Já en hvað sagði Illugi svona slæmt sem ekki var þegar skrifað í heilagri ritningu?
Þegar ég hlustaði á Frjálsar hendur Illuga Jökulssonar þar sem hann fjallaði um skrítnar sögur úr biblíunni áttaði ég mig ekki á efni þáttanna gætu vakið upp úlfúð. Ég er líklega of mikill trúleysingi til að láta mér einusinni koma slíkt til hugar, fyrir mér var þetta bara fyrst og fremst fróðlegt og skemmtilegt, eins og þættir Illuga almennt eru. Hann endursagði sögur sem ég mundi ekkert eftir þó ég hafi fyrir margt löngu lesið biblíuna spjaldanna á milli. Það sem situr þó helst í minninu eru sögurnar sem ég hef margheyrt síðan, þessar algengustu sem sífellt eru sagðar eða vitnað til í bókum og bíómyndum (og svo sú uppgötvun að þar væri engan guð að finna, og þarmeð gerðist ég sannfærður trúleysingi*).
Þannig að ég var öll ein eyru og gleymdi alveg að gera ráð fyrir hinum hlustendunum, þessum sem ýmist hafa aldrei lesið biblíuna (sem á við um fáránlega margt kristið fólk) eða gjörþekkja hana (einsog guðfræðingar) en vilja bara hampa heppilegum dæmisögum og jákvæðum boðskap Jesú, en ekkert skoða allar mótsagnirnar eða ógeðið. Og á því kýli afneitunarinnar stakk Illugi með þessum þáttum.
Hér fylgir endursögn mín á þáttunum tveim sem aðgengilegir eru á Hlaðvarpi (en bara annar þeirra fannst á Sarpi). Ég set hlekki á ritningarstaðina eftir bestu getu (afsakið grautarlegar tilvísanir), það er líka hægt að fletta sjálf hér eða hér, en eflaust er ágætt að fletta í bókinni sjálfri meðan hlustað er á Illuga. Mín bók, og þær sem ég vísa í á netinu virðast reyndar ekki alveg samhljóða þeirri útgáfu sem Illugi notar. En hefst þá lesturinn.
Fyrri þáttur Illuga, Skrítnar sögur úr Biblíunni (eða má ég vona fyrsti af mörgum?) frumfluttur 21. september.
Skrítna og ógeðfellda sagan sem þátturinn byrjar á, um gestrisnina í Gíbeu, reynist vera úr Dómarabókinni, 19. kafla 1-30 vers (Dm 19.1-30) og er andstyggileg saga, einsog Illugi segir réttilega. Biblían, nánar tiltekið Gamla testamentið, og ég vitna enn í Illuga, segir frá hinum ýmsu ævintýrum hinna tólf ættbálka í Ísrael hinu forna. Og ræðir hann svo um það samsafn sem gamla testamentið er og þá staðreynd að í þeirri bók er sagt frá skefjalausu ofbeldi sem guð sjálfur beitir og er þó mörgum ofbeldissögum að dreifa. Stundum sendir guð mikilmenni til að kippa hlutum í lag. Framhald sögunnar sem þátturinn byrjar á er um refsidóm á ættkvísl Benjamíns (Dm 20 15-48) en Benjamínítar höfðu lengi betur gegn Ísraelsmönnum. En svo snerist taflið við og aðeins sexhundruð Benjamínítar lifðu eftir gereyðinguna, allt karlar. Ættin var því dauðadæmd. En svo fundu Ísraelsmenn leið, drápu alla í heilli borg til að geta hirt eftirlifandi hreinar meyjar handa Benjamínítunum, því ekki gekk að bjóða þeim uppá „notaðar kellingar“ (Dm 21. 1-25). Illugi undrast að þetta séu frásagnir úr Biblíunni sem á að vera okkur einhversskonar siðferðilegur Hvannadalshnjúkur. En höfundarnir segja svona sögur eins og ekkert sé, og það sem fer fram er með vitund og jafnvel vilja guðs almáttugs, sem við eigum að trúa að sé algóður líka, en hann leggur sjálfur á ráðin um önnur og ekki síðri myrkraverk.
Fyrri hluti sögunnar, um gestrisnina í Gíbeu, sem ég hirti ekki um að endursegja, minnti mig mjög á söguna af Sódómu, eða öllu heldur Lot og dætur hans (enda er hún mjög fræg og oft rifjuð upp), og hana rifjar Illugi einmitt upp (Fyrsta Mósebók 19 kafli 1-36 vers). Hann segir lok sögunnar vera sagða frá sjónarhóli Lots sem afsaki gjörðir sínar með því að dætur hans hafi sjálfar viljað það, en það sé algengar afsakanir barnaníðinga og nauðgara. (Það fannst mér mjög gott hjá honum því ég sá nýlega einhverja vitleysinga skrifa um söguna af Lot og vorkenndu honum ógurlega að hafa verið nauðgað af dætrum sínum og engir feministar hefðu fordæmt þær). Það eru semsagt tvær sögur með nokkurra blaðsíðna millibili um svipaða atburði og Illugi ræðir það.
Ekki snúast allar skrítnu sögurnar um ofbeldi og blóðsúthellingar. Illugi fjallar um vitranir Esekíels (Esk 1.kafli, 4. kafli, 37. kafli o.fl.) og ýmsar furður aðrar. Þannig segir frá því í fjórða kafla að guð lagði fyrir Esekíel að hann ætti að neyta brauðs bökuðu í mannaskít. En guð leyfir honum að baka brauðið uppúr kúamykju í staðinn. Í þessu var semsagt miskunn guðs fólgin, segir Illugi.
Og þannig var þessi fyrsti þáttur, hneykslanlegur á margan hátt, en þó aðallega vegna þess að til er fólk sem lítur á biblíuna sem helga bók.
Seinni þáttur, Skrítnar sögur úr Biblíunni, frumfluttur 28. september.
Illugi ræðir plágurnar tíu sem gengu yfir Egyptaland því Faraóinn leyfði ekki Ísraelsmönnum að yfirgefa Egyptaland. Mannfall í plágunum er rakið og bent á að í hvert sinn sem Faraó ætlar að ganga að kröfum guðs og leyfa Ísraelsmönnum að fara, en þá herti guð hjarta hans og honum snerist hugur. Og þá dundi næsta plága yfir. (Plágurnar eru í 2. Mósebók frá 7:1 (þarsem guð segir Móse beinlínis að hann muni herða hjarta Faraós) til og með 2M 12:34.) Síðasta plágan segir Illugi að hafi verið verst, en þá deyddi guð alla frumburði Egyptalands, frumburðir fénaðarins meðtaldir, og það munu hafa verið 500 þúsund manns. Reyndar hafi guð verið enn stórtækari í síðari Kroníkubók þegar hann drap eina milljón Eþíópíumanna (Síðari Kronikubók 14 kafli 9 vers). (Útreikningar Steve Wells á fjölda þeirra sem guð Biblíunnar hefur drepið.)
Illugi undrar sig á að plágurnar hafi verið teknar sem merki um gæsku guðs og að þessum sögum hafi yfirleitt hafi verið trúað.
Önnur Mósebók er næst á dagskrá, fæðing Móse og hjónaband. Einnig fjórði kafli (2M 4:24-26) þar sem sagt er frá árás guðs á Móse og furðulega umskurn sonar hans. Umskurður var fáránlega mikilvægur hjá gyðingum til forna, og kannski enn, sagði Illugi, meirasegja átti að umskera þræla. Og segir til viðbótar að guð hafði ekkert á móti þrælahaldi og talaði um þrælahald sem hinn eðlilegasta hlut. Og sjálfur Jesú hafi aldrei sagt að það væri eitthvað athugavert við þrælahald.
Í síðari konungabók (2. kafla 19-25 versi) er talað um þegar spámaðurinn Elísa lenti í hópi stráka sem stríddu honum á að hafa skalla og skógarbirnir „rifu í sundur fjörtíu og tvo af drengjunum“.
Þá lítur Illugi aftur í Dómarabókina í 3. kapítula,um Ehúð sem drap Móabskóng. (Dómarabókin 3. 16-25.) (Hér er greinilega vísað á aðra útgáfu biblíunnar en Illugi notar). Þetta kallar Illugi saurugt launmorð og segist aldrei hafa heyrt presta leggja útaf þessu.
