Gos en ekki áfengi
Enn er byrjað að gjósa. Stærra og flottara gos, myndavænna. Náttúran stendur sig alltaf í Íslandskynningunni. Svo kemur bara í ljós hvort við viljum nokkuð túristana sem koma, ekki eru svo góðar móttökur sem færeyskir fiskimenn fá, ja nema þar til almenningi blöskrar meðferðin á þeim.
En þrátt fyrir bölsýni gærdagsins og heimskulegar ákvarðanir þeirra sem neituðu Færeyingunum um nauðsynlega skipaþjónustu - þá er til fólk sem tekur jákvæðar ákvarðanir, þó ekki sé nema í sínu einkalífi (sem auðvitað hefur alltaf áhrif á aðra) og það gefur tilefni til smá bjartsýni. Hér á ég við viðtöl við fólk sem hefur hætt að drekka (án þess að eiga við alkahólisma að stríða) eða tekið þá ákvörðun að byrja aldrei á því einfaldlega vegna þess að áfengislaust líf er eftirsóknarvert. Það er nauðsynlegt að kynna þann valkost í landi þar sem „áfengisneysla er mikið norm og hvað hún er beintengd við allt sem þykir skemmtilegt og spennandi.“
Það kemur mjög skýrt í ljós í viðtölunum að hjá fólki sem býður ekki spennt eftir helginni til að geta skellt í sig áfengi — með tilheyrandi eftirköstum — eru „allir dagar jafn góðir.“
Það er sannarlega jákvæður boðskapur.
En þrátt fyrir bölsýni gærdagsins og heimskulegar ákvarðanir þeirra sem neituðu Færeyingunum um nauðsynlega skipaþjónustu - þá er til fólk sem tekur jákvæðar ákvarðanir, þó ekki sé nema í sínu einkalífi (sem auðvitað hefur alltaf áhrif á aðra) og það gefur tilefni til smá bjartsýni. Hér á ég við viðtöl við fólk sem hefur hætt að drekka (án þess að eiga við alkahólisma að stríða) eða tekið þá ákvörðun að byrja aldrei á því einfaldlega vegna þess að áfengislaust líf er eftirsóknarvert. Það er nauðsynlegt að kynna þann valkost í landi þar sem „áfengisneysla er mikið norm og hvað hún er beintengd við allt sem þykir skemmtilegt og spennandi.“
Það kemur mjög skýrt í ljós í viðtölunum að hjá fólki sem býður ekki spennt eftir helginni til að geta skellt í sig áfengi — með tilheyrandi eftirköstum — eru „allir dagar jafn góðir.“
Það er sannarlega jákvæður boðskapur.
Efnisorð: almennt, heilbrigðismál, menning
<< Home