Angist þeirra sem eru rændir og skilja Framsóknarflokkinn en ekki bændur og hata þetta helvítis feðraveldi
Alltíeinu kominn október og ég sem ætlaði að skrifa um svo margt í september. Lausnin er að hrúga öllu saman í eina bloggfærslu með lítilli fyrirhöfn.
Nokkrir pistlar sem ég mæli með
— Kristín Elfa Guðnadóttir skrifaði pistilinn „Angist mánaðarmótanna“ um aðstæður þeirra sem eiga ekki fyrir mat og þurfa að reiða sig á hjálparstofnanir. Kristín þekkir þessa angist af eigin raun er nú orðin áheyrnarfulltrúi í velferðarráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Pírata (hér er semsagt brugðið á þá nýbreytni að vera ánægð með eitthvað sem einhver Pírati gerir).
— Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri skrifar um höfundarrétt og stuld á höfundarverkum í pistli sem hann nefnir „Frelsi til að taka eigur annarra“. Ég á erfitt með að skilja fólk sem stelur kvikmyndum eða horfir á stolnar kvikmyndir. Sama gildir auðvitað um tónlist og aðra listsköpun. Hvernig líður þjófsnautunum þegar sá sem stolið hefur verið frá tjáir sig um stuldinn? Þið getið æft ykkur með að lesa pistil Ágústs.
— Sif Sigmarsdóttir skrifaði alveg hreint dásamlega grein um hvernig hún fór að því að skilja Framsóknarflokkinn.
Það kætir hressir og bætir að lesa grein Sifjar (alveg öfugt við þunglyndið sem steypist yfir mann við tilhugsunina um Framsóknarflokkinn og ríkisstjórnina).
Grein sem ég er sammála sumstaðar en skil ekki rest
— Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar um landbúnaðarkerfið. Ég hef alltaf hrokkið í vörn þegar talað er illa um bændur útaf styrkjakerfinu og þeir — sem þó virðast ekki ofsælir af sínum hlut — eru ásakaðir um að vera baggi á þjóðarbúinu. Ég er haldin sveitarómantík, vil að hér séu bændur sem halda sauðfé, kýr og hesta (geitur ef vill), heyja ofaní skepnurnar og er annt um bústofninn og góðir við dýrin.
Ég er semsagt ein þeirra sem hef „tilfinningaríka afstöðu til sveitanna“ einsog Þröstur segir.
Að síðustu:
Leikdómur sem kætti mig ógurlega
— Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar um leiksýningu þar sem sagan sem er sögð fór í taugarnar á honum. Það var nefnilega verið að gagnrýna „þetta helvítis feðraveldi“. Jakobi Bjarnari er svo mikið niðri fyrir að hann notar orðið 'feðraveldi' fimm sinnum í leikdómnum auk þess að nota það í titilinn. Hann gefur leikritinu bara tvær stjörnur í bræði sinni* yfir að annað eins umfjöllunarefni — þessi margsagða og þrautpínda saga — skuli vera borið á borð fyrir áhorfendur. Og svo fellur náðarhöggið (glöggir lesendur kannast við orðalagið): „List sem gerist taglhnýtingur kennivaldsins … er einskis virði.“
_____
* Geðprúðari leikhúsgagnrýnandi sagði um sama leikrit: „Brotnar fjölskyldur hafa svo sannarlega verið efniviður listarinnar, óuppgerð mál þeirra með tilheyrandi flækjum hafa verið endalaus uppspretta rithöfunda og leikskálda í gegnum tíðina.“ Og virðist ekkert hafa farið á taugum yfir að unnið hafi verið með kunnuglegt minni um „hinn alltumlykjandi faðir sem öllu ræður, meira að segja út fyrir gröf og dauða“. En kannski er þessi leikhúsgagnrýnandi bara ekki eins þjakaður af tilhugsuninni um að einhver geti lesið gagnrýni á feðraveldið útúr efni verksins.
Nokkrir pistlar sem ég mæli með
— Kristín Elfa Guðnadóttir skrifaði pistilinn „Angist mánaðarmótanna“ um aðstæður þeirra sem eiga ekki fyrir mat og þurfa að reiða sig á hjálparstofnanir. Kristín þekkir þessa angist af eigin raun er nú orðin áheyrnarfulltrúi í velferðarráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Pírata (hér er semsagt brugðið á þá nýbreytni að vera ánægð með eitthvað sem einhver Pírati gerir).
— Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri skrifar um höfundarrétt og stuld á höfundarverkum í pistli sem hann nefnir „Frelsi til að taka eigur annarra“. Ég á erfitt með að skilja fólk sem stelur kvikmyndum eða horfir á stolnar kvikmyndir. Sama gildir auðvitað um tónlist og aðra listsköpun. Hvernig líður þjófsnautunum þegar sá sem stolið hefur verið frá tjáir sig um stuldinn? Þið getið æft ykkur með að lesa pistil Ágústs.
