Svo verður þetta allt svikið og snúið útúr í hagnaðarskyni
Á góðum degi hefði ég kannski fagnað því að samkomulag nærri 200 ríkja um loftslagsmál er í höfn, og jafnvel verið bjartsýn. En það hvarflar ekki að mér annað en að íslenska ríkisstjórnin noti þennan samning til að spýta í virkjanaframkvæmdir á þeim forsendum að það sé nauðsynlegt að nýta 'græna orku' til þess að skaffa (mengandi) stóriðju ódýrari rafmagn, svo ekki sé talað um sjósenda rafmagnið sem einnig þurfi að virkja fyrir.
Ekki það, íslenska ríkisstjórnin verður örugglega ekki sú eina sem snýr þessum samningi uppá andskotann. En það er gott að til er bjartsýnt fólk, og mikið vildi ég geta samglaðst Huga Ólafssyni og Árna Finnssyni.
Ekki það, íslenska ríkisstjórnin verður örugglega ekki sú eina sem snýr þessum samningi uppá andskotann. En það er gott að til er bjartsýnt fólk, og mikið vildi ég geta samglaðst Huga Ólafssyni og Árna Finnssyni.
Efnisorð: stóriðja, umhverfismál
<< Home