Meira um forhúð. Fyrri Samúelsbók (1S kafli 18. 17-30), þar sem Sál leggur snöru fyrir Davíð (þann sem drap Golíat) og býður honum dóttur sína ef hann færði sér forhúðir hundrað Filistea, en Davíð auðvitað drap tvöfalt fleiri Filistea, segir Illugi, og rogaðist til konungs með tvöhundruð forhúðir. Illugi bætir því við að engar heimildir séu til um neinn Davíð, sem þó á líka að vera höfundur sálmanna í Nýja testamentinu.
Í Nýja testamentinu ber Illuga niður í Markúsarguðspjall, eftir að hafa rætt um kristsvæðingu fyrstu aldar eftir Krist. Særing þar sem óhreinum öndum er sigað á svín sem svo drukknuðu eftir að hafa kastað sér fyrir björg, en það þykir Illuga ekki góð meðferð á svínum (Markús 5. kafli 1-19). Einnig segir frá því þegar Jesú er ekki mildari í skapi en svo að hann bölvar yfir fíkjutré sem ekki bar fíkjur á þessum árstíma en Jesú langaði í fíkjur. Svo sjá þeir lærisveinarnir tréð eftir að það hafði visnað (Mk 11. 12-14, og Mk 11. 20-22). Allraskrítnasti kaflinn í Markúsarguðspjallinu að mati Illuga er þó handtaka Jesú í Getsemanegarðinum sem endar á að nakinn náungi sem ekki var einn lærisveinanna flýr af vettvangi (Mk 14. 32-52). Ýmislegt gefur Illugi í skyn um það sem betra er að heyra hann sjálfan segja frá.
Og lýkur þar öðrum þætti Illuga sem gerði guðfræðingum svo gramt í geði.
___
* Enn hef ég ekki komið því í verk að lesa biblíuna aftur. Hef þó fylgst með öðrum lesa hana spjaldanna á milli og gefa skýrslu um lesturinn. Úlfar Þormóðsson gaf út heila bók um lestrarreynsluna, sem hann kallaði Þú sem ert á himnum: Rýnt í bresti biblíunnar með guði almáttugum, og Bergþóra Gísladóttir bloggaði þegar hún las alla biblíuna á einu ári. Hér er það sem hún sagði um Esekíel.
[Viðbót:] Illugi var ekki af baki dottinn þrátt fyrir skammirnar. Í Fréttablaðinu og Vísi birtist síðla í október eftir hann grein sem er hluti af greinaflokki sem í blaðinu er kallaður Flækjusaga en á Vísi er flokkaður undir „Lífið“, af einhverjum dularfullum ástæðum. Greinin heitir „Að skrökva upp á sig fjöldamorðum“ og fjallar um margt af því sama og útvarpsþættirnir, og er bráðskemmtileg eins og þeir.
Þannig að ég var öll ein eyru og gleymdi alveg að gera ráð fyrir hinum hlustendunum, þessum sem ýmist hafa aldrei lesið biblíuna (sem á við um fáránlega margt kristið fólk) eða gjörþekkja hana (einsog guðfræðingar) en vilja bara hampa heppilegum dæmisögum og jákvæðum boðskap Jesú, en ekkert skoða allar mótsagnirnar eða ógeðið. Og á því kýli afneitunarinnar stakk Illugi með þessum þáttum.
Hér fylgir endursögn mín á þáttunum tveim sem aðgengilegir eru á Hlaðvarpi (en bara annar þeirra fannst á Sarpi). Ég set hlekki á ritningarstaðina eftir bestu getu (afsakið grautarlegar tilvísanir), það er líka hægt að fletta sjálf hér eða hér, en eflaust er ágætt að fletta í bókinni sjálfri meðan hlustað er á Illuga. Mín bók, og þær sem ég vísa í á netinu virðast reyndar ekki alveg samhljóða þeirri útgáfu sem Illugi notar. En hefst þá lesturinn.
Fyrri þáttur Illuga, Skrítnar sögur úr Biblíunni (eða má ég vona fyrsti af mörgum?) frumfluttur 21. september.