— Sif Sigmarsdóttir skrifaði alveg hreint dásamlega grein um hvernig hún fór að því að skilja Framsóknarflokkinn.
„Ég hef gjarnan litið á Framsóknarflokkinn sem óleysanlega pólitíska Sudoku-þraut. Ég efldist í þeirri skoðun minni við fréttir síðustu vikna. Hærri vaskur á bækur. Flutningur Fiskistofu út á land. Áburðarverksmiðja. En svo komst ég í Stiklað á stóru í sögu mannkyns.
Kæri lesandi, ég boða yður mikinn fögnuð. Hinn alíslenski Framsóknarflokkur vinnur að því hörðum höndum að bjarga jörðinni frá glötun. Hvernig? Jú, með því að snúa þróun mannsins við.“
Það kætir hressir og bætir að lesa grein Sifjar (alveg öfugt við þunglyndið sem steypist yfir mann við tilhugsunina um Framsóknarflokkinn og ríkisstjórnina).
Grein sem ég er sammála sumstaðar en skil ekki rest
— Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar um landbúnaðarkerfið. Ég hef alltaf hrokkið í vörn þegar talað er illa um bændur útaf styrkjakerfinu og þeir — sem þó virðast ekki ofsælir af sínum hlut — eru ásakaðir um að vera baggi á þjóðarbúinu. Ég er haldin sveitarómantík, vil að hér séu bændur sem halda sauðfé, kýr og hesta (geitur ef vill), heyja ofaní skepnurnar og er annt um bústofninn og góðir við dýrin.
Ég er semsagt ein þeirra sem hef „tilfinningaríka afstöðu til sveitanna“ einsog Þröstur segir.
„Þessi tilfinningatengsl eru ekki til staðar gagnvart nokkurri annarri starfsstétt. Þess vegna eigum við erfitt með að gera greinarmun á landbúnaðarkerfinu og bændum. Gagnrýni á kerfið er tekin sem árás á bændur.“Það er auðvitað eitthvað skrítið við kerfi þar sem bæði bændur og neytendur koma illa út úr dæminu, og það má gagnrýna. Ég veit ekkert um skattgreiðslur bænda eða þeirra bókhald yfirleitt en mér þótti óneitanlega fyndin setningin sem höfð er eftir fyrrverandi ríksskattstjóra sem sagði:
„Já, fyrsta grein skattslaganna hefur aldrei verið skrifuð. Hún ætti að hljóða: Þrátt fyrir ákvæði laga þessara, skulu þau ekki gilda um bændur.“Burtséð frá skattalögum þá er landbúnaðarkerfið „tyrfið. Aðeins sérfróðir kunna full skil á gangverki þess.“ Það er þá von að ég hafi aldrei skilið það, en vegna þess að ég skil það ekki nógu vel er ég ekki viss um að ég sé sammála Þresti um að það sé slæmt að um landbúnaðinn gildi sérlög. Sveitarómantíkerinn í mér neitar því að þetta sé einsog hver önnur atvinnugrein. Það sýnist mér vera leið sem leiðir til verksmiðjubúskapar. En hvað veit ég svosem.
Að síðustu:
Leikdómur sem kætti mig ógurlega
— Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar um leiksýningu þar sem sagan sem er sögð fór í taugarnar á honum. Það var nefnilega verið að gagnrýna „þetta helvítis feðraveldi“. Jakobi Bjarnari er svo mikið niðri fyrir að hann notar orðið 'feðraveldi' fimm sinnum í leikdómnum auk þess að nota það í titilinn. Hann gefur leikritinu bara tvær stjörnur í bræði sinni* yfir að annað eins umfjöllunarefni — þessi margsagða og þrautpínda saga — skuli vera borið á borð fyrir áhorfendur. Og svo fellur náðarhöggið (glöggir lesendur kannast við orðalagið): „List sem gerist taglhnýtingur kennivaldsins … er einskis virði.“
_____
* Geðprúðari leikhúsgagnrýnandi sagði um sama leikrit: „Brotnar fjölskyldur hafa svo sannarlega verið efniviður listarinnar, óuppgerð mál þeirra með tilheyrandi flækjum hafa verið endalaus uppspretta rithöfunda og leikskálda í gegnum tíðina.“ Og virðist ekkert hafa farið á taugum yfir að unnið hafi verið með kunnuglegt minni um „hinn alltumlykjandi faðir sem öllu ræður, meira að segja út fyrir gröf og dauða“. En kannski er þessi leikhúsgagnrýnandi bara ekki eins þjakaður af tilhugsuninni um að einhver geti lesið gagnrýni á feðraveldið útúr efni verksins.
<< Home