Eru þeir sem telja sig hafna yfir íslenska hagkerfið bestir til að stýra því?
Koma fréttir um að Bjarni Ben sé á lista yfir eigendur aflandseyjafélaga í alvöru á óvart? Og sjálfstæðismanna yfirleitt? Það verður auðvitað fróðlegt að sjá listann (og vonandi enginn sem ég þarf að missa álit á við lestur hans), og verður skemmtilegt að heyra hvern einasta skattaskjólsþingmann útskýra vandlega hvernig hann hafi í raun aldrei grætt á því og hafi alltaf borgað af því skatt og hafi barasta alveg gleymt í hvaða landi félagið sé skráð eða hann hafi átt skúffu á Tortóla.
Það eina undarlega er að þetta fólk hafi komist til valda. Þrátt fyrir augljós tengsl Bjarna við hrunvalda var hann kosinn til áhrifa. Hvað voru kjósendur að hugsa? Munu þeir aftur skila xD kjörseðli í næstu þingkosningum, eða xB? Slá striki yfir ekki bara aðdraganda hrunsins, heldur þetta kjörtímabil líka og láta þessa svívirðilegu eiginhagsmunaflokka enn einu sinni setjast að kjötkötlunum? Sem þó kæmi ekki á óvart heldur.
Það eina undarlega er að þetta fólk hafi komist til valda. Þrátt fyrir augljós tengsl Bjarna við hrunvalda var hann kosinn til áhrifa. Hvað voru kjósendur að hugsa? Munu þeir aftur skila xD kjörseðli í næstu þingkosningum, eða xB? Slá striki yfir ekki bara aðdraganda hrunsins, heldur þetta kjörtímabil líka og láta þessa svívirðilegu eiginhagsmunaflokka enn einu sinni setjast að kjötkötlunum? Sem þó kæmi ekki á óvart heldur.
Efnisorð: framsókn, frjálshyggja, sjálfstæðismenn
<< Home