Skrítna og ógeðfellda sagan sem þátturinn byrjar á, um gestrisnina í Gíbeu, reynist vera úr Dómarabókinni, 19. kafla 1-30 vers (Dm 19.1-30) og er andstyggileg saga, einsog Illugi segir réttilega. Biblían, nánar tiltekið Gamla testamentið, og ég vitna enn í Illuga, segir frá hinum ýmsu ævintýrum hinna tólf ættbálka í Ísrael hinu forna. Og ræðir hann svo um það samsafn sem gamla testamentið er og þá staðreynd að í þeirri bók er sagt frá skefjalausu ofbeldi sem guð sjálfur beitir og er þó mörgum ofbeldissögum að dreifa. Stundum sendir guð mikilmenni til að kippa hlutum í lag. Framhald sögunnar sem þátturinn byrjar á er um refsidóm á ættkvísl Benjamíns (Dm 20 15-48) en Benjamínítar höfðu lengi betur gegn Ísraelsmönnum. En svo snerist taflið við og aðeins sexhundruð Benjamínítar lifðu eftir gereyðinguna, allt karlar. Ættin var því dauðadæmd. En svo fundu Ísraelsmenn leið, drápu alla í heilli borg til að geta hirt eftirlifandi hreinar meyjar handa Benjamínítunum, því ekki gekk að bjóða þeim uppá „notaðar kellingar“ (Dm 21. 1-25). Illugi undrast að þetta séu frásagnir úr Biblíunni sem á að vera okkur einhversskonar siðferðilegur Hvannadalshnjúkur. En höfundarnir segja svona sögur eins og ekkert sé, og það sem fer fram er með vitund og jafnvel vilja guðs almáttugs, sem við eigum að trúa að sé algóður líka, en hann leggur sjálfur á ráðin um önnur og ekki síðri myrkraverk.
Fyrri hluti sögunnar, um gestrisnina í Gíbeu, sem ég hirti ekki um að endursegja, minnti mig mjög á söguna af Sódómu, eða öllu heldur Lot og dætur hans (enda er hún mjög fræg og oft rifjuð upp), og hana rifjar Illugi einmitt upp (Fyrsta Mósebók 19 kafli 1-36 vers). Hann segir lok sögunnar vera sagða frá sjónarhóli Lots sem afsaki gjörðir sínar með því að dætur hans hafi sjálfar viljað það, en það sé algengar afsakanir barnaníðinga og nauðgara. (Það fannst mér mjög gott hjá honum því ég sá nýlega einhverja vitleysinga skrifa um söguna af Lot og vorkenndu honum ógurlega að hafa verið nauðgað af dætrum sínum og engir feministar hefðu fordæmt þær). Það eru semsagt tvær sögur með nokkurra blaðsíðna millibili um svipaða atburði og Illugi ræðir það.
Ekki snúast allar skrítnu sögurnar um ofbeldi og blóðsúthellingar. Illugi fjallar um vitranir Esekíels (Esk 1.kafli, 4. kafli, 37. kafli o.fl.) og ýmsar furður aðrar. Þannig segir frá því í fjórða kafla að guð lagði fyrir Esekíel að hann ætti að neyta brauðs bökuðu í mannaskít. En guð leyfir honum að baka brauðið uppúr kúamykju í staðinn. Í þessu var semsagt miskunn guðs fólgin, segir Illugi.
Og þannig var þessi fyrsti þáttur, hneykslanlegur á margan hátt, en þó aðallega vegna þess að til er fólk sem lítur á biblíuna sem helga bók.
Seinni þáttur, Skrítnar sögur úr Biblíunni, frumfluttur 28. september.
Illugi ræðir plágurnar tíu sem gengu yfir Egyptaland því Faraóinn leyfði ekki Ísraelsmönnum að yfirgefa Egyptaland. Mannfall í plágunum er rakið og bent á að í hvert sinn sem Faraó ætlar að ganga að kröfum guðs og leyfa Ísraelsmönnum að fara, en þá herti guð hjarta hans og honum snerist hugur. Og þá dundi næsta plága yfir. (Plágurnar eru í 2. Mósebók frá 7:1 (þarsem guð segir Móse beinlínis að hann muni herða hjarta Faraós) til og með 2M 12:34.) Síðasta plágan segir Illugi að hafi verið verst, en þá deyddi guð alla frumburði Egyptalands, frumburðir fénaðarins meðtaldir, og það munu hafa verið 500 þúsund manns. Reyndar hafi guð verið enn stórtækari í síðari Kroníkubók þegar hann drap eina milljón Eþíópíumanna (Síðari Kronikubók 14 kafli 9 vers). (Útreikningar Steve Wells á fjölda þeirra sem guð Biblíunnar hefur drepið.)
Illugi undrar sig á að plágurnar hafi verið teknar sem merki um gæsku guðs og að þessum sögum hafi yfirleitt hafi verið trúað.
Önnur Mósebók er næst á dagskrá, fæðing Móse og hjónaband. Einnig fjórði kafli (2M 4:24-26) þar sem sagt er frá árás guðs á Móse og furðulega umskurn sonar hans. Umskurður var fáránlega mikilvægur hjá gyðingum til forna, og kannski enn, sagði Illugi, meirasegja átti að umskera þræla. Og segir til viðbótar að guð hafði ekkert á móti þrælahaldi og talaði um þrælahald sem hinn eðlilegasta hlut. Og sjálfur Jesú hafi aldrei sagt að það væri eitthvað athugavert við þrælahald.
Í síðari konungabók (2. kafla 19-25 versi) er talað um þegar spámaðurinn Elísa lenti í hópi stráka sem stríddu honum á að hafa skalla og skógarbirnir „rifu í sundur fjörtíu og tvo af drengjunum“.
Þá lítur Illugi aftur í Dómarabókina í 3. kapítula,um Ehúð sem drap Móabskóng. (Dómarabókin 3. 16-25.) (Hér er greinilega vísað á aðra útgáfu biblíunnar en Illugi notar). Þetta kallar Illugi saurugt launmorð og segist aldrei hafa heyrt presta leggja útaf þessu.
Meira um forhúð. Fyrri Samúelsbók (1S kafli 18. 17-30), þar sem Sál leggur snöru fyrir Davíð (þann sem drap Golíat) og býður honum dóttur sína ef hann færði sér forhúðir hundrað Filistea, en Davíð auðvitað drap tvöfalt fleiri Filistea, segir Illugi, og rogaðist til konungs með tvöhundruð forhúðir. Illugi bætir því við að engar heimildir séu til um neinn Davíð, sem þó á líka að vera höfundur sálmanna í Nýja testamentinu.
Í Nýja testamentinu ber Illuga niður í Markúsarguðspjall, eftir að hafa rætt um kristsvæðingu fyrstu aldar eftir Krist. Særing þar sem óhreinum öndum er sigað á svín sem svo drukknuðu eftir að hafa kastað sér fyrir björg, en það þykir Illuga ekki góð meðferð á svínum (Markús 5. kafli 1-19). Einnig segir frá því þegar Jesú er ekki mildari í skapi en svo að hann bölvar yfir fíkjutré sem ekki bar fíkjur á þessum árstíma en Jesú langaði í fíkjur. Svo sjá þeir lærisveinarnir tréð eftir að það hafði visnað (Mk 11. 12-14, og Mk 11. 20-22). Allraskrítnasti kaflinn í Markúsarguðspjallinu að mati Illuga er þó handtaka Jesú í Getsemanegarðinum sem endar á að nakinn náungi sem ekki var einn lærisveinanna flýr af vettvangi (Mk 14. 32-52). Ýmislegt gefur Illugi í skyn um það sem betra er að heyra hann sjálfan segja frá.
Og lýkur þar öðrum þætti Illuga sem gerði guðfræðingum svo gramt í geði.
___
* Enn hef ég ekki komið því í verk að lesa biblíuna aftur. Hef þó fylgst með öðrum lesa hana spjaldanna á milli og gefa skýrslu um lesturinn. Úlfar Þormóðsson gaf út heila bók um lestrarreynsluna, sem hann kallaði Þú sem ert á himnum: Rýnt í bresti biblíunnar með guði almáttugum, og Bergþóra Gísladóttir bloggaði þegar hún las alla biblíuna á einu ári. Hér er það sem hún sagði um Esekíel.
[Viðbót:] Illugi var ekki af baki dottinn þrátt fyrir skammirnar. Í Fréttablaðinu og Vísi birtist síðla í október eftir hann grein sem er hluti af greinaflokki sem í blaðinu er kallaður Flækjusaga en á Vísi er flokkaður undir „Lífið“, af einhverjum dularfullum ástæðum. Greinin heitir „Að skrökva upp á sig fjöldamorðum“ og fjallar um margt af því sama og útvarpsþættirnir, og er bráðskemmtileg eins og þeir.
Efnisorð: Fjölmiðlar, Nauðganir, ofbeldi, trú
<< Home