mánudagur, september 15, 2014

EU, USA, AUS, BRA, ISR, MEX, MCO, NZL

Sigmundur Davíð mun auðvitað líta á það sem enn eina aðför útlendra skammstafana gegn íslenskri þjóð, og þeir Bjarni Ben geta sammælst um að þeir hljóti að vera á réttri leið úr því allir séu að tala illa um þá, en mikið er nú samt gott á þá að öll ríki Evrópusambandsins auk Bandaríkjanna, Ástralíu, Brasilíu, Ísrael, Mexíkó, Mónakó og Nýja Sjálands hafi sent ríkisstjórn Íslands formlegt erindi þar sem hvalveiðum Íslendinga er harðlega mótmælt.

Í tilkynningu vegna málsins er lýst yfir sérstökum áhyggjum vegna veiða Íslendinga á 125 langreyðum árið 2009, 148 langreyðum og 134 árið 2013, sem sé veruleg aukning miðað við þá sjö langreyði sem veiddir voru öll tuttugu árin fyrir árið 2009.

Kannski eru sumar þessar þjóðir fyrst og fremst að gjalda ríkisstjórninni rauðan belg fyrir gráan, fyrir að dissa ESB í hverju orði, fyrir að gagnrýna Ísrael (réttilega) og ég veit ekki hvað og hvað. En það er ekki á hverjum degi sem alþjóðasamfélagið gagnrýnir stefnu ríkisstjórnarinnar og þó þar sé misjafn sauður í mörgu fé þá ber að taka mark á gagnrýninni, og hætta hvalveiðum. Eins og tildæmis strax.

Efnisorð: , , ,