Bankamannablús
Í Fréttablaðinu hafa með dags millibili birst tvær greinar eftir fyrrverandi bankamenn þar sem annar þeirra ver Sigurð Einarsson en hinn, sem einnig hefur hlotið dóm eins og Sigurður en áfrýjaði dómnum, ver sjálfan sig í greininni.
Fyrri greinin er eftir Jónas Sigurgeirsson sem er óhamingjusamur fyrir hönd Sigurðar Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings og núverandi fanga á Kvíabryggju (hvar hann býr ekki á fangagangi eins og almúginn heldur í einbýlishúsi). Gert var grín að fyllerísröfli Sigurðar í áramótaskaupinu (sem var ófyndið) en það þykir Jónasi „lágkúruleg grimmd“. Þess má geta að Jónas þessi Sigurgeirsson er framkvæmdastjóri Bókafélagsins* sem hefur m.a. gefið út Mannasiði Gillz og Heilræði Gillz, svona svo því til sé til skila haldið að Jónas ber skynbragð á lágkúru þegar hann sér hana. Honum finnst einnig greinilega ágætt dreifa lágkúru þótt hann eigi erfitt með að þola tilhugsunina um að hlegið sé að Sigurði Einarssyni í áramótaskaupinu.
Ekki tekur Jónas fram hvort hann er aftur kominn í hlutverk upplýsingafulltrúa Kaupþings eins og á árum áður, og fær borgað fyrir að skrifa varnargreinina fyrir Sigurð eða hvort hann fær feitt djobb næst þegar Sigurði verður treyst til að reka fjármálafyrirtæki af sverari gerðinni, en ljóst er af orðum Jónasar að dómar yfir bankamönnum (sem eru fjölskyldumenn og afburðanámsmenn, en dæmdir menn eru eins og kunnugt er ávallt barnlausir einstæðingar með lesblindu) eru „fórnarlömb skipulegrar aðfarar“.**
Jónas segir einnig að þessir dæmdu einstaklingar eigi það sammerkt að þeir telja sig ekkert rangt hafa gert – og er þar eingöngu að tala um bankamennina, en það vill nú svo til að fæstir þeirra sem hljóta refsidóma telja sig seka; fangelsin eru full af saklausum mönnum – ef þú spyrð þá sjálfa.
Seinni greinin er skrifuð af Þorvaldi Lúðvík Sigurjónsssyni en hann hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsisvist í héraði og hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Fátítt mun að dæmdir menn skrifi varnargreinar í blöð, en Fréttablaðið birtir greinina auðvitað myndum skreytta. Þar talar Þorvaldur um „grímulausa misbeitingu ákæruvalds“ og gagnrýnir svo dómarann í máli sínu, og reynir að gera hann tortryggilegan. Sjálfur játar Þorvaldur aðeins að „hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008“ en segist þó ekkert hafa gert rangt og „myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur“.*** Svo líkir hann máli sínu (og annarra bankstera) við mál hjúkrunarfræðingsins sem var dregin fyrir dómstóla vegna mannsláts á vaktinni hennar; Hafskipsmálið;**** og Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Það er auðvitað frekar magnað að sjá banksterunum líkt við hjúkrunarfræðinginn, eða þeim og ógæfuunglingunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Lifðu ekki þessir bankamenn hátt, og voru á ofurlaunum vegna þess að þeir báru svo mikla ábyrgð? Í hverju átti sú ábyrgð að felast ef enginn þarf að sæta ábyrgð þegar bankakerfið reynist standa á slíkum brauðfótum að það hrynur?
Það má vera að fjárglæframönnunum þyki langt seilst til að finna eitthvað til að dæma þá fyrir. Jónas segir að það virðist enginn grunur sé um að „hinir ákærðu og dæmdu bankamenn hafi skotið undan fjármunum“, þeir séu dæmdir fyrir allt annað. Al Capone fékkst heldur aldrei dæmdur fyrir margvíslega glæpi sína og skipulögðu glæpastarfsemi. En hann endaði í fangelsi að lokum því það tókst að nappa hann fyrir skattsvik. Og sannarlega átti hann skilið að sitja inni. Eflaust vildu margir Íslendingar sjá helstu gerendur í útrás og bankastarfsemi dæmda fyrir ákkúrat og nákvæmlega það sem þeir gerðu (og skila skattaskjólspeningunum takk!) en ef umboðssvik koma þeim í fangelsi, þá er fínt að dæma þá fyrir umboðssvik.
Þessi greinaskrif Jónasar og Þorvaldar Lúðvíks hljóta að eiga að vera liður í þeirri herferð sem lengi hefur staðið, ekki síst á síðum Fréttablaðsins,***** þar sem borið er blak af auðmönnum og bankamönnum (eða þeir skrifa sjálfir fullir heilagrar reiði) og þeir sagðir ranglega ákærðir, illa með þá farið, og saklausir dæmdir. Rétt eins og á Mogganum eru auðjöfrar, bankamenn og meðreiðarsveinar þeirra, í óða önn að endurskrifa söguna þar sem þeir eru saklausir með öllu.
