Hver er munurinn á 57.000 og 496.000. Reiknið. Skilið skriflegri úrlausn.
Eftir uppstokkun á dagskrá Ríkistútvarpsins heitir þátturinn Samfélagið í nærmynd bara Samfélagið. Hanna G. Sigurðardóttir og Leifur Hauksson sjá þó ennþá um þáttinn og hann er ennþá jafngóður og áður. Í þætti sem var fluttur 2. október var talað við forstöðumann Stofnunar um fjármálalæsi (en það er lestrarpróf sem ég eins og flestir Íslendingar myndi falla á) og var hann að fjalla um það sem áður hafði komið fram í grein í Kjarnanum, en hana hafði ég ekki lesið enda forðast ég lesefni með súluritum, skífuritum og allrahanda línuritum og fyllist lesblindu þegar mörgum prósentumerkjum er stráð yfir texta. Nema hvað, þetta reyndist allt hið fróðlegasta mál og hér fyrir neðan tek ég saman úr greininni og viðtalinu og birti á þann hátt sem mér þykir einfaldari.
12 þúsund manna hópur var rannsakaður og skipt í fjóra hópa eftir tekjum. Ég sýni niðurstöður fyrir tekjulægsta hópinn og svo tekjuhæsta hópinn.
A) Meðalráðstöfunartekjur lægsta hópsins eru kr. 170.792 á mánuði.
Tekjulægsti hópurinn ver tæpum 24% tekna sinna í matvöruverslunum,
Aðrir útgjaldapóstar eru t.d. eldsneyti, ÁTVR, lyfjaverslanir, raftækjaverslanir o.fl. (alls tíu flokkar verslana).
Þegar tekjulægsti hópurinn hefur greitt þessa neyslu sína á hann tæpar kr. 57.000 aflögu til annarra nota.
B) Meðalráðstöfunartekjur næstlægsta hópsins eru kr. 292.537 á mánuði.
C) Meðalráðstöfunartekjur næsthæsta hópsins eru kr. 407.076 á mánuði.
D) Meðalráðstöfunartekjur tekjuhæsta hópsins eru kr. 699.782 á mánuði.
Þegar tekjuhæsti hópurinn hefur greitt neyslu sína (tíu flokkar verslana) á hann tæpar kr. 496.000. til annarra nota.
Ef tekjulægsti og tekjuhæsti hópurinn er borinn saman þá sést að:
tekjulægsti hópurinn ver tæpum 24% tekna sinna í matvöruverslunum á meðan sá tekjuhæsti ver tæpum 11% tekna sinna þar.
Tekjulægsti hópurinn eyðir 2/3 ráðstöfunartekna sinna í þessa tíu flokka,
en tekjuhæsti hópurinn eyðir tæpum þriðjungi ráðstöfunartekna sinna.
Þegar tekjulægsti hópurinn hefur greitt þessa neyslu sína á hann tæpar kr. 57.000 aflögu til annarra nota á meðan sá tekjuhæsti ræður yfir rúmum kr. 496.000.
Verst með fjármálaólæsið mitt. Annars gæti ég kannski lesið einhverja stéttskiptingu eða misskiptingu auðs útúr þessum tölum.
Því miður var hvorki í greininni né útvarpsþættinum verið að skoða hvernig hækkun á vsk (matarskattur) eða lækkun á vörugjöldum (sykur, raftæki) koma til með að hafa áhrif á ráðstöfunartekjur þessara hópa. Mitt besta gisk er þó að það hafi óveruleg áhrif á tekjuhæsta hópinn en höggvi eitthvað í 57þúsund kallinn hjá þeim tekjulægstu.
12 þúsund manna hópur var rannsakaður og skipt í fjóra hópa eftir tekjum. Ég sýni niðurstöður fyrir tekjulægsta hópinn og svo tekjuhæsta hópinn.
A) Meðalráðstöfunartekjur lægsta hópsins eru kr. 170.792 á mánuði.
Tekjulægsti hópurinn ver tæpum 24% tekna sinna í matvöruverslunum,
Aðrir útgjaldapóstar eru t.d. eldsneyti, ÁTVR, lyfjaverslanir, raftækjaverslanir o.fl. (alls tíu flokkar verslana).
Þegar tekjulægsti hópurinn hefur greitt þessa neyslu sína á hann tæpar kr. 57.000 aflögu til annarra nota.
B) Meðalráðstöfunartekjur næstlægsta hópsins eru kr. 292.537 á mánuði.
C) Meðalráðstöfunartekjur næsthæsta hópsins eru kr. 407.076 á mánuði.
D) Meðalráðstöfunartekjur tekjuhæsta hópsins eru kr. 699.782 á mánuði.
Þegar tekjuhæsti hópurinn hefur greitt neyslu sína (tíu flokkar verslana) á hann tæpar kr. 496.000. til annarra nota.
Ef tekjulægsti og tekjuhæsti hópurinn er borinn saman þá sést að:
tekjulægsti hópurinn ver tæpum 24% tekna sinna í matvöruverslunum á meðan sá tekjuhæsti ver tæpum 11% tekna sinna þar.
Tekjulægsti hópurinn eyðir 2/3 ráðstöfunartekna sinna í þessa tíu flokka,
en tekjuhæsti hópurinn eyðir tæpum þriðjungi ráðstöfunartekna sinna.
Þegar tekjulægsti hópurinn hefur greitt þessa neyslu sína á hann tæpar kr. 57.000 aflögu til annarra nota á meðan sá tekjuhæsti ræður yfir rúmum kr. 496.000.
Verst með fjármálaólæsið mitt. Annars gæti ég kannski lesið einhverja stéttskiptingu eða misskiptingu auðs útúr þessum tölum.
Því miður var hvorki í greininni né útvarpsþættinum verið að skoða hvernig hækkun á vsk (matarskattur) eða lækkun á vörugjöldum (sykur, raftæki) koma til með að hafa áhrif á ráðstöfunartekjur þessara hópa. Mitt besta gisk er þó að það hafi óveruleg áhrif á tekjuhæsta hópinn en höggvi eitthvað í 57þúsund kallinn hjá þeim tekjulægstu.
Efnisorð: Fjölmiðlar, Verkalýður
<< Home