið uppá og mæli endalaust með. Í dag er þessi kafli birtur (í styttri útgáfu) á Knúzinu. Og þar sem ég hef nú mikið hrósað bókinni og ótal oft vitnað í hana hér á blogginu ætla ég að leyfa mér að viðra skoðun mína á þessum tiltekna kafla, í trausti þess að ég verði ekki þarmeð grunuð um að vera á móti bókinni í heild eða Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur höfundi bókarinnar.
Kaflinn er semsagt um orðið „fórnarlamb“. Ég nota oft orðið fórnarlambshugtakið um konur sem hafa orðið fyrir nauðgun. Og bara yfirleitt um fólk sem verður fyrir kynferðisofbeldi. Ég sé ekkert að því.
Þórdís dregur upp mynd af lambi sem er fórnað,drepið. Hún talar síðan um að það sé enginn styrkur fólginn í því að vera líkt við skepnu „sem hefur enga stjórn á aðstæðum sínum“. Ég er ekki endilega að hugsa um styrkinn, upphefðina eða valdeflingu konu sem er að byggja sig upp eftir að hafa verið nauðgað, ég er að einblína á nauðgunina sjálfa. Hún fer nefnilega yfirleitt þannig fram að konan er grunlaus um fyrirætlanir nauðgarans, rétt eins og lambið sem leitt er til slátrunarinnar eða borið á fórnarstallinn hefur ekki hugmynd um hvernig það ferðalag endar. Mér finnst ekkert ljótt að bera þetta tvennt saman. Hvorugt veit hvað til stendur, hvorugt hefur stjórn á aðstæðum sínum. Eða er verið að halda því fram að konur hafi stjórn á aðstæðum sínum þegar þeim er nauðgað?
Reyndar mælir Þórdís með að frekar sé notað orðið „brotaþoli“ (og ég hef alloft notað það orð), en í Knúzgreininni er því sleppt sem kemur fram í bókarkaflanum að hún hafi áður talað um þolanda og geranda. Hún hvarf frá því m.a. vegna þess að það er of almenns eðlis, það tiltaki ekki heldur „hvað það er sem viðkomandi mátti þola“. En það gerir „brotaþoli“ heldur ekki. Hvaða brot er verið að tala um? Mér finnst helsti gallinn við orðið brotaþoli reyndar vera það að það er svo dómsskjalalegt, klínískt. Og svo er það karlkyns, eins og þolandi. (Já ég veit að karlmenn verða fyrir nauðgunum, en það truflar mig að öll orð miðist við karla.) Fórnarlamb er hvorugkynsorð, getur átt við fólk af hvaða kyni sem er, á öllum aldri.
Þórdís vill heldur ekki nota orðið „gerandi“ en frekar ofbeldismaður og kynferðisbrotamaður. Þar get ég tekið undir með henni þó mér finnist mega nota orðið nauðgari áfram, en til þess tekur hún ekki afstöðu í bókarkaflanum. Ég hef reyndar hugsað mér að nota orðið fórnarlamb áfram líka, jafnvel sálarmorð þegar sá gállinn er á mér (mjög óvinsælt orð), auk þess sem ég hyggst áfram lýsa nauðgurum á neikvæðan hátt (en ég hef séð því líkt við skrímslavæðingu) og vera á móti því að umgangast þá eða veita þeim nokkuð brautargengi, en þessar skoðanir mínar virðast eiga sér formælendur fáa um þessar mundir. Ég er reyndar svolítið hugsi yfir því. Nei ekki því að allir séu ekki alltaf sammála mér, heldur hvað það virðist vera mikil stemning fyrir því að haga orðum sínum þannig að þau dragi sem mest úr alvarleika nauðgana: Konur eru brotaþolar einhvers en af því bíða þær ekki varanlegan skaða; nauðgarinn er allsekki skrímsli (varla vondur maður) og allir verða að vera góðir við hann því annars vill aldrei neinn játa að vera nauðgari. Það er búið að gera þetta allt mjög hlutlaust, draga úr glæpnum. Mér finnst þetta eitthvað skrítið.
Mér finnst í raun mjög gott að rætt sé um hugtök sem notuð eru, og ætla ekki að fara framá það að fólk hætti að nota annað orðalag en ég — en vil gjarnan að mér sé sýnd sama kurteisi enda tel ég mig ekki tala niður til þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það er sannarlega ekki ætlun mín.
Þegar ég las Á mannamáli í fyrsta skipti man ég eftir þeirri óþægilegu tilfinningu að vera ósammála höfundinum í einum kaflanum, í annars stórgóðri bók sem ég held mikið uppá og mæli endalaust með. Í dag er þessi kafli birtur (í styttri útgáfu) á Knúzinu. Og þar sem ég hef nú mikið hrósað bókinni og ótal oft vitnað í hana hér á blogginu ætla ég að leyfa mér að viðra skoðun mína á þessum tiltekna kafla, í trausti þess að ég verði ekki þarmeð grunuð um að vera á móti bókinni í heild eða Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur höfundi bókarinnar.
Kaflinn er semsagt um orðið „fórnarlamb“. Ég nota oft orðið fórnarlambshugtakið um konur sem hafa orðið fyrir nauðgun. Og bara yfirleitt um fólk sem verður fyrir kynferðisofbeldi. Ég sé ekkert að því.
Þórdís dregur upp mynd af lambi sem er fórnað,drepið. Hún talar síðan um að það sé enginn styrkur fólginn í því að vera líkt við skepnu „sem hefur enga stjórn á aðstæðum sínum“. Ég er ekki endilega að hugsa um styrkinn, upphefðina eða valdeflingu konu sem er að byggja sig upp eftir að hafa verið nauðgað, ég er að einblína á nauðgunina sjálfa. Hún fer nefnilega yfirleitt þannig fram að konan er grunlaus um fyrirætlanir nauðgarans, rétt eins og lambið sem leitt er til slátrunarinnar eða borið á fórnarstallinn hefur ekki hugmynd um hvernig það ferðalag endar. Mér finnst ekkert ljótt að bera þetta tvennt saman. Hvorugt veit hvað til stendur, hvorugt hefur stjórn á aðstæðum sínum. Eða er verið að halda því fram að konur hafi stjórn á aðstæðum sínum þegar þeim er nauðgað?
Reyndar mælir Þórdís með að frekar sé notað orðið „brotaþoli“ (og ég hef alloft notað það orð), en í Knúzgreininni er því sleppt sem kemur fram í bókarkaflanum að hún hafi áður talað um þolanda og geranda. Hún hvarf frá því m.a. vegna þess að það er of almenns eðlis, það tiltaki ekki heldur „hvað það er sem viðkomandi mátti þola“. En það gerir „brotaþoli“ heldur ekki. Hvaða brot er verið að tala um? Mér finnst helsti gallinn við orðið brotaþoli reyndar vera það að það er svo dómsskjalalegt, klínískt. Og svo er það karlkyns, eins og þolandi. (Já ég veit að karlmenn verða fyrir nauðgunum, en það truflar mig að öll orð miðist við karla.) Fórnarlamb er hvorugkynsorð, getur átt við fólk af hvaða kyni sem er, á öllum aldri.
Þórdís vill heldur ekki nota orðið „gerandi“ en frekar ofbeldismaður og kynferðisbrotamaður. Þar get ég tekið undir með henni þó mér finnist mega nota orðið nauðgari áfram, en til þess tekur hún ekki afstöðu í bókarkaflanum. Ég hef reyndar hugsað mér að nota orðið fórnarlamb áfram líka, jafnvel sálarmorð þegar sá gállinn er á mér (mjög óvinsælt orð), auk þess sem ég hyggst áfram lýsa nauðgurum á neikvæðan hátt (en ég hef séð því líkt við skrímslavæðingu) og vera á móti því að umgangast þá eða veita þeim nokkuð brautargengi, en þessar skoðanir mínar virðast eiga sér formælendur fáa um þessar mundir. Ég er reyndar svolítið hugsi yfir því. Nei ekki því að allir séu ekki alltaf sammála mér, heldur hvað það virðist vera mikil stemning fyrir því að haga orðum sínum þannig að þau dragi sem mest úr alvarleika nauðgana: Konur eru brotaþolar einhvers en af því bíða þær ekki varanlegan skaða; nauðgarinn er allsekki skrímsli (varla vondur maður) og allir verða að vera góðir við hann því annars vill aldrei neinn játa að vera nauðgari. Það er búið að gera þetta allt mjög hlutlaust, draga úr glæpnum. Mér finnst þetta eitthvað skrítið.
Mér finnst í raun mjög gott að rætt sé um hugtök sem notuð eru, og ætla ekki að fara framá það að fólk hætti að nota annað orðalag en ég — en vil gjarnan að mér sé sýnd sama kurteisi enda tel ég mig ekki tala niður til þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það er sannarlega ekki ætlun mín.
<< Home