Kornung kvenréttindakona hlýtur nóbelsverðlaun
Nóbelsnefndin tilkynnti í dag að friðarverðlaun Nóbels fengju að þessu sinni tvær manneskjur. Fyrst ber að nefna Kailash Satyarth sem er indverskur og berst „fyrir réttindum barna, sem oft verða að eyða æskuárunum við vinnu fremur en nám“. Malala Yousafzai er öllu þekktari á vesturlöndum eftir að talibanar skutu hana þegar hún var á leið heim úr skóla í Pakistan. Þá var hún fimmtán ára en hafði frá ellefu ára aldri barist opinberlega fyrir rétti kvenna til menntunar, en talibanar bönnuðu stúlkum og konum að ganga í skóla. Síðan þá hefur hún eflst í baráttunni heldur en hitt. Nú er hún sautján ára og yngsta manneskja sögunnar til að hljóta friðarverðlaun Nóbels.
Friðarverðlaunahafar hafa ekki alltaf þótt verðugir verðlaunanna, en víst er að í ár tókst vel með valið. Samtök íþróttamanna hefðu auðvitað sagt að Malala væri of ung, hún væri enn bara unglingur, en meira segja Nóbelsverðlaunanefndin féll ekki í þá gryfju.
„Í báðum tilvikum, bæði hjá Malala og Satyarthi, er áherslan á rétt barna til menntunar, hvort sem þau eru órétti beitt vegna vinnu eða trúarofstækis. Með því að veita Malölu verðlaunin nú er líka á vissan hátt verið að bæta fyrir að hún fékk þau ekki í fyrra heldur stofnun, sem ekki var byrjuð að vinna vinnuna sína. Nú var henni spáð verðlaununum, sérstaklega vegna framgangs íslamskra öfgahreyfinga eins og Íslamska ríkisins og Boko Haram og baráttu þeirra gegn mannréttindum, þar á meðal gegn réttindum kvenna. Malala er rakin andstæða slíkra hópa.“(úr frétt á rúv.is)
Friðarverðlaunahafar hafa ekki alltaf þótt verðugir verðlaunanna, en víst er að í ár tókst vel með valið. Samtök íþróttamanna hefðu auðvitað sagt að Malala væri of ung, hún væri enn bara unglingur, en meira segja Nóbelsverðlaunanefndin féll ekki í þá gryfju.
Efnisorð: alþjóðamál, feminismi, íþróttir, menntamál, trú, Verkalýður
<< Home