Ástæður andstöðu við áfengisfrumvarpið
Óvænt niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins á viðhorfi landsmanna til sölu áfengis í matvöruverslunum blasti við á forsíðu blaðsins í dag. Ég hélt svei mér þá að almenningur allur væri hlynntari þessu. En eins og sagði á forsíðunni þá eru nærri 70% á móti. (Nánar tiltekið 62% svo prósentufólkið fái nú réttar upplýsingar, hin prósentin eru óákveðin eða svara ekki, þau ná tölunni samtals uppí 67%).
Ég held samt að það séu ekkert allir á móti sölu áfengis í matvöruverslunum af sömu ástæðu. Mér hefur heyrst að það séu einkum þessar ástæður (ekki taldar upp í mikilvægisröð) og jafnvel fleiri.
1. Úrval áfengis (bjórs, léttvína, sterks áfengis*) verði minna heldur en í ÁTVR því matvöruverslanirnar muni einbeita sér að vörumerkjum sem seljast mest. Í litlum búðum úti á landi verði úrvalið beinlínis fátæklegt.
2. Minna úrval leiði til þess að litlu innlendu bjórframleiðendurnir komi ekki vöru sinni á framfæri.
3. Verð á áfengi muni hækka.
4. Aukið aðgengi auki drykkju. Það verði of einfalt að kippa umhugsunarlaust með sér bjór eða flösku í matvörubúðinni í stað þess að þurfa að taka um það ákvörðun að fara í ríkið.
5. Aukin drykkja skapi heilsufarsvandamál.
6. Aukin drykkja skapi félagsleg vandamál.
7. Þetta sé enn eitt dæmið um einkavinavæðingu, nú eigi að færa ágóða ÁTVR til einkaaðila sem eru innmúraðir og innvígðir í Sjálfstæðisflokkinn.
8. Einkaaðilar eigi nú að græða óhindrað á drykkjunni en samfélagið eigi að greiða kostnað og tap samfélagsins.**
Ég er sammála síðustu tveimur liðunum en af fyrstu þremur hef ég engar áhyggjur. Ég deili hinsvegar áhyggjum með þeim sem óttast að aukið aðgengi að áfengi auki drykkjuna. Landlæknir og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) eru sama sinnis:
Sigurður Viktor Úlfarsson orðar þetta ágætlega í athugasemd við grein Pawels Bartoszek.
Arnar Sigurðsson er enn harðari frjálshyggjumaður og hefur árum saman skrifað um það hugðarefni sitt að gefa sölu á áfengi frjálsa. Hann hefur lítið álit á fyrirbæri eins og landlækni og skilur ekki samhengið milli aukins aðgengis og aukinnar drykkju.
___
* Það er lítið rætt um að í frumvarpinu er lagt til að sterkt áfengi verði líka selt í matvöruverslunum (til að drekka með steikinni?) en það verði bara ekki eins aðgengilegt og létta vínið og bjórinn. „Í a-lið 22. gr. er þá nýjung að finna að lagt er til að sterkt áfengi, áfengi sem er að rúmmáli meira en 22% af hreinum vínanda, skuli geyma afmarkað frá annarri söluvöru á bak við afgreiðsluborð eða í sérrými innan verslunar. Þannig er ekki gert ráð fyrir því að slíkt áfengi megi ekki sjást, eins og á við um tóbak, heldur að það verði aðeins afhent yfir búðarborð eða að viðskiptavinir þurfi að fara inn í afmarkað rými til þess að nálgast það.“ Í frumvarpinu er líka tiltekið hvar megi ekki selja áfengi en þar hefur alveg gleymst að geta bensínstöðva. Hvort þetta er handvömm eða til stendur að leyfa bensínstöðvabjór veit ég ekki.
