Leikreglum breytt
Frétt sem ég las á vef Ríkisútvarpsins í morgunsárið vakti athygli mína, en ekki beinlínis undrun. Þar var sagt frá því að nú sé ekki lengur tekið eins mikið mark á menntun fólks þegar það sækir um, heldur er meira mark tekið á reynslu umsækjenda.
Fyrir löngu síðan skrifaði ég örlítið um þetta, og þá á þessa leið:
Síðan ég skrifaði þetta hafa konur í enn meiri mæli aflað sér menntunar, og stunda mun fleiri konur nú háskólanám en karlar. En nú hafa semsagt stórfyrirtæki á borð við PricewaterhouseCoopers, Penguin og Ernst&Young fellt niður skilyrði um háskólagráðu við ráðningar, og framkvæmdastjóri starsfmannasviðs Icelandair segir of mikið einblínt á menntun.
Á sama tíma hefur atvinnuleysi háskólamenntaðra kvenna aukist ef eitthvað er. Mér er fyrirmunað að líta á þetta allt sem ótengdar tilviljanir.
Fyrir löngu síðan skrifaði ég örlítið um þetta, og þá á þessa leið:
Þegar konur voru almennt minna menntaðar en karlar, voru ekki með stúdentspróf eða bara með stúdentspróf en karlar með háskólapróf, þá var ástæða þess að þær fengju síður störf eða síður háar stöður sögð vera menntunarleysi þeirra og að menntun skipti öllu máli þegar ráðið væri í störf.
[…]
Konur sækja háskóla núorðið meira og hafa ekki síðri og oft meiri menntun en karlmenn sem sækja um sömu stöður eða bjóða sig fram til starfa (þ.á m. í framboðum), þá skiptir alltíeinu reynsla meira máli við mannaráðningar, svo og ‘keppnisskap’ eða álíka mannkostir.
Síðan ég skrifaði þetta hafa konur í enn meiri mæli aflað sér menntunar, og stunda mun fleiri konur nú háskólanám en karlar. En nú hafa semsagt stórfyrirtæki á borð við PricewaterhouseCoopers, Penguin og Ernst&Young fellt niður skilyrði um háskólagráðu við ráðningar, og framkvæmdastjóri starsfmannasviðs Icelandair segir of mikið einblínt á menntun.
Á sama tíma hefur atvinnuleysi háskólamenntaðra kvenna aukist ef eitthvað er. Mér er fyrirmunað að líta á þetta allt sem ótengdar tilviljanir.
Efnisorð: feminismi, menntamál, Verkalýður
<< Home