Frelsi frá veseni
Viðtal við formann Heimdallar í helgarblaðinu rifjaði upp fyrir mér áhugaverðar umræður sem áttu sér stað á alþingi 15. október síðastliðinn. Þær fjölluðu um brennivín-í-búðir frumvarpið, en viðtalið við heimdallarformanninn snerist að mestu leyti um áfengisneyslu föður hans. Flokksbróðir hans Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lét ekki sjá sig í þessum þingumræðum enda þótt þingmenn óskuðu margsinnis eftir nærveru hans til að gera grein fyrir hvort frumvarpið væri í samræmi við lýðheilsustefnu. Þingmenn Vinstri grænna voru hinsvegar afar ötulir að stíga á stokk í þessum umræðum en Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Össur Skarphéðinsson úr Samfylkingu skröfuðu einnig drjúgt, sé miðað við þann tíma sem ég horfði á útsendinguna síðdegis þann dag.* Það var þó Róbert Marshall úr Bjartri framtíð sem stal algjörlega senunni með feikilega góðri ræðu og fer hún í heild sinni hér á eftir, auk þess sem Róbert bætti við næstu skipti sem hann kom í pontu. Má þar sjá hver er snertipunkturinn við helgarviðtalið við heimdallarformanninn.
„Frú forseti. Í umræðum um þetta mál er gjarnan talað um þrenns konar rök. Í fyrsta lagi að þetta sé hluti af einstaklingsfrelsi manna, það séu sem sagt sjálfsögð réttindi fólks að geta keypt áfengi í matvöruverslunum, í öðru lagi að það sé leyft mjög víða að selja áfengi í matvöruverslunum án þess að það hafi í för með sér einhvern sérstakan skaða og í þriðja lagi að áfengi sé í raun og veru eins og hver önnur neysluvara. Það eru fleiri auðvitað röksemdir sem taldar eru til, en þetta eru meginröksemdirnar og þær eru raktar ágætlega í grein eftir Róbert H. Haraldsson, einn okkar helsta heimspeking, í Fréttablaðinu í gær.
Það er mjög gott að nota mælikvarða heimspekinnar og vinnureglur heimspekinnar til þess að nálgast þetta mál og kasta frá sér fyrir fram gefnum skoðunum, fyrir fram gefnum hugmyndum sem maður kann að hafa um efnið, og þannig er í raun og veru mjög gott að nálgast öll mál. Við höfum auðvitað öll mjög mismunandi skoðanir á áfengi og skoðun okkar er yfirleitt byggð á eigin reynslu. Það er mín skoðun að áfengi sé viðbjóður. Það er kannski erfitt að nálgast þetta málefni án þess að láta þá skoðun og þá sannfæringu lita nálgun sína. En ég reyni engu að síður. Mér finnst það vera skylda mín að skoða öll rök í málinu og nálgast það án fordóma.
Þess vegna er mjög þakkarvert þegar maður á borð við Róbert H. Haraldsson, sem um langt skeið hefur verið einn okkar helsti og fremsti heimspekingur, dregur þetta mál upp og teiknar upp röksemdirnar með og á móti og vegur og metur rökin sem færð eru málinu til stuðnings. Það er alveg rétt sem hér hefur verið sagt og er sagt í grein heimspekingsins að það heyrist afskaplega mikið af „mér finnst“ og „ætla mætti“ og „ég held ekki“ röksemdum í þessari umræðu, en vísindin eru alveg skýr. Auðvitað eiga menn að taka mið af þeim og láta þau marka skoðun sína. Það er dómsmálaráðherra í Danmörku núna sem hefur þá hugmynd að lækka eigi skilgreindan lágmarksaldur glæpamanna niður í 12 ár. Allt sem við vitum, öll vísindi og allar rannsóknir segja okkur að það hefur verulega slæmar afleiðingar fyrir þessa einstaklinga. Þetta eru börn og það sem meira er, það mun hafa í för með sér gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir þessa einstaklinga og fyrir samfélagið þegar fram líða stundir vegna þess að þeir munu fremja enn fleiri glæpi, þeir munu koma út úr slíku réttarkerfi sem harðnaðir glæpamenn langt fyrir aldur fram og afleiðingarnar verða skelfilegar.
En dómsmálaráðherrann í Danmörku er ekki sammála þessu. Honum finnst að menn eigi að sæta refsingu og það eigi að senda börnum þau skilaboð að brot þeirra muni hafa alvarlegar afleiðingar.
Vísindin í þessu máli segja okkur að áfengisneysla mun aukast ef þetta verður gert. Við verðum þá að vera tilbúin til að svara þeirri staðreynd, vegna þess að þetta er ekki eitthvað sem mér finnst, það er reynsla annarra þjóða, það er samantektir, það er tölfræði sem sýnir okkur þetta og þá dugar ekki að segja „mér finnst“ eða „ég er ekki sammála því“ eða „ég er ekki svo viss um það“. Menn verða að vera tilbúnir til þess að segja: „Mér finnst það í lagi. Það er fínt. Það er eftirsóknarvert. Það er gott fyrir samfélagið okkar að sé drukkið meira af áfengi.“ En ég er ekki sammála því. Ég held að það sé verulega slæmt. Þar er tölfræðin með mér í liði enn og aftur og tölurnar tala sínu máli. Mjög stór hluti af kostnaði við löggæslu okkar er vegna áfengisneyslu. Mjög stór hluti kostnaðar í heilbrigðiskerfi okkar er vegna áfengisneyslu. Meiri áfengisneysla þýðir meiri kostnaður í heilsugæslu, þýðir meiri kostnaður í löggæslu.
Þegar röksemdin um einstaklingsfrelsið er skoðuð þá verða menn að hugsa með sjálfum sér hvaða hagsmunir birtast okkur þar í raun og veru. Hverjir njóta góðs af því að geta keypt áfengi í matvöruverslun? Það er mjög gott fyrir neytendur, þ.e. þann hluta neytenda sem notar áfengi og það er auðvitað mjög gott fyrir hagsmuni verslunarinnar vegna þess að rannsóknir, tölfræðin, sýna okkur að það mun auka veltu hverrar matarkörfu út úr búð að geta keypt eina hvítvíns- eða rauðvínsflösku í búðinni. Það að menn geti sett léttvínsflösku eða bjór ofan í körfuna hjá sér hefur veltuaukandi áhrif, ekki bara vegna þess að það er meira í körfunni af því að áfengið er komið þangað, heldur er önnur vara sem selst líka út af því að þessi vara er komin í körfuna. Það bætast við ostar, það bætist við snakk, það bætist við sulta og Ritzkex. Það eru alls konar svona hlutir sem fylgja þessari ákvörðun. Þess vegna er þetta verulega jákvætt, hafi menn hagsmuni verslunarinnar í huga, mjög gott fyrir stórmarkaði fyrir verslunina í landinu, þeir munu græða á þessu.
Önnur röksemd sem heyrist og ég nefndi áðan er að sala áfengis í matvöruverslunum sé leyfð mjög víða, en hún er líka bönnuð á mjög mörgum stöðum. Á mörgum stöðum þar sem menn hafa tekið þessa ákvörðun er verið að reyna að finna leiðir til þess að spóla ofan af þeirri ákvörðun, ná henni til baka. Hvernig stendur t.d. á því að það skuli vera takmörkun á sölu á áfengi í matvöruverslunum í Noregi? Þar er áfengi vissulega til sölu en á ákveðnum tilteknum tímum, eftir tiltekinn tíma á kvöldin, um helgar, er óheimilt að selja það. Það er vegna þess að menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það borgar sig að takmarka með einhverjum hætti aðgengi að áfengi.
Í þriðja lagi er málið nálgast þannig að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara. En það er það auðvitað ekki. Áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara vegna þess að þetta er vara sem veldur vímu, þetta er vara sem veldur því að fólk kemst í annarlegt ástand og sé hennar neytt í nægilega miklum mæli veldur hún ástandi sem er ekki hægt að kalla neitt annað en heilabilun. Við sjáum mjög mörg dæmi þess að fólk sem hefur komið sér í ástand heilabilunar valdi miklum skaða í samfélaginu. Þetta er líka vara sem elur af sér sjúkdóm sem heitir alkóhólismi og er gríðarlegt böl, ekki bara fyrir þann sem verður fyrir því að fá þann sjúkdóm, heldur alla þá sem eru í kringum hann, einstaklinga, maka, börn, ættmenni.
