Hafnarverkamenn á ofurlaunum
Það telst til tíðinda hve vel launaðir hafnarverkamennirnir í Straumsvík eru nú um stundir.
„Í síðasta tekjublaði Frjálsar verslunar var Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi með 6.349.000 krónur á mánuði. Samstarfsmaður hennar á bryggjunni Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis var með 2.181.000 kr. á mánuði.“ Þær hafa unnið ásamt öðrum stjórnendum og stjórnarmönnum Rio Tinto Alcan við að skipa út áli, í því skyni að eyðileggja fyrir verkalýðsbaráttu starfsmanna álversins.
Í frétt Vísis um þetta framferði stjórnenda álfélagsins er vitnað í pistil eftir Guðmund Ragnarsson, formann félags vélstjóra og málmtæknimanna, sem ræddi meðal annars laun nýliðanna á hafnarbakkanum, eins og vitnað er til hér að ofan. Einnig segir Guðmundur:
Það er sannarlega lágt lagst.
„Í síðasta tekjublaði Frjálsar verslunar var Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi með 6.349.000 krónur á mánuði. Samstarfsmaður hennar á bryggjunni Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis var með 2.181.000 kr. á mánuði.“ Þær hafa unnið ásamt öðrum stjórnendum og stjórnarmönnum Rio Tinto Alcan við að skipa út áli, í því skyni að eyðileggja fyrir verkalýðsbaráttu starfsmanna álversins.
Í frétt Vísis um þetta framferði stjórnenda álfélagsins er vitnað í pistil eftir Guðmund Ragnarsson, formann félags vélstjóra og málmtæknimanna, sem ræddi meðal annars laun nýliðanna á hafnarbakkanum, eins og vitnað er til hér að ofan. Einnig segir Guðmundur:
„Ég velti fyrir mér hver sé sjálfsvirðing þess fólks sem nú starfar við útskipun í álveri auðhringsins Rio Tinto Alcan. Fólkið gengur lengra og lengra í að brjóta niður þau gildi sem hafa verið þróuð á íslenskum vinnumarkaði í áratugi.
Verður hægt að bera virðingu fyrir svona einstaklingum sem leggja sig svo lágt að ganga blint í að þóknast erlendum auðhring og brjóta niður íslensk gildi. Einhvertíma og einhversstaðar hefði fólk verið kallað leiguþý og jafnvel landráðamenn fyrir að vinna gegn hagsmunum eigin samfélags. Eins og gert er nú í Straumsvík.“
Það er sannarlega lágt lagst.
Efnisorð: stóriðja, Verkalýður
<< Home