Deja fokking vu
Stundum er eins og allt það sem gerðist í aðdraganda hrunsins sé að gerast aftur – nema núna er erfiðara að horfa uppá það því við vitum hvernig það endar. Enn verra er að vitum að þeir sem eru nú að taka annan snúning eru sér líka meðvitaðir um það en er skítsama.
Baldur Guðlaugsson sérlegur Eimreiðarfélagi Davíðs Oddsonar, var dæmdur fyrir innherjasvik því hann notaði sér vitneskju sem hann hafði sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu til að losa sig við hlutabréf áður en allt hrundi. Hann hefur nú verið handvalinn til að stýra hæfnisnefnd. Kannski ekki merkilegasta nefnd í heimi eða mesta ábyrgðarhlutverk, en þetta sýnir að honum er enn treyst fyrir ábyrgðarstöðum innan stjórnsýslunnar þótt hann hafi notað ábyrgðarstöðuna sem ráðuneytisstjóri til að forða sjálfum sér frá fjárhagstjóni. Að sama skapi treysti Sjálfstæðisflokkurinn líka Árna Johnsen sem einnig lauk refsivist, hleypti honum inná þing aftur, og nú gengur hann um skúffur ráðherra og eys upp fé.
Og talandi um innherjaupplýsingar. Hallgrímur Helgason skrifaði fyrir margt löngu um aðkomu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra (þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar) að Vafningsmálinu, en í kjölfar þess seldi Bjarni öll sín hlutabréf í Glitni. Þingmaðurinn Bjarni hafði vitneskju um það sem var að gerast, en notaði það til að bjarga eigin skinni eins og Guðlaugur.
Bjarni Ben og viðskiptafélagar hans frá Vafningi koma svo enn við sögu í því máli sem hæst ber þessa dagana, Borgunarmálinu. Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun til Einars Sveinssonar og félaga sem er nógu tortryggilegt þar sem að Einar er föðurbróðir fjármálaráðherrans og einn aðalmaðurinn í Vafningsmálinu, ef ekki bættist við að engum öðrum bauðst að kaupa hlutinn. Í ofanálag mun Borgun græða fúlgur fjár á næstunni, og Landsbankinn því verða af gróða sem annars hefði fallið í skaut bankans, þá fer að verða ansi merkilegt hvað sömu mennirnir í sömu fjölskyldunni eru alltaf óvart réttu megin við gróðastrikið. (Og það verður sífellt ótrúlegra að Bjarni sé ekki með í bissnesnum og græði á þessu öllu á tá og fingri.)
Bankastjóri Landsbankans sver auðvitað af sér að hafa vitað að hann var að selja svo verðmætan hlut úr bankanum (ætli hann trúi því líka að hann hafi ekki vitað að fjölskylda Bjarna Ben væri að kaupa?) og lætur sem þetta komi sér allt mjög á óvart. Sami bankastjóri fékk 41% launahækkun í desember síðastliðinn, eða auka 565 þúsund krónur á mánuði, svo að nú samræmast þau loksins „ábyrgð, starfsskyldum, vinnuframlagi og árangri í starfi“. Við höfum einmitt séð áður hvernig launakjör bankastjóra eru alveg í hnífjöfnu samræmi við ábyrgðina sem þeir taka á eigin verkum. Eða þannig.
Bjarni Benediktsson hefur tekið þá afstöðu að spila sig hneykslaðan á sölunni á Borgun og lætur eins og þetta komi sér ekkert við nema sem ábyrgum fjármála-og efnahagsráðherra. Samt er einhvernveginn svona í ljósi Vafningsmálsins þar sem hann skrifaði uppá pappíra sem hann þykist enn ekki vita hvað fælu í sér, og að hann skráði sig inná framhjáhaldsvefsíðu sem hann útskýrir síðar með enn fáránlegri hætti, að það er eins og það hann virki ekki mjög sannfærandi.
Fjármálaráðherra sem lýgur að þjóðinni, Eimreiðar-Baldur kominn á stjá í stjórnsýslunni, Árni Johnsen fær sérmeðferð, bankastjóri á ofurlaunum stendur ekki undir ábyrgðarhlutverki sínu.
Þetta er óþægilega kunnuglegt.
Baldur Guðlaugsson sérlegur Eimreiðarfélagi Davíðs Oddsonar, var dæmdur fyrir innherjasvik því hann notaði sér vitneskju sem hann hafði sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu til að losa sig við hlutabréf áður en allt hrundi. Hann hefur nú verið handvalinn til að stýra hæfnisnefnd. Kannski ekki merkilegasta nefnd í heimi eða mesta ábyrgðarhlutverk, en þetta sýnir að honum er enn treyst fyrir ábyrgðarstöðum innan stjórnsýslunnar þótt hann hafi notað ábyrgðarstöðuna sem ráðuneytisstjóri til að forða sjálfum sér frá fjárhagstjóni. Að sama skapi treysti Sjálfstæðisflokkurinn líka Árna Johnsen sem einnig lauk refsivist, hleypti honum inná þing aftur, og nú gengur hann um skúffur ráðherra og eys upp fé.
Og talandi um innherjaupplýsingar. Hallgrímur Helgason skrifaði fyrir margt löngu um aðkomu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra (þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar) að Vafningsmálinu, en í kjölfar þess seldi Bjarni öll sín hlutabréf í Glitni. Þingmaðurinn Bjarni hafði vitneskju um það sem var að gerast, en notaði það til að bjarga eigin skinni eins og Guðlaugur.
Bjarni Ben og viðskiptafélagar hans frá Vafningi koma svo enn við sögu í því máli sem hæst ber þessa dagana, Borgunarmálinu. Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun til Einars Sveinssonar og félaga sem er nógu tortryggilegt þar sem að Einar er föðurbróðir fjármálaráðherrans og einn aðalmaðurinn í Vafningsmálinu, ef ekki bættist við að engum öðrum bauðst að kaupa hlutinn. Í ofanálag mun Borgun græða fúlgur fjár á næstunni, og Landsbankinn því verða af gróða sem annars hefði fallið í skaut bankans, þá fer að verða ansi merkilegt hvað sömu mennirnir í sömu fjölskyldunni eru alltaf óvart réttu megin við gróðastrikið. (Og það verður sífellt ótrúlegra að Bjarni sé ekki með í bissnesnum og græði á þessu öllu á tá og fingri.)
Bankastjóri Landsbankans sver auðvitað af sér að hafa vitað að hann var að selja svo verðmætan hlut úr bankanum (ætli hann trúi því líka að hann hafi ekki vitað að fjölskylda Bjarna Ben væri að kaupa?) og lætur sem þetta komi sér allt mjög á óvart. Sami bankastjóri fékk 41% launahækkun í desember síðastliðinn, eða auka 565 þúsund krónur á mánuði, svo að nú samræmast þau loksins „ábyrgð, starfsskyldum, vinnuframlagi og árangri í starfi“. Við höfum einmitt séð áður hvernig launakjör bankastjóra eru alveg í hnífjöfnu samræmi við ábyrgðina sem þeir taka á eigin verkum. Eða þannig.
Bjarni Benediktsson hefur tekið þá afstöðu að spila sig hneykslaðan á sölunni á Borgun og lætur eins og þetta komi sér ekkert við nema sem ábyrgum fjármála-og efnahagsráðherra. Samt er einhvernveginn svona í ljósi Vafningsmálsins þar sem hann skrifaði uppá pappíra sem hann þykist enn ekki vita hvað fælu í sér, og að hann skráði sig inná framhjáhaldsvefsíðu sem hann útskýrir síðar með enn fáránlegri hætti, að það er eins og það hann virki ekki mjög sannfærandi.
Fjármálaráðherra sem lýgur að þjóðinni, Eimreiðar-Baldur kominn á stjá í stjórnsýslunni, Árni Johnsen fær sérmeðferð, bankastjóri á ofurlaunum stendur ekki undir ábyrgðarhlutverki sínu.
Þetta er óþægilega kunnuglegt.
Efnisorð: hrunið
<< Home