** Þetta er umorðun á athugasemd Ásdísar Jónsdóttur (sem er uppáhalds) við eina fréttina um áfengisfrumvarpið.
*** Morguninn eftir að þetta var ritað birtist ágætur leiðari Óla Kristjáns Ármannssonar þar sem farið var yfir rök gegn auknu frjálsræði í áfengissölu. Þar var meðal annars vitnað í prófessor David Nutt. Lengri útgáfa tilvitnunarinnar er svona:
„Prófessor Nutt hefur sterkar skoðanir á því hvort áfengi eigi að leyfa að selja í matvöruverslunum, eins og nú er til umræðu á Íslandi. Hann telur reynslu landa af því að hafa ríkiseinokun á sölunni hafa reynst vel. Í dag segir hann, er hægt að kaupa bjór í matvöruverslunum í Bretlandi fyrir minna en ein flaska af vatni kostar. Afleiðingarnar hafa orðið mjög alvarlegar frá heilsufarslegu sjónarmiði. Aukin neysla hefur valdið miklum skaða. Nú er áfengisneysla ein algengasta dauðaorsök karla á aldrinum sextán ára til fimmtugs. Mitt ráð til Íslendinga er: ekki selja áfengi utan ríkiseinkasölunnar, segir prófessor David Nutt.“ Leiðarinn dregur fram eina hlið málsins sem vert er að hafa í huga:
„En svo getur líka verið að einhverjum henti að halda á lofti í umræðunni málum, sem í raun eru engin mál, á meðan keyrðar eru í gegn, án allrar umræðu, ákvarðanir á borð við að loka framhaldsskólum landsins fyrir fólki yfir ákveðnum aldri eða að vélbyssuvæða almenna lögreglumenn.“
Ég held samt að það séu ekkert allir á móti sölu áfengis í matvöruverslunum af sömu ástæðu. Mér hefur heyrst að það séu einkum þessar ástæður (ekki taldar upp í mikilvægisröð) og jafnvel fleiri.
1. Úrval áfengis (bjórs, léttvína, sterks áfengis*) verði minna heldur en í ÁTVR því matvöruverslanirnar muni einbeita sér að vörumerkjum sem seljast mest. Í litlum búðum úti á landi verði úrvalið beinlínis fátæklegt.
2. Minna úrval leiði til þess að litlu innlendu bjórframleiðendurnir komi ekki vöru sinni á framfæri.
3. Verð á áfengi muni hækka.
4. Aukið aðgengi auki drykkju. Það verði of einfalt að kippa umhugsunarlaust með sér bjór eða flösku í matvörubúðinni í stað þess að þurfa að taka um það ákvörðun að fara í ríkið.
5. Aukin drykkja skapi heilsufarsvandamál.
6. Aukin drykkja skapi félagsleg vandamál.
7. Þetta sé enn eitt dæmið um einkavinavæðingu, nú eigi að færa ágóða ÁTVR til einkaaðila sem eru innmúraðir og innvígðir í Sjálfstæðisflokkinn.
8. Einkaaðilar eigi nú að græða óhindrað á drykkjunni en samfélagið eigi að greiða kostnað og tap samfélagsins.**
Ég er sammála síðustu tveimur liðunum en af fyrstu þremur hef ég engar áhyggjur. Ég deili hinsvegar áhyggjum með þeim sem óttast að aukið aðgengi að áfengi auki drykkjuna. Landlæknir og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) eru sama sinnis:
„Aðgerðirnar gætu leitt til aukinnar neyslu áfengis og aukins samfélagslegs kostnaðar“, segir á vef landlæknis. Ennfremur segir að stýring á aðgengi að áfengi sé algeng leið til að takmarka áfengisneyslu. Niðurstöður rannsókna bendi til að einkasala ríkisins á áfengi dragi úr neyslu og tjóni sem af henni hlýst og ef einkasölunni sé aflétt aukist heildarneysla áfengis.***Flestallir Íslendingar hafa séð eða upplifað áhrif ofdrykkju einstaklings á fjölskyldu hans, og finnst ekki góð tilhugsun að fólk sem á við drykkjuvanda að stríða geti ekki farið útí búð án þess að rekast á freistingar.
Sigurður Viktor Úlfarsson orðar þetta ágætlega í athugasemd við grein Pawels Bartoszek.
„Rannsóknir sýna að tveir hópar, ungt fólk og þeir sem eiga í erfiðleikum með áfengi munu auka neyslu sína ef komið verður með áfengið til þeirra þar sem þau eru að gera eitthvað allt annað t.d. að kaupa í matinn. Þetta er sá hópur sem stendur höllustum fæti gagnvart áfenginu og aukin neysla þessa tiltekna hóps hefði umtalsverð áhrif á hann og fólkið í kringum hann. Því miður samanstendur þessi hópur af þúsundum, jafnvel tugþúsundum einstaklinga. Neikvæðu afleiðingar breytingarinnar vega því þyngra að mínu mati en jákvæðu afleiðingarnar sem eru þægindin að geta keypt sér bjór eða vín með steikinni.“Pawel er afturámóti frjálshyggjumaður mikill og finnst ómerkilegt að saka fólk um græðgi og að færa kaupmönnum arðinn. Hann vill bara ekki höft og bönn og blæs á „lýðheilsurökin“.
Arnar Sigurðsson er enn harðari frjálshyggjumaður og hefur árum saman skrifað um það hugðarefni sitt að gefa sölu á áfengi frjálsa. Hann hefur lítið álit á fyrirbæri eins og landlækni og skilur ekki samhengið milli aukins aðgengis og aukinnar drykkju.
„Undarlegar áherslur virðast stjórna starfsemi landlæknisembættisins. Embættið hefur tekið einarða afstöðu gegn viðskiptafrelsi með áfengi rétt eins og slíkt geti haft eitthvað með vandamál tengd ofneyslu að gera.“Það er best að hafa sem fæst orð um þetta útspil. En eflaust halda skoðanabræður (eða hlaupatíkur) frjálshyggjupostulans á Alþingi áfram að berjast fyrir sölu áfengis í matvörubúðum (og síðar vilja þeir auðvitað leyfa einstaklingum að opna eigin vínbúðir, eins og vinir Pawels vilja gera) og hugsanlega tekst þeim jafnvel að koma frumvarpinu í gegn. En það er þá í andstöðu við vilja 70% þjóðarinnar.
___
* Það er lítið rætt um að í frumvarpinu er lagt til að sterkt áfengi verði líka selt í matvöruverslunum (til að drekka með steikinni?) en það verði bara ekki eins aðgengilegt og létta vínið og bjórinn. „Í a-lið 22. gr. er þá nýjung að finna að lagt er til að sterkt áfengi, áfengi sem er að rúmmáli meira en 22% af hreinum vínanda, skuli geyma afmarkað frá annarri söluvöru á bak við afgreiðsluborð eða í sérrými innan verslunar. Þannig er ekki gert ráð fyrir því að slíkt áfengi megi ekki sjást, eins og á við um tóbak, heldur að það verði aðeins afhent yfir búðarborð eða að viðskiptavinir þurfi að fara inn í afmarkað rými til þess að nálgast það.“ Í frumvarpinu er líka tiltekið hvar megi ekki selja áfengi en þar hefur alveg gleymst að geta bensínstöðva. Hvort þetta er handvömm eða til stendur að leyfa bensínstöðvabjór veit ég ekki.
** Þetta er umorðun á athugasemd Ásdísar Jónsdóttur (sem er uppáhalds) við eina fréttina um áfengisfrumvarpið.
*** Morguninn eftir að þetta var ritað birtist ágætur leiðari Óla Kristjáns Ármannssonar þar sem farið var yfir rök gegn auknu frjálsræði í áfengissölu. Þar var meðal annars vitnað í prófessor David Nutt. Lengri útgáfa tilvitnunarinnar er svona:
„Prófessor Nutt hefur sterkar skoðanir á því hvort áfengi eigi að leyfa að selja í matvöruverslunum, eins og nú er til umræðu á Íslandi. Hann telur reynslu landa af því að hafa ríkiseinokun á sölunni hafa reynst vel. Í dag segir hann, er hægt að kaupa bjór í matvöruverslunum í Bretlandi fyrir minna en ein flaska af vatni kostar. Afleiðingarnar hafa orðið mjög alvarlegar frá heilsufarslegu sjónarmiði. Aukin neysla hefur valdið miklum skaða. Nú er áfengisneysla ein algengasta dauðaorsök karla á aldrinum sextán ára til fimmtugs. Mitt ráð til Íslendinga er: ekki selja áfengi utan ríkiseinkasölunnar, segir prófessor David Nutt.“ Leiðarinn dregur fram eina hlið málsins sem vert er að hafa í huga:
„En svo getur líka verið að einhverjum henti að halda á lofti í umræðunni málum, sem í raun eru engin mál, á meðan keyrðar eru í gegn, án allrar umræðu, ákvarðanir á borð við að loka framhaldsskólum landsins fyrir fólki yfir ákveðnum aldri eða að vélbyssuvæða almenna lögreglumenn.“
Efnisorð: frjálshyggja, heilbrigðismál
<< Home