Þannig að röksemdin um persónufrelsið, einstaklingfrelsið, er ágæt svo langt sem hún nær, en hún á ekki eingöngu við hér í tilfelli þess sem drekkur vegna þess að persónufrelsi eins til þess að neyta áfengis kvabbar upp á frelsi þeirra sem gera það ekki og frelsi þeirra sem þurfa að vera í kringum þann sem neytir áfengis. Sumir hafa enga aðra kosti en að vera í kringum þá sem neyta áfengis eins og börn á heimilum. Það heyrist mjög oft í umræðunni, t.d. í dag í þessari umræðu voru þingmenn að tala um að þeir kynnu vel að meta áfengi og kynnu vel að fara með það. Það vill reyndar þannig til að ég heyri aldrei fólk segjast kunna fara vel með áfengi sem fer í raun og veru vel með áfengi. Með öðrum orðum, þeir sem fara vel með áfengi eru eiginlega aldrei að velta fyrir sér hvort þeir fari vel með áfengi eða ekki. Það eru eiginlega bara þeir sem eru alveg á jaðrinum sem afgreiða þessa spurningu í hausnum á sér, hinir eru ekkert að velta henni fyrir sér. En gott og vel. Það er frábært hjá því fólki. Það er ástæða til að óska því fólki til hamingju með það að kunna að fara vel með áfengi. En þetta er auðvitað mjög slæmt fyrir þá sem kunna það ekki. Menn geta haldið því fram að það muni hafa afar slæmar afleiðingar fyrir þá að geta keypt sér áfengi í hvert skipti sem þeir fara í matvörubúð og það muni reyna mjög á viljastyrk þeirra að fara fram hjá áfengisrekkanum í matvöruversluninni o.s.frv. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að fyrir mjög marga sem eru nánustu aðstandendur alkóhólista hefur ekkert jafn mikil áhrif á það hversu oft og hversu mikið þeir drekka eins og aðgengi að áfengi. Þegar aðgengið er þurrkað upp, ef svo má að orði komast, þá hættir drykkjan, þá lýkur neyslunni, þá kemst viðkomandi einstaklingur í það ástand sem hægt er að tala við hann í, sem hægt er að tjónka við hann í. Þeir sem hafa kynnst alkóhólisma, þeir sem hafa alist upp við alkóhólisma vita að þeir sem eru haldnir honum er ekki sjálfrátt, þeir verða að annarri manneskju, þeir geta ekki stýrt eigin gerðum. Þeir setja það sem þeim er kærast í lífinu til hliðar til þess að komast að því sem þeir eru með sjúklega áráttu og sjúklega fíkn í. Þeir ýta börnum sínum til hliðar. Þeir ýta mökum sínum til hliðar. Þeir kasta á glæ tækifærum, vinnunni sinni, húsunum sínum, ævi sinni, fórna öllu, alveg fullkomlega sjúklegt ástand.
Menn geta einfaldlega ekki afgreitt þessi rök á þann hátt að segja, já, þetta er bara frelsi einstaklingsins, þetta er frelsi þessara einstaklinga að fá að gera það við líf þeirra sem þeim sýnist, vegna þess að þetta er ekki bara frelsi þessara einstaklinga. Það eru miklu fleiri og miklu stærri hlutir hér í húfi en svo að hægt sé að afgreiða þá með svo léttvægum hætti.
Hvað er frjálslyndi? Menn þurfa að velta því fyrir sér. Hvað þýðir það að vera í frjálslyndu samfélagi? Er það ekki að vera í samfélagi þar sem ríkið skiptir sér ekki af einstaklingum, þar sem þeir geta notið frelsis til þess að vera eins og þeir eru? Hvar er frelsi barna alkóhólista þegar þetta er orðið að lögum? Hvar er frelsi þeirra sem vilja vera lausir við fyllibyttuna út úr sínu lífi þegar þetta er orðið að lögum og fyllibyttan kemst alltaf í áfengi? Hvar er frelsi okkar hinna sem viljum vera í edrú samfélagi? Skiptir það minna máli en þeir neytendur sem nota áfengi? Er það þannig?
Síðan er eitt sem er stanslaust klifað á í þessu samhengi, þessu máli, að það sé á einhvern hátt nútímalegt að leyfa þetta, þetta tilheyri einhvern veginn eðlilegri framþróun samfélagsins að heimila þetta. En er það þannig? Er samfélagið að þróast í þá áttina að vilja drekka meira áfengi? Er ekki þveröfug þróun í gangi? Er fólk ekki almennt farið að átta sig á skaðsemi þessa efnis, reyna að draga úr notkun þess? Erum við ekki alltaf að heyra meira og meira um fólk sem hefur ákveðið að gera það að raunverulegum valkosti í lífi sínu og valið þann valkost að lifa án þess að nota vímuefni? Er ekki nútímalegra að leggja áherslu á heilsueflandi vöru? Að passa upp á það að börn og fjölskyldur geti haft efni á því að kaupa heilsusamlega vöru? Er það ekki einstaklingsfrelsi? Er það ekki viðskiptafrelsi? Eru það ekki jákvæð neytendaaðgerð? Það held ég.
Virðulegi forseti. Því miður er það svo að það sem ég ætlaði að gera að umtalsefni í þessari ræðu minni umfram það sem ég hef nú þegar sagt kemst ekki fyrir á þeim 20 sekúndum sem eftir eru af ræðutíma mínum. Ég hef meira um þetta mál að segja. Ég vil að við ræðum það mjög vandlega. Það mun hafa mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir samfélag okkar ef þetta frumvarp verður að lögum og við þurfum vandaða umræðu og við þurfum að horfa til raka og vísindalegra gagna og hætta að vera með „mér finnst“ og „ég ætla“ og „ég hef ekki trú á því“ rök í þessu, heldur alvöruröksemdir og vel undirbyggðar, vandaðar skoðanir.“
Ögmundur Jónasson (Vg) sagði réttilega að „sennilega er þetta besta ræðan sem hefur verið flutt við þessa umræðu“.
En Róbert tók aftur til máls og sagði þá þetta:
„Það sem því miður hefur gerst hér í þessari umræðu er að flutningsmenn þessarar tillögu hafa gert þau reginmistök að rugla saman hugtökunum „vesen“ og „frelsi“ og einhvern veginn talið það vera frelsismál að menn gætu verslað áfengi í matvöruverslunum þegar það hefur ekkert með frelsi að gera, það hefur bara með vesen að gera. Það er voða þægilegt fyrir þá sem vilja kaupa sér áfengi að þurfa ekki að fara í eina búð í viðbót. Það er meira vesen fyrir þá að fara í eina búð í viðbót, en það hefur ekkert með frelsi að gera. Það eru mistökin í þessu máli.
Mér finnst mjög mikilsvert og ég er mjög ánægður með að geta verið að ræða slík hugtök hér í þingsal, mér finnst það skipta mjög miklu máli. En ég er að færa fyrir því rök að þetta hafi ekkert með frelsi einstaklingsins að gera, ekki nema þegar kemur að frelsi þeirra sem vilja og þurfa að vera án þeirra afleiðinga sem áfengisneysla hefur í för með sér. Það er ekki vesen að alast upp með alkóhólískt foreldri, það er miklu meira en vesen. Það veit sá sem hér stendur af eigin reynslu. Það er skerðing á frelsi. Það er brot á mannréttindum. Það er eitthvað sem við eigum ekki að bjóða börnum upp á í þessu landi.
Ef einhver þarf að leggja á sig smá vesen til að geta minnkað þau áhrif og dregið úr þeim afleiðingum sem áfengisneysla hefur fyrir sakleysingja í þessu landi, þá eigum við að gera það.“
Og síðan flutti hann það sem eru líklega lok ræðunnar frá því áður:
„Eins og ég sagði í ræðu minni um þá staðreynd að áfengisneysla mun aukast finnst mér kjarninn liggja í þeirri spurningu sem fylgir og menn þurfa að vera tilbúnir til að svara: Er jákvætt að áfengisneysla aukist? Svarið við því að mínu mati er nei. Ég held að það sé ekki mjög jákvætt að það gerist. Þá eru nokkur rök sem fylgja því. Ég get alveg svarað háttvirtum þingmanni að það er ekki víma fólks sem slík sem ræður för þar, það er fyrst og fremst sjónarmið sem varða þá sem þurfa að vera viðstaddir þessa neyslu. Það er auðvitað mjög óþægilegt fyrir fólk að þurfa að vera viðstatt drukkið ættmenni, það er mjög óþægilegt fyrir börn að upplifa foreldra sína í annarlegu ástandi. Það gerist auðvitað, en það má færa fyrir því rök að með aukinni áfengisneyslu muni það gerast í auknum mæli. Það hlýtur að birtast með einhverjum hætti þar.
Síðan er það staðreynd að aukin áfengisneysla hefur í för með sér aukna ofbeldisglæpi. Hún hefur í för með sér fleiri brot á umferðarlögum, það verður meira um ölvunarakstur. Hún hefur í för með sér meiri óspektir, meira eignatjón. Það verður meira um útköll lögreglu. Það verður meira um slys á fólki. Þegar áfengisneysla eykst þá aukast allir þessir hlutir sem eru fylgifiskar áfengisneyslunnar. Í þeim öllum felst gríðarlegur kostnaður fyrir samfélagið. Eins og Róbert H. Haraldsson rekur í grein sinni í Fréttablaðinu í gær þá er auðvitað mikill viðskiptaauki og virðisauki fyrir verslunina í landinu að geta þetta og það er hægðarauki fyrir neytendur sem nota áfengi, en kostnaðurinn við þessa auknu neyslu lendir á samfélaginu öllu.“
Það er í framhaldi af þessum orðum Róberts Marshall ástæða til að benda fólki á að lesa grein eftir Róbert H. Haraldsson sem birtist 5. nóvember, auk þeirrar frá 14. október sem nafni hans Marshall vísaði til í ræðu sinni. Nóvembergreinin fjallar um aðgengi að áfengi og vínmenningu. Eftir að hafa talað um hagsmuni verslunarinnar sem séu fólgnir í því að telja fólki trú um að áfengi sé „ósköp venjuleg neysluvara“ og „grunngæði“ segir Róbert H:
Ég held með öllum sem heita Róbert í þessu máli.
___
Ath. að ræðurnar eru óyfirlesnar af hálfu þingsins og gætu breyst eða slóðirnar á þessar bráðabirgðaútgáfur orðið óvirkar.
Til þess að textinn sé læsilegri felli ég út innskot eins og „forseti hringir“, og skrifa „háttvirtur“ þar sem annars stendur hv. að hætti þingritara.
* Það var margt fróðlegt sem kom fram og góðar ræður í þessari umræðu á þingi. Svandís hélt t.d. þessa góðu ræðu.
„Frú forseti. Í umræðum um þetta mál er gjarnan talað um þrenns konar rök. Í fyrsta lagi að þetta sé hluti af einstaklingsfrelsi manna, það séu sem sagt sjálfsögð réttindi fólks að geta keypt áfengi í matvöruverslunum, í öðru lagi að það sé leyft mjög víða að selja áfengi í matvöruverslunum án þess að það hafi í för með sér einhvern sérstakan skaða og í þriðja lagi að áfengi sé í raun og veru eins og hver önnur neysluvara. Það eru fleiri auðvitað röksemdir sem taldar eru til, en þetta eru meginröksemdirnar og þær eru raktar ágætlega í grein eftir Róbert H. Haraldsson, einn okkar helsta heimspeking, í Fréttablaðinu í gær.
Það er mjög gott að nota mælikvarða heimspekinnar og vinnureglur heimspekinnar til þess að nálgast þetta mál og kasta frá sér fyrir fram gefnum skoðunum, fyrir fram gefnum hugmyndum sem maður kann að hafa um efnið, og þannig er í raun og veru mjög gott að nálgast öll mál. Við höfum auðvitað öll mjög mismunandi skoðanir á áfengi og skoðun okkar er yfirleitt byggð á eigin reynslu. Það er mín skoðun að áfengi sé viðbjóður. Það er kannski erfitt að nálgast þetta málefni án þess að láta þá skoðun og þá sannfæringu lita nálgun sína. En ég reyni engu að síður. Mