Yfirlýsing með vilja hverra?
Loksins er hægt að varpa öndinni léttar því læknar hafa samþykkt kjarasamningana sem ríkið gerði annarsvegar við Læknafélag Íslands og hinsvegar við Skurðlæknafélag Íslands. Öllum þeim sjúklingum og aðstandendum þeirra sem hafa þjáðst eða haft áhyggjur af skertri heilbrigðisþjónustu hlýtur að vera stórlega létt.
Ég hef verið að skoða fréttir af kjarasamningunum en hef ekki enn séð minnst á hvort læknar fengu að greiða atkvæði með eða á móti yfirlýsingunni sem stjórnvöld auglýstu svo glaðbeitt að fulltrúar þessara tveggja stéttarfélaga lækna hefðu skrifað undir. Yfirlýsing sú er í átta liðum og þrír ráðherrar skrifuðu undir hana fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Semsagt ekki einkaflipp einhvers ráðherra heldur eindreginn vilji ríkisstjórnarforystunnar.
Það hljómar ýmislegt ágætlega í yfirlýsingunni, bara það að til standi að byggja heilbrigðiskerfið markvisst upp er jákvætt og líka að það verði gert í samráði við lækna. Samræmd sjúkraskrá hljómar einnig vel. Við fyrstu sýn virðist sem það eigi að endurreisa heilbrigðiskerfið svo það verði jafngott og á hinum Norðurlöndunum en þegar nánar er að gáð er bara átt við stjórnun heilbrigðiskerfisins, sem er ekki alveg það sama:
Kannski er fleira í yfirlýsingunni sem lítur ekki eins vel út við nánari skoðun. En það eru mörg viðvörunarljós sem blikka þegar kemur að meira og minna augljósri einkavæðingarstefnu sem þarna er kynnt. Sérstaklega má þar nefna sjöunda lið yfirlýsingarinnar sem hljómar svona:
Almenningur er hinsvegar ekki jafn hrifinn. Það er nefnilega svo að „mikil samstaða er meðal Íslendinga um að hið opinbera eigi fyrst og fremst að fjármagna heilbrigðisþjónustuna.“ Þá hefur komið í ljós beggja megin Atlantsála að „heilbrigðisþjónusta verður brotakenndari og skilar minni árangri þegar einkarekstur breiðist út í félagslegu heilbrigðiskerfi eins og er hér á landi“.
Þrátt fyrir það svífur frjálshyggjuandi yfir viljayfirlýsingunni sem fulltrúar lækna skrifuðu undir.
Þegar ég sá yfirlýsinguna kom mér frjálshyggjan ekki á óvart, enda stækir frjálshyggjumenn í ríkisstjórn. En ég fór hinsvegar að velta fyrir mér öllum samningafundunum sem læknar sátu áður og meðan verkfallið stóð yfir. Hvenær var farið að leggja drög að þessari yfirlýsingu? Og hver átti upptökin að henni? Mér finnst augljós læknafingraför sumstaðar, sérstaklega í síðasta liðnum þar sem kveður á um sambærileg launakjör og vaktafyrirkomulag og á Norðurlöndum. Annarstaðar þykir mér bera augljósara höfundareinkenni Bjarna Ben og hans nóta (sbr. liður sjö hér að ofan).
En hversu fúsir gengu læknar að þessu? Eru þeir upp til hópa æstir í að hér verði tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir efnafólk og annað fyrir skrílinn, eða jafnvel sáttir við að ríkisreksturinn verði lagður af að mestu? Eða þrjóskuðust þeir við og vildu bara tala um kaup og kjör á samningafundunum en voru neyddir til að gangast við þeim afarkostum að skrifa uppá það sem gæti orðið rústun heilbrigðiskerfisins? Var það þessvegna sem gekk svona hrikalega illa að semja?
Í stuttu máli sagt: voru læknar svínbeygðir til að skrifa undir stefnu ríkisstjórnarinnar eða stungu þeir uppá þessu sjálfir gegn betri launum?
Ég vildi gjarnan fá svör við þessu.
Ég hef verið að skoða fréttir af kjarasamningunum en hef ekki enn séð minnst á hvort læknar fengu að greiða atkvæði með eða á móti yfirlýsingunni sem stjórnvöld auglýstu svo glaðbeitt að fulltrúar þessara tveggja stéttarfélaga lækna hefðu skrifað undir. Yfirlýsing sú er í átta liðum og þrír ráðherrar skrifuðu undir hana fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Semsagt ekki einkaflipp einhvers ráðherra heldur eindreginn vilji ríkisstjórnarforystunnar.
Það hljómar ýmislegt ágætlega í yfirlýsingunni, bara það að til standi að byggja heilbrigðiskerfið markvisst upp er jákvætt og líka að það verði gert í samráði við lækna. Samræmd sjúkraskrá hljómar einnig vel. Við fyrstu sýn virðist sem það eigi að endurreisa heilbrigðiskerfið svo það verði jafngott og á hinum Norðurlöndunum en þegar nánar er að gáð er bara átt við stjórnun heilbrigðiskerfisins, sem er ekki alveg það sama:
„Stýring innan heilbrigðiskerfisins þarf að vera sambærileg við það besta sem þekkist á öðrum Norðurlöndum.“Guðbjartur Hannesson fyrrverandi heilbrigðisráðherra virðist tildæmis hafa misst af þessu með stýringuna því „honum lýst ágætlega á þau fyrirheit sem gefin eru í yfirlýsingunni um uppbygginguna og að Ísland verði sambærilegt við það besta á Norðurlöndunum“.
Kannski er fleira í yfirlýsingunni sem lítur ekki eins vel út við nánari skoðun. En það eru mörg viðvörunarljós sem blikka þegar kemur að meira og minna augljósri einkavæðingarstefnu sem þarna er kynnt. Sérstaklega má þar nefna sjöunda lið yfirlýsingarinnar sem hljómar svona:
„Fram fari heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Opna þarf möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum sem byggja á virkri þjónustu- og verkefnastýringu, skýrum gæðakröfum samhliða jafnræði í greiðslum óháð rekstrarformi.“Það er reyndar ekki útskýrt gagnvart hverjum jafnræðið í greiðslum á að vera: sjúklingum eða læknum. Við þekkjum það úr menntakerfinu að einkareknir háskólar fá jafnmikið frá ríkinu og Háskóli Íslands en rukka nemendur að auki um há skólagjöld þannig að einkaskólarnir standa mun betur að vígi en Háskóli Íslands. Sú leið grefur auðvitað mjög undan ríkisrekstrinum, hvort sem það er í menntakerfinu eða heilbrigðiskerfinu, en það er auðvitað helsta keppikefli frjálshyggjunnar.
Almenningur er hinsvegar ekki jafn hrifinn. Það er nefnilega svo að „mikil samstaða er meðal Íslendinga um að hið opinbera eigi fyrst og fremst að fjármagna heilbrigðisþjónustuna.“ Þá hefur komið í ljós beggja megin Atlantsála að „heilbrigðisþjónusta verður brotakenndari og skilar minni árangri þegar einkarekstur breiðist út í félagslegu heilbrigðiskerfi eins og er hér á landi“.
Þrátt fyrir það svífur frjálshyggjuandi yfir viljayfirlýsingunni sem fulltrúar lækna skrifuðu undir.
Þegar ég sá yfirlýsinguna kom mér frjálshyggjan ekki á óvart, enda stækir frjálshyggjumenn í ríkisstjórn. En ég fór hinsvegar að velta fyrir mér öllum samningafundunum sem læknar sátu áður og meðan verkfallið stóð yfir. Hvenær var farið að leggja drög að þessari yfirlýsingu? Og hver átti upptökin að henni? Mér finnst augljós læknafingraför sumstaðar, sérstaklega í síðasta liðnum þar sem kveður á um sambærileg launakjör og vaktafyrirkomulag og á Norðurlöndum. Annarstaðar þykir mér bera augljósara höfundareinkenni Bjarna Ben og hans nóta (sbr. liður sjö hér að ofan).
En hversu fúsir gengu læknar að þessu? Eru þeir upp til hópa æstir í að hér verði tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir efnafólk og annað fyrir skrílinn, eða jafnvel sáttir við að ríkisreksturinn verði lagður af að mestu? Eða þrjóskuðust þeir við og vildu bara tala um kaup og kjör á samningafundunum en voru neyddir til að gangast við þeim afarkostum að skrifa uppá það sem gæti orðið rústun heilbrigðiskerfisins? Var það þessvegna sem gekk svona hrikalega illa að semja?
Í stuttu máli sagt: voru læknar svínbeygðir til að skrifa undir stefnu ríkisstjórnarinnar eða stungu þeir uppá þessu sjálfir gegn betri launum?
Ég vildi gjarnan fá svör við þessu.
Efnisorð: frjálshyggja, heilbrigðismál, pólitík, Verkalýður
<< Home