Vopnavæðing og verkfall
Það verður víst að bíða eitthvað áfram eftir því að niðurstaða komist í vopnavæðingarmál lögreglunnar og þar með hvort hríðskotabyssurnar séu 150 eða 200, hvort þær eru keyptar eða fengust gefins frá norska hernum eða norsku lögreglunni — og það sem mestu máli skiptir: hver leyfði eða fyrirskipaði þessa vopnavæðingu. Við þessi sem viljum búa í (tiltölulega) friðsælu og herlausu landi, þar sem lögreglan sé að öllu jöfnu óvopnuð, þurfum að fá endanleg og rétt svör við þessu, ekki útúrsnúninga, mótsagnir og skæting.
Meðan rætt er um vopnavæðinguna og beðið svara, fellur verkfall tónlistarkennara alveg í skuggann. Þó hefur það áhrif á mikinn fjölda fólks. Um 530 félagsmenn í um 80 tónlistarskólum um land allt lögðu niður störf í morgun. Þeir kenna stórum hluta þeirra 15 þúsund nemenda sem sækja tónlistarnám. Verkfallið raskar ekki bara högum barna og foreldra heldur er vegið að einu merkilegasta menningarstarfi sem er unnið á Íslandi. Það að hróður Íslands berist víða vegna grósku í tónlistarlífi verður að miklu leyti rakið til tónlistarskólanna.
Það er ekki fýsilegt að gerast tónlistarkennari þegar kjör stéttarinnar eru léleg. Helga Mikaelsdóttir nemandi í Tónlistarskólanum í Reykjavík skrifaði grein í fyrradag og sagði:
Á sömu síðu og grein Gunnars var stór og áberandi auglýsing frá Íslensku óperunni. Þar birtust lofsamleg ummæli fjölda manns um óperuna Don Carlo eftir Verdi sem frumsýnd var í Hörpu um helgina. Umsagnirnar um Don Carlo hefðu ekki verið svo hástemmdar ef söngvararnir og hljóðfæraleikararnir hefðu ekki notið tónlistarkennslu. Raunar er líklegt að óperan hefði hreint ekki verið sett upp.
Það hefði heldur ekki verið ástæða til að byggja Hörpu yfirleitt ef hér væri ekki blómlegt tónlistarlíf, byggt á menntuðu tónlistarfólki. Sú menntun fer fram í tónlistarskólum.
Meðan rætt er um vopnavæðinguna og beðið svara, fellur verkfall tónlistarkennara alveg í skuggann. Þó hefur það áhrif á mikinn fjölda fólks. Um 530 félagsmenn í um 80 tónlistarskólum um land allt lögðu niður störf í morgun. Þeir kenna stórum hluta þeirra 15 þúsund nemenda sem sækja tónlistarnám. Verkfallið raskar ekki bara högum barna og foreldra heldur er vegið að einu merkilegasta menningarstarfi sem er unnið á Íslandi. Það að hróður Íslands berist víða vegna grósku í tónlistarlífi verður að miklu leyti rakið til tónlistarskólanna.
Það er ekki fýsilegt að gerast tónlistarkennari þegar kjör stéttarinnar eru léleg. Helga Mikaelsdóttir nemandi í Tónlistarskólanum í Reykjavík skrifaði grein í fyrradag og sagði:
„Ef það á að verða endurnýjun í stétt tónlistarkennara þarf að bæta kjarasamningana til þess að laða fleiri að en fyrst og fremst er kominn tími til að launa núverandi kennurum fyrir þeirra ómetanlega framlag til menntunar, með því að bæta kjör þeirra.“Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari benti á grein sem birtist í dag að það hafi verið samkomulag um að laun tónlistarkennara fylgdu launaþróun annarra kennara í landinu eru tilboð samninganefnda langt undir samningum við aðra félaga í Kennarasambandi Íslands.
Á sömu síðu og grein Gunnars var stór og áberandi auglýsing frá Íslensku óperunni. Þar birtust lofsamleg ummæli fjölda manns um óperuna Don Carlo eftir Verdi sem frumsýnd var í Hörpu um helgina. Umsagnirnar um Don Carlo hefðu ekki verið svo hástemmdar ef söngvararnir og hljóðfæraleikararnir hefðu ekki notið tónlistarkennslu. Raunar er líklegt að óperan hefði hreint ekki verið sett upp.
Það hefði heldur ekki verið ástæða til að byggja Hörpu yfirleitt ef hér væri ekki blómlegt tónlistarlíf, byggt á menntuðu tónlistarfólki. Sú menntun fer fram í tónlistarskólum.
Efnisorð: löggan, menning, menntamál, Verkalýður
<< Home