___
* Áslaug Karen Jóhannsdóttir skrifaði fína samantekt um Jónas og lágkúrugreinina og upplýsti lesendur um hver (frjálshyggju)maðurinn er.
„Jónas er nú framkvæmdastjóri Bókafélagsins, forlags í eigu Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi forstjóra dótturfélags Kaupþings í London, og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar háskólaprófessors. Forlagið hefur gefið út nokkrar bækur tengdar hruninu og eftirleik þess. Má þar meðal annars nefna Icesave - afleikur aldarinnar? eftir Sigurð Má Jónsson, núverandi upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, og Andersen skjölin: Rannsóknir eða ofsóknir? eftir Eggert Skúlason, ritstjóra DV. Jónas er að auki framkvæmdastjóri Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt (RNH) sem berst fyrir markaðsfrelsi og gegn ríkisafskiptum. Hannes Hólmsteinn er forstöðumaður rannsókna og ritstjóri rita frá RNH.“
** Viðskiptavinir Kaupþingsbanka voru heldur ekki hrifnir af þeirri skipulögðu aðför að sparifé sínu sem átti sér stað rétt fyrir bankahrun þegar starfsmenn bankans hringdu í eldra fólk með þokkalegar innistæður (þetta var líka gert í Landsbankanum), og buðu því að kaupa hlut í bankanum. Þeir sem þáðu boðið töpuðu öllu fénu. En það má auðvitað ekki kenna blessuðum andskotans Kaupþingstoppunum um það.)
*** Stím-málið sem slíkt vakti ekki slíkan áhuga hjá mér að ég nennti að setja mig inní það. Veit því ekki hvernig Þorvaldur breytti eða hverjar aðstæðurnar voru.
**** Björgólfur Guðmundsson var dæmdur í Hafskipsmálinu og var upphafið að því að hann og sonur hans leituðu allra leiða til að endurheimta æru hans að nýju, og eignuðust m.a. í því skyni banka …
***** [Viðbót] Jón Trausti Reynisson skrifar áhugaverða grein um hagsmunaöfl og hvernig þau reyna að breyta skoðunum lesenda, og nefnir þar 365 miðla (Vísi, Fréttablaðið, Stöð 2) og Moggann sérstaklega.
Fyrri greinin er eftir Jónas Sigurgeirsson sem er óhamingjusamur fyrir hönd Sigurðar Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings og núverandi fanga á Kvíabryggju (hvar hann býr ekki á fangagangi eins og almúginn heldur í einbýlishúsi). Gert var grín að fyllerísröfli Sigurðar í áramótaskaupinu (sem var ófyndið) en það þykir Jónasi „lágkúruleg grimmd“. Þess má geta að Jónas þessi Sigurgeirsson er framkvæmdastjóri Bókafélagsins* sem hefur m.a. gefið út Mannasiði Gillz og Heilræði Gillz, svona svo því til sé til skila haldið að Jónas ber skynbragð á lágkúru þegar hann sér hana. Honum finnst einnig greinilega ágætt dreifa lágkúru þótt hann eigi erfitt með að þola tilhugsunina um að hlegið sé að Sigurði Einarssyni í áramótaskaupinu.
Ekki tekur Jónas fram hvort hann er aftur kominn í hlutverk upplýsingafulltrúa Kaupþings eins og á árum áður, og fær borgað fyrir að skrifa varnargreinina fyrir Sigurð eða hvort hann fær feitt djobb næst þegar Sigurði verður treyst til að reka fjármálafyrirtæki af sverari gerðinni, en ljóst er af orðum Jónasar að dómar yfir bankamönnum (sem eru fjölskyldumenn og afburðanámsmenn, en dæmdir menn eru eins og kunnugt er ávallt barnlausir einstæðingar með lesblindu) eru „fórnarlömb skipulegrar aðfarar“.**
Jónas segir einnig að þessir dæmdu einstaklingar eigi það sammerkt að þeir telja sig ekkert rangt hafa gert – og er þar eingöngu að tala um bankamennina, en það vill nú svo til að fæstir þeirra sem hljóta refsidóma telja sig seka; fangelsin eru full af saklausum mönnum – ef þú spyrð þá sjálfa.
