laugardagur, október 18, 2014

Ef þú ert ekki fyrstur er hún notuð vara

Þessi auglýsing var birt fyrir aðeins tólf árum. Viðhorf margra karla til kvenna hafa ekki breyst, og sannarlega hafa asnalegar og karlrembulegar auglýsingar ekki hætt að birtast. En ég held samt að enginn, hversu illa hann er haldinn af kvenfyrirlitningu, myndi halda í dag að það væri vænlegt að auglýsa notaða bíla til sölu með þessum hætti.



Myndatexti: Væri þér sama þó þú værir ekki fyrstur?
Settu öryggið á oddinn — renndu við og veldu úr spennandi framboði af notuðum gæðabílum

Efnisorð: