Tortóla skyggði á mars
Undanfarnar tvær vikur hafa verið lagðar undir hagrænar hagræðingar forsætisráðherra og nú síðast annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Og kannski ekki allt upptalið enn af því aflandseyjafélagaliði.
En það var hitt og þetta annað sem gerðist í mars, áður en skattaskjólaumræðan heltók líf okkar (mitt) og hér skal gerð grein fyrir nokkru af því á síðasta degi mánaðarins.
Tryggingafélögin
Eitt af því sem gæti hæglega fallið í gleymsku og dá er að tryggingafélögin sem ætluðu að greiða skrilljónir í arðgreiðslur kiknuðu undan almenningsálitinu og lækkuðu arðgreiðslurnar talsvert (nema TM). Það segir okkur einfaldlega að aðhald fjölmiðla og viðbrögð neytenda/samfélagsins skiptir gríðarlegu máli – og getur haft áhrif.
En tryggingafélögin lækkuðu ekki arðgreiðslurnar með glöðu geði. Fyrst í stað héldu þau fast við fyrri ákvörðun en eftir að fjöldi viðskiptavina hafði horfið á braut (eða hótað því) létu þau undan.
En í dag birtist svo frétt um að greiningardeild Capacent héldi því fram að arðgreiðslurnar sem voru fyrirhugaðar hafi ekki verið of háar „út frá viðskiptalegum forsendum“. Það er nokkuð ljóst að tryggingafélögin pöntuðu þetta álit.
„Arðgreiðslurnar sem ákvarðaðar voru í byrjun árs, sem eru eina leiðin fyrir hluthafa að fá ávöxtun á sínu fé, voru ekki of háar út frá viðskiptalegum forsendum. Við ætlum ekki að leggja mat á það hvað fólki finnst og hvað sé rétt eða rangt pólitískt. En hreint og klárt viðskiptalega, þegar ekki er búið að greiða út arð í langan tíma og peningurinn er búinn að safnast upp inni í félaginu, þá geturðu tekið ákvörðun um að annaðhvort greiða arðinn út til eigenda eða til tryggingahafa,“ segir hinn aðkeypti sérfræðingur Capacent.
Hæfilegilegar launahækkanir hæfra manna
Laun forstjóra hafa hækkað umfram launavísitölu en Þorsteini Víglundssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins segir að þeir (þ.m.t. hann sjálfur) hafi sýnt gott fordæmi í launahækkunum því hlutfallslega hækkuðu aðrir launahópar meira. Við þessu segir Óli Kristján Ármannsson í leiðara:
Eðal hafnarverkamenn
Kjaraviðræður starfsmanna í álverinu í Straumsvík breyttu verulega um stefnu þegar skrifstofublækur gengu í störf hafnarverkamanna. Enn og aftur er verið að hygla auðvaldi á kostnað launamanna.
Áttu þeir að gjalda frændseminnar?
Fjármálaeftirlitið hefur nú staðfest það sem allir vissu, að Landsbankinn var í tómu tjóni þegar gullgæsin Borgun var seld til frænda Bjarna Ben. (Muniði eftir Bjarna Ben? Það er ágætt því það er ekki víst að hann muni eftir sér sjálfur, hvað þá hvar hann lagði frá sér skattaskjólin.)
Þrælahald undir jökli
Í febrúar komst upp um þrælahald í Vík í Mýrdal. Um miðjan mars kom í ljós að það mál fékk síður en svo farsælan endi því konurnar sem beittar höfðu verið þessum órétti fengu smánarlega meðferð af hendi yfirvalda og hrökkluðust úr landi. Það er svo auðvitað hneyksli útaf fyrir sig að viðbragðsteymi vegna mansals hafi boðið konunum að vinna sjálfboðavinnu – svona eins og þær væru ekki búnar að vinna nóg án þess að fá almennilega borgað. En innanríkisráðuneytið ætlar í framhaldinu að taka mið af ábendingum sem gerðar hafa verið vegna verklags í mansalsmálum.
Jafnréttisstofa getur ekki gert neitt rétt
Jafnréttisstofu leist ekki á nefnd sem innanríkisráðherra skipaði því í henni áttu að sitja þrjár konur og einn karl, en kynjajafnrétti á auðvitað að gilda í nefndum á vegum hins opinbera. Nefnd þessi á í ofanálag að undirbúa heimild fyrir skiptri búsetu barna, málefni sem margir karlar brenna fyrir . Varð því úr, eftir afskipti Jafnréttisstofu, innanríkisráðherra tók sér aftur tak og bætti nú tveimur körlum við þessa nefnd. Átakanlegur skortur var á húrrahrópum karla.
Af níu athugasemdum við frétt um að jafnréttisstýra óskaði eftir skýringum innanríkisráðherra, voru átta neikvæðar, flestar gengu þær útá að kynjahlutfall hjá Jafnréttisstofu. (Ótrúlegt en satt: Friðgeir Sveinsson átti einu jákvæðu athugasemdina.) Þegar í ljós kom að innnaríkisráðherra hafði farið að ábendingu Jafnréttisráðs urðu hreinlega engin fagnaðarlæti heldur nöldruðu tveir þekktir andfeministar um kynjahlutföll í nefndum þar sem konur eru í meirihluta.
Kannski útafþví að „karlar“ eru ekki lengur í heitinu?
Jafnrétti eins og karlar hafa óskað eftir því hefur samt greinilega komist á dagskrá víðar (þótt þeir fagni aldrei slíkum áföngum) þá hefur meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar nú skipt um nafn – og heitir nú Heimilisfriður: Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum vegna þess að það er einnig fyrir og á að höfða til kvenna sem beita ofbeldi. En eins og meðferðaraðilarnir segja:
Valdabarátta innan kirkjunnar (fyrst núna)
Deilur innan þjóðkirkjunnar rötuðu í fréttir. Þrír lögfræðingar voru fengnir til að greina, skýra og gefa álit á ábyrgð biskups annars vegar og kirkjuráðs hins vegar. Ástæðan var deilur kirkjuráðs og biskups um völd innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaða skýrslu þeirra er sú að „biskup teljist lægra sett stjórnvald gagnvart ráðinu, að minnsta kosti um þau verkefni kirkjunnar sem unnt er að bera undir kirkjuráð og falla undir úrlausnarvald þess“.
Ómar Ragnarsson kom með ágæta athugasemd af þessu tilefni:
Framsókn og umhverfið
Ómar segir annars áhugaverða sögu á bloggi sínu (eða ölluheldur í athugasemd við eigið blogg), sem liggur beint við að líma beint hér inn.
Nokkrar góðar greinar að lokum
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir skrifaði frábæra grein sem ber heitið „Stríðið gegn kærendum kynferðisbrota“, og fjallar um Villa Vill og Svein Andra.
Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi hefur skrifað tvær ágætar greinar gegn brennivín-í-búðir frumvarpinu. Sú fyrri snýr talsvert að félagslegum vandamálum í ákveðnu sveitarfélagi, hin síðari fjallar um heimilisofbeldi og afleiðingar þess á geðheilbrigði barna. Það er mikilvægt að þessum hliðum málsins sé velt upp og Ólafur gerir það vel.
Kristín Jónsdóttir skrifaði um klámskoðanir Siggu Daggar kynfræðings, og er pistill hennar á Knúzinu góður lestur.
Annað gott knúz er þýdd grein um Amnesty, vændi og mansal, þar sem kemur í ljós að ráðgjafi Amnesty, þegar verið var að taka umdeilda ákvörðun um afglæpavæðingu vændis, hefur verið dæmd fyrir mansal.
En það var hitt og þetta annað sem gerðist í mars, áður en skattaskjólaumræðan heltók líf okkar (mitt) og hér skal gerð grein fyrir nokkru af því á síðasta degi mánaðarins.
Tryggingafélögin
Eitt af því sem gæti hæglega fallið í gleymsku og dá er að tryggingafélögin sem ætluðu að greiða skrilljónir í arðgreiðslur kiknuðu undan almenningsálitinu og lækkuðu arðgreiðslurnar talsvert (nema TM). Það segir okkur einfaldlega að aðhald fjölmiðla og viðbrögð neytenda/samfélagsins skiptir gríðarlegu máli – og getur haft áhrif.
En tryggingafélögin lækkuðu ekki arðgreiðslurnar með glöðu geði. Fyrst í stað héldu þau fast við fyrri ákvörðun en eftir að fjöldi viðskiptavina hafði horfið á braut (eða hótað því) létu þau undan.
En í dag birtist svo frétt um að greiningardeild Capacent héldi því fram að arðgreiðslurnar sem voru fyrirhugaðar hafi ekki verið of háar „út frá viðskiptalegum forsendum“. Það er nokkuð ljóst að tryggingafélögin pöntuðu þetta álit.
„Arðgreiðslurnar sem ákvarðaðar voru í byrjun árs, sem eru eina leiðin fyrir hluthafa að fá ávöxtun á sínu fé, voru ekki of háar út frá viðskiptalegum forsendum. Við ætlum ekki að leggja mat á það hvað fólki finnst og hvað sé rétt eða rangt pólitískt. En hreint og klárt viðskiptalega, þegar ekki er búið að greiða út arð í langan tíma og peningurinn er búinn að safnast upp inni í félaginu, þá geturðu tekið ákvörðun um að annaðhvort greiða arðinn út til eigenda eða til tryggingahafa,“ segir hinn aðkeypti sérfræðingur Capacent.
Hæfilegilegar launahækkanir hæfra manna
Laun forstjóra hafa hækkað umfram launavísitölu en Þorsteini Víglundssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins segir að þeir (þ.m.t. hann sjálfur) hafi sýnt gott fordæmi í launahækkunum því hlutfallslega hækkuðu aðrir launahópar meira. Við þessu segir Óli Kristján Ármannsson í leiðara:
„En er það í raun svo að gangi upp að horfa á hlutfallshækkun launa og dæma launaþróunina út frá því? Prósentuhækkunin vegur nefnilega misþungt eftir því hvaðan er reiknað.Mér finnst þetta svo gott hjá Óla Kristjáni að minnir mig helst á eigin gagnrýni á hækkun matarskattar, sem er eitt af þeim verkum sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs getur stært sig af, og mun hann eflaust telja það upp sem eitt af sínum glæstustu afrekum, þegar rætt verður um vantraust á þingi.
Ef launamaður með 300 þúsund krónur í laun fær 6,5 prósenta hækkun fara laun hans í 319.500. Kallar slík hækkun á að laun stjórnanda með 1,8 milljónir króna taki sömu hlutfallhækkun? Hærri launin færu þá í ríflega 1,9 milljónir króna, hækkuðu um 117 þúsund krónur á meðan launamaðurinn hækkar um rúmar 19 þúsund krónur.
Við rúmlega sex prósenta hækkun á hvorum tveggja vígstöðvum eykst launamunurinn í þessu dæmi um 97.500 krónur, eða um fimmfalda þá hækkun sem launamaðurinn með þrjúhundruðþúsundkallinn fékk í sinn hlut.
Ætlar einhver í alvörunni að halda því fram að þarna sé um að ræða þróun sem ekki stefnir í óefni?“
Eðal hafnarverkamenn
Kjaraviðræður starfsmanna í álverinu í Straumsvík breyttu verulega um stefnu þegar skrifstofublækur gengu í störf hafnarverkamanna. Enn og aftur er verið að hygla auðvaldi á kostnað launamanna.
Áttu þeir að gjalda frændseminnar?
Fjármálaeftirlitið hefur nú staðfest það sem allir vissu, að Landsbankinn var í tómu tjóni þegar gullgæsin Borgun var seld til frænda Bjarna Ben. (Muniði eftir Bjarna Ben? Það er ágætt því það er ekki víst að hann muni eftir sér sjálfur, hvað þá hvar hann lagði frá sér skattaskjólin.)
Þrælahald undir jökli
Í febrúar komst upp um þrælahald í Vík í Mýrdal. Um miðjan mars kom í ljós að það mál fékk síður en svo farsælan endi því konurnar sem beittar höfðu verið þessum órétti fengu smánarlega meðferð af hendi yfirvalda og hrökkluðust úr landi. Það er svo auðvitað hneyksli útaf fyrir sig að viðbragðsteymi vegna mansals hafi boðið konunum að vinna sjálfboðavinnu – svona eins og þær væru ekki búnar að vinna nóg án þess að fá almennilega borgað. En innanríkisráðuneytið ætlar í framhaldinu að taka mið af ábendingum sem gerðar hafa verið vegna verklags í mansalsmálum.
Jafnréttisstofa getur ekki gert neitt rétt
Jafnréttisstofu leist ekki á nefnd sem innanríkisráðherra skipaði því í henni áttu að sitja þrjár konur og einn karl, en kynjajafnrétti á auðvitað að gilda í nefndum á vegum hins opinbera. Nefnd þessi á í ofanálag að undirbúa heimild fyrir skiptri búsetu barna, málefni sem margir karlar brenna fyrir . Varð því úr, eftir afskipti Jafnréttisstofu, innanríkisráðherra tók sér aftur tak og bætti nú tveimur körlum við þessa nefnd. Átakanlegur skortur var á húrrahrópum karla.
Af níu athugasemdum við frétt um að jafnréttisstýra óskaði eftir skýringum innanríkisráðherra, voru átta neikvæðar, flestar gengu þær útá að kynjahlutfall hjá Jafnréttisstofu. (Ótrúlegt en satt: Friðgeir Sveinsson átti einu jákvæðu athugasemdina.) Þegar í ljós kom að innnaríkisráðherra hafði farið að ábendingu Jafnréttisráðs urðu hreinlega engin fagnaðarlæti heldur nöldruðu tveir þekktir andfeministar um kynjahlutföll í nefndum þar sem konur eru í meirihluta.
Kannski útafþví að „karlar“ eru ekki lengur í heitinu?
Jafnrétti eins og karlar hafa óskað eftir því hefur samt greinilega komist á dagskrá víðar (þótt þeir fagni aldrei slíkum áföngum) þá hefur meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar nú skipt um nafn – og heitir nú Heimilisfriður: Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum vegna þess að það er einnig fyrir og á að höfða til kvenna sem beita ofbeldi. En eins og meðferðaraðilarnir segja:
„[Það] er rökrétt að þróunin hafi verið sú að fyrst er athyglinni beint að heimilisofbeldi þar sem karlar eru gerendur og konur þolendur og meðferðar- og stuðningsúrræði þróuð út frá þörfum þeirra, en síðan sé athyglinni beint að stuðningi við karla sem eru þolendur og meðferð fyrir konur sem eru gerendur.“Engin athugasemd var skrifuð við greinina.
Valdabarátta innan kirkjunnar (fyrst núna)
Deilur innan þjóðkirkjunnar rötuðu í fréttir. Þrír lögfræðingar voru fengnir til að greina, skýra og gefa álit á ábyrgð biskups annars vegar og kirkjuráðs hins vegar. Ástæðan var deilur kirkjuráðs og biskups um völd innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaða skýrslu þeirra er sú að „biskup teljist lægra sett stjórnvald gagnvart ráðinu, að minnsta kosti um þau verkefni kirkjunnar sem unnt er að bera undir kirkjuráð og falla undir úrlausnarvald þess“.
Ómar Ragnarsson kom með ágæta athugasemd af þessu tilefni:
„Spurning er hvort það sé eðlilegt að þegar kona er í fyrsta sinn biskup skuli það koma upp þá fyrst að vald biskups sé minna en kirkjuráðs.“Ja eitthvað varð að gera við þessu skelfingarástandi.
Framsókn og umhverfið
Ómar segir annars áhugaverða sögu á bloggi sínu (eða ölluheldur í athugasemd við eigið blogg), sem liggur beint við að líma beint hér inn.
„Eina trúnaðar/einkasamtalið frá þessum tíma, sem ég get aflétt trúnaði af var einkasamtal við Finn Ingólfsson, sem ég vitna í í áttblöðungnum 2006, en hann sagði við mig að það yrði að halda uppi stanslausum virkjana- og stóriðjuframkvæmdum, af því að annars kæmi kreppa og atvinnuleysi. Ég spurði hvað ætti að gera þegar búið væri að virkja allt og ekkert væri eftir svaraði hann: "Það verður verkefni þeirrar kynslóðar sem þá verður uppi."Finnur er alvöru framsóknarmaður og iðrast einskis.
Sem sagt, við báðir dauðir og allt í fína lagi.
Ég hitti Finn í afmælisveislu fyrir þremur árum og sagði honum, að ég hefði haldið trúnað við hann í öll þessi ár, af þvi að það væri prinsíp hjá blaðamanni. Þá sagði hann, að það væri alveg óþarfi fyrir mig, hann stæði við þessi orð sín og ég hefði allan tímann mátt hafa þetta eftir honum.“
Nokkrar góðar greinar að lokum
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir skrifaði frábæra grein sem ber heitið „Stríðið gegn kærendum kynferðisbrota“, og fjallar um Villa Vill og Svein Andra.
„Sjaldan hefur verið jafn harkalega gengið fram gegn þeim sem kæra kynferðisbrot og undanfarið, þegar þeir hafa verið kærðir á móti fyrir rangar sakargiftir og jafnvel nauðgun. Gagnsóknin gegn opinni umræðu um kynferðisbrot er hafin og þar fara tveir lögmenn fremstir í flokki.“
Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi hefur skrifað tvær ágætar greinar gegn brennivín-í-búðir frumvarpinu. Sú fyrri snýr talsvert að félagslegum vandamálum í ákveðnu sveitarfélagi, hin síðari fjallar um heimilisofbeldi og afleiðingar þess á geðheilbrigði barna. Það er mikilvægt að þessum hliðum málsins sé velt upp og Ólafur gerir það vel.
Kristín Jónsdóttir skrifaði um klámskoðanir Siggu Daggar kynfræðings, og er pistill hennar á Knúzinu góður lestur.
Annað gott knúz er þýdd grein um Amnesty, vændi og mansal, þar sem kemur í ljós að ráðgjafi Amnesty, þegar verið var að taka umdeilda ákvörðun um afglæpavæðingu vændis, hefur verið dæmd fyrir mansal.
Efnisorð: feminismi, frjálshyggja, kapítalismi, karlmenn, Klám, Nauðganir, pólitík, sjálfstæðismenn, trú, umhverfismál, Verkalýður, vændi
<< Home