Seinni greinin er skrifuð af Þorvaldi Lúðvík Sigurjónsssyni en hann hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsisvist í héraði og hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Fátítt mun að dæmdir menn skrifi varnargreinar í blöð, en Fréttablaðið birtir greinina auðvitað myndum skreytta. Þar talar Þorvaldur um „grímulausa misbeitingu ákæruvalds“ og gagnrýnir svo dómarann í máli sínu, og reynir að gera hann tortryggilegan. Sjálfur játar Þorvaldur aðeins að „hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008“ en segist þó ekkert hafa gert rangt og „myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur“.*** Svo líkir hann máli sínu (og annarra bankstera) við mál hjúkrunarfræðingsins sem var dregin fyrir dómstóla vegna mannsláts á vaktinni hennar; Hafskipsmálið;**** og Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Það er auðvitað frekar magnað að sjá banksterunum líkt við hjúkrunarfræðinginn, eða þeim og ógæfuunglingunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Lifðu ekki þessir bankamenn hátt, og voru á ofurlaunum vegna þess að þeir báru svo mikla ábyrgð? Í hverju átti sú ábyrgð að felast ef enginn þarf að sæta ábyrgð þegar bankakerfið reynist standa á slíkum brauðfótum að það hrynur?
Það má vera að fjárglæframönnunum þyki langt seilst til að finna eitthvað til að dæma þá fyrir. Jónas segir að það virðist enginn grunur sé um að „hinir ákærðu og dæmdu bankamenn hafi skotið undan fjármunum“, þeir séu dæmdir fyrir allt annað. Al Capone fékkst heldur aldrei dæmdur fyrir margvíslega glæpi sína og skipulögðu glæpastarfsemi. En hann endaði í fangelsi að lokum því það tókst að nappa hann fyrir skattsvik. Og sannarlega átti hann skilið að sitja inni. Eflaust vildu margir Íslendingar sjá helstu gerendur í útrás og bankastarfsemi dæmda fyrir ákkúrat og nákvæmlega það sem þeir gerðu (og skila skattaskjólspeningunum takk!) en ef umboðssvik koma þeim í fangelsi, þá er fínt að dæma þá fyrir umboðssvik.
Þessi greinaskrif Jónasar og Þorvaldar Lúðvíks hljóta að eiga að vera liður í þeirri herferð sem lengi hefur staðið, ekki síst á síðum Fréttablaðsins,***** þar sem borið er blak af auðmönnum og bankamönnum (eða þeir skrifa sjálfir fullir heilagrar reiði) og þeir sagðir ranglega ákærðir, illa með þá farið, og saklausir dæmdir. Rétt eins og á Mogganum eru auðjöfrar, bankamenn og meðreiðarsveinar þeirra, í óða önn að endurskrifa söguna þar sem þeir eru saklausir með öllu.
___
* Áslaug Karen Jóhannsdóttir skrifaði fína samantekt um Jónas og lágkúrugreinina og upplýsti lesendur um hver (frjálshyggju)maðurinn er.
„Jónas er nú framkvæmdastjóri Bókafélagsins, forlags í eigu Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi forstjóra dótturfélags Kaupþings í London, og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar háskólaprófessors. Forlagið hefur gefið út nokkrar bækur tengdar hruninu og eftirleik þess. Má þar meðal annars nefna Icesave - afleikur aldarinnar? eftir Sigurð Má Jónsson, núverandi upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, og Andersen skjölin: Rannsóknir eða ofsóknir? eftir Eggert Skúlason, ritstjóra DV. Jónas er að auki framkvæmdastjóri Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt (RNH) sem berst fyrir markaðsfrelsi og gegn ríkisafskiptum. Hannes Hólmsteinn er forstöðumaður rannsókna og ritstjóri rita frá RNH.“
** Viðskiptavinir Kaupþingsbanka voru heldur ekki hrifnir af þeirri skipulögðu aðför að sparifé sínu sem átti sér stað rétt fyrir bankahrun þegar starfsmenn bankans hringdu í eldra fólk með þokkalegar innistæður (þetta var líka gert í Landsbankanum), og buðu því að kaupa hlut í bankanum. Þeir sem þáðu boðið töpuðu öllu fénu. En það má auðvitað ekki kenna blessuðum andskotans Kaupþingstoppunum um það.)
*** Stím-málið sem slíkt vakti ekki slíkan áhuga hjá mér að ég nennti að setja mig inní það. Veit því ekki hvernig Þorvaldur breytti eða hverjar aðstæðurnar voru.
**** Björgólfur Guðmundsson var dæmdur í Hafskipsmálinu og var upphafið að því að hann og sonur hans leituðu allra leiða til að endurheimta æru hans að nýju, og eignuðust m.a. í því skyni banka …
***** [Viðbót] Jón Trausti Reynisson skrifar áhugaverða grein um hagsmunaöfl og hvernig þau reyna að breyta skoðunum lesenda, og nefnir þar 365 miðla (Vísi, Fréttablaðið, Stöð 2) og Moggann sérstaklega.
Efnisorð: dómar, Fjölmiðlar, frjálshyggja, hrunið
<< Home