Uppsóp mánaðarins
Þrátt fyrir að janúar hafi virst óhemju langur vegna veðurfars og færðar hefur mér ekki tekist að blogga um nærri allt sem ég vildi. Því kemur hér örlítil samantekt.
666 milljónir væri nær lagi
Til þess að gæta þess að moskur rísi ekki á óheppilegum stöðum og tryggja þjóðleg gildi hefur forsætisráðherra lesið biskupnum fyrir bréf, sem hún svo sendi til föðurhúsanna, þar sem farið er fram á að ríkið bæti þjóðkirkjunni þá skömm og niðurlægingu að hafa mátt þola niðurskurð eins og hver önnur ríkisstofnun (sem hún auðvitað er ekki nema að því leytinu að hún er á framfæri ríkisins og þarmeð allra skattborgara hvaða trú eða trúleysi sem þeir annars aðhyllast). Verst að það er búið að leggja af ávísanahefti annars hefði Sigmundur Davíð getað haft þetta einfalt og skrifað bara 660 milljóna króna ávísun handa Agnesi, og allir (framsóknarmenn og flugvallarvinir) sáttir.
Framlag til jafnréttisbaráttunnar
Bæjarstjórn Kópavogs kom með nýtt útspil í baráttu kvenna fyrir jöfnum launum. Ef kona kvartar undan launum sínum er karlmaður lækkaður í launum, til að hún skammist sín. Markmiðið er að sjá til þess að engin önnur feti í hennar fótspor. Það hlýtur að vera góður starfsandi hjá bæjarstarfsmönnum eftir að hafa fengið þessi skilaboð.
Þessi er líka mjög hlynntur jafnréttisbaráttunni
Beint uppúr frétt Vísis:
Starfslaun listamanna
Listamannalaunum var úthlutað, við álíka fagnaðarlæti og venjulega, en Kristján Guðjónsson skrifaði fína úttekt á sögu þeirra og tilgangi, með hliðsjón af Háborginni – menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar eftir Ólaf Rastrick, lektor í þjóðfræði.
Úttektin birtist í DV, svo að enn má lesa blaðið hvað sem síðar verður. Mikill galli er þó að Agnar Kr. Þorsteinsson er hættur að blogga hjá DV og hefur fært sig yfir til kvenfjandsamlega Kvennablaðsins.
Bærilegri tilvera minka
Það ber að fagna nýrri reglugerð um velferð minka, þótt auðvitað ætti heldur að setja lög sem bönnuðu minkarækt. Reglugerðin gerir þó þeim minkum sem haldnir eru í búrum lífið bærilegra, þ.e. ef henni er fylgt. Svo er bara að sjá hversu viljugir loðdýraræktendur eru að fara eftir henni. (Ég er hæfilega bjartsýn.)
Svellkátur
Að lokum ein krúttfrétt frá ársbyrjun. Bændur sóttu fé í sjálfheldu á gamlársdag og notuðu snjóþotu til að flytja lambhrút. Hrúturinn sést á myndbandi með fréttinni og þótt hljóðið sé ekki gott finnst mér ég greina „víííí“ gegnum vindgnauðið.
666 milljónir væri nær lagi
Til þess að gæta þess að moskur rísi ekki á óheppilegum stöðum og tryggja þjóðleg gildi hefur forsætisráðherra lesið biskupnum fyrir bréf, sem hún svo sendi til föðurhúsanna, þar sem farið er fram á að ríkið bæti þjóðkirkjunni þá skömm og niðurlægingu að hafa mátt þola niðurskurð eins og hver önnur ríkisstofnun (sem hún auðvitað er ekki nema að því leytinu að hún er á framfæri ríkisins og þarmeð allra skattborgara hvaða trú eða trúleysi sem þeir annars aðhyllast). Verst að það er búið að leggja af ávísanahefti annars hefði Sigmundur Davíð getað haft þetta einfalt og skrifað bara 660 milljóna króna ávísun handa Agnesi, og allir (framsóknarmenn og flugvallarvinir) sáttir.
Framlag til jafnréttisbaráttunnar
Bæjarstjórn Kópavogs kom með nýtt útspil í baráttu kvenna fyrir jöfnum launum. Ef kona kvartar undan launum sínum er karlmaður lækkaður í launum, til að hún skammist sín. Markmiðið er að sjá til þess að engin önnur feti í hennar fótspor. Það hlýtur að vera góður starfsandi hjá bæjarstarfsmönnum eftir að hafa fengið þessi skilaboð.
Þessi er líka mjög hlynntur jafnréttisbaráttunni
Beint uppúr frétt Vísis:
Kardínálinn Raymon Burke heldur því fram að róttækum femínistum sé að kenna um barnagirnd presta innan kaþólsku kirkjunnar. Hann segir að femínistar skapi barnaníðinga, eða kynferðislega truflaða menn sem verði prestar og níðist á börnum.Þess má geta að allmargir andfeministar eru sammála kardínálanum um hræðilegar afleiðingar feminisma, að undanskildu þessu með barnagirndina. En mest eru þeir þó sammála því að karlmenn eigi sérlega bágt og það sé allt feministum að kenna.
Burke segir að róttækir femínistar hafi neytt kirkjuna til að taka á vandamálum kvenna, á kostnað vandamála karla. Að þeim hafi verið ýtt til hliðar. Þess vegna hafi karlmenn alist upp án almennilegrar sjálfsmyndar. Þá hafi þeir orðið háðir klámi, áfengi, eiturlyfjum og öðru. Hann segir að sá ruglingur sem róttækir femínistar hafi skapað varðandi kynferði karlmanna hafi leitt til þess að barnaníðingar hafi orðið prestar.
Starfslaun listamanna
Listamannalaunum var úthlutað, við álíka fagnaðarlæti og venjulega, en Kristján Guðjónsson skrifaði fína úttekt á sögu þeirra og tilgangi, með hliðsjón af Háborginni – menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar eftir Ólaf Rastrick, lektor í þjóðfræði.
Úttektin birtist í DV, svo að enn má lesa blaðið hvað sem síðar verður. Mikill galli er þó að Agnar Kr. Þorsteinsson er hættur að blogga hjá DV og hefur fært sig yfir til kvenfjandsamlega Kvennablaðsins.
Bærilegri tilvera minka
Það ber að fagna nýrri reglugerð um velferð minka, þótt auðvitað ætti heldur að setja lög sem bönnuðu minkarækt. Reglugerðin gerir þó þeim minkum sem haldnir eru í búrum lífið bærilegra, þ.e. ef henni er fylgt. Svo er bara að sjá hversu viljugir loðdýraræktendur eru að fara eftir henni. (Ég er hæfilega bjartsýn.)
Svellkátur
Að lokum ein krúttfrétt frá ársbyrjun. Bændur sóttu fé í sjálfheldu á gamlársdag og notuðu snjóþotu til að flytja lambhrút. Hrúturinn sést á myndbandi með fréttinni og þótt hljóðið sé ekki gott finnst mér ég greina „víííí“ gegnum vindgnauðið.
Efnisorð: dýravernd, feminismi, Fjölmiðlar, Innflytjendamál, karlmenn, Klám, Nauðganir, pólitík, rasismi, trú
<< Home