Ekki raunverulega góðar fréttir
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifaði grein í Fréttablaðinu í gær sem ber yfirskriftina „Góðar fréttir“. Þar segir hún að allt sé á uppleið, „viðskiptajöfnuður jákvæður, rekstur ríkissjóðs jákvæður“ og allt sé í besta lagi og fari batnandi undir styrkri stjórn núverandi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben. Ef maður væri Framsóknarmaður eða jafnvel bara Sjálfstæðismaður þá væri þetta allt örugglega mjög trúlegt. Þá þætti manni þessar „góðu fréttir“ tilefni til mikillar bjartsýni.
En sá sem skrifar „Frá degi til dags“ dálkinn í blaðinu í dag (merktur jonhakon) segir, eftir að hafa bent á að Silja Dögg hafi stuðað mann og annan með greininni, að hið sanna sé að viðskiptajöfuður sé neikvæður um 2,7 milljarða og vöruskiptajöfnuðurinn neikvæður um 9,7 milljarða króna. (Þórður Snær Júlíusson ræðir neikvæðan viðskipta- og vöruskiptajöfnuð ítarlegar hér, sem og margar aðrar rangfærslur Framsóknarþingmannsins.)
Og það er ekki allt.
Því hugmyndafræði núverandi stjórnvalda stuðlar að ójöfnuði í samfélaginu, en ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sem vék úr stjórnarráðinu í fyrra hafði aftur á móti jöfnuð að leiðarljósi í sinni hugmyndafræði. Um það fjallar grein Katrínar Jakobsdóttur þingmanns Vinstri grænna sem skrifar um fyrirhrunspólitíkina sem er gengin í endurnýjun lífdaga. Hún ræðir fyrirhrunstímann þegar rekin var „flöt skattastefna sem beinlínis stuðlaði að ójöfnuði en allir mælikvarðar sýna að ójöfnuður jókst hratt á síðustu árunum fyrir hrun.“
Katrín bendir á stöðuna sem blasti við ríkisstjórninni sem tók við eftir hrun sem „komst ekki hjá því að gera breytingar á skattkerfinu til að ná inn auknum tekjum eftir að hrunflokkarnir höfðu steypt ríkissjóði í stórfelldar skuldir. En samhliða því að sumir skattar hækkuðu voru aðrir skattar lækkaðir og eðli þeirra breytt með réttlætissjónarmið í huga. Sem dæmi má nefna að tekinn var upp þrepaskiptur tekjuskattur þar sem tekjulægri borga lægra hlutfall af sínum tekjum en hinir tekjuhærri.“
Katrín rekur svo hugðarefni núverandi ríkisstjórnar sem lýsa sér meðal annars í að lækka veiðigjöld og fyrirhuguðu afnámi auðlegðarskatts. Og fleiri skattabreytingar eru í farvatninu.
Eða með öðrum orðum:
Grein Katrínar er vissulega ekki jafn bjartsýn og glöð og grein Framsóknarþingmannsins, en hún fer öllu nær raunveruleikanum. Og það eru ekki góðar fréttir.
En sá sem skrifar „Frá degi til dags“ dálkinn í blaðinu í dag (merktur jonhakon) segir, eftir að hafa bent á að Silja Dögg hafi stuðað mann og annan með greininni, að hið sanna sé að viðskiptajöfuður sé neikvæður um 2,7 milljarða og vöruskiptajöfnuðurinn neikvæður um 9,7 milljarða króna. (Þórður Snær Júlíusson ræðir neikvæðan viðskipta- og vöruskiptajöfnuð ítarlegar hér, sem og margar aðrar rangfærslur Framsóknarþingmannsins.)
Og það er ekki allt.
Því hugmyndafræði núverandi stjórnvalda stuðlar að ójöfnuði í samfélaginu, en ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sem vék úr stjórnarráðinu í fyrra hafði aftur á móti jöfnuð að leiðarljósi í sinni hugmyndafræði. Um það fjallar grein Katrínar Jakobsdóttur þingmanns Vinstri grænna sem skrifar um fyrirhrunspólitíkina sem er gengin í endurnýjun lífdaga. Hún ræðir fyrirhrunstímann þegar rekin var „flöt skattastefna sem beinlínis stuðlaði að ójöfnuði en allir mælikvarðar sýna að ójöfnuður jókst hratt á síðustu árunum fyrir hrun.“
Katrín bendir á stöðuna sem blasti við ríkisstjórninni sem tók við eftir hrun sem „komst ekki hjá því að gera breytingar á skattkerfinu til að ná inn auknum tekjum eftir að hrunflokkarnir höfðu steypt ríkissjóði í stórfelldar skuldir. En samhliða því að sumir skattar hækkuðu voru aðrir skattar lækkaðir og eðli þeirra breytt með réttlætissjónarmið í huga. Sem dæmi má nefna að tekinn var upp þrepaskiptur tekjuskattur þar sem tekjulægri borga lægra hlutfall af sínum tekjum en hinir tekjuhærri.“
Katrín rekur svo hugðarefni núverandi ríkisstjórnar sem lýsa sér meðal annars í að lækka veiðigjöld og fyrirhuguðu afnámi auðlegðarskatts. Og fleiri skattabreytingar eru í farvatninu.
„Nú hefur fjármálaráðherra einnig gefið út að hann hyggist stórhækka virðisaukaskatt á matvæli, bækur og tónlist. Ljóst er að matarskatturinn leggst þyngst á þá sem eru með lágar tekjur, enda benti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á það í nýlegri skýrslu að ef matarskatturinn yrði hækkaður þyrfti að ráðast í aðrar aðgerðir til að mæta lág- og millitekjufólki. Ekkert hefur verið rætt um slíkar mótvægisaðgerðir, enda virðist skattastefna ríkisstjórnarinnar almennt byggjast á afturhvarfi til gamalla hugmynda um flatan skatt þar sem allir greiða sama hlutfall óháð tekjum og skattkerfið er ekki nýtt til jöfnunar. Slík ójafnaðarstefna er svo markaðssett sem einföldun.“
Eða með öðrum orðum:
„Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum bendir hins vegar allt til þess að gamla fyrirhrunspólitíkin ráði nú aftur för í stjórnarráðinu.“
Grein Katrínar er vissulega ekki jafn bjartsýn og glöð og grein Framsóknarþingmannsins, en hún fer öllu nær raunveruleikanum. Og það eru ekki góðar fréttir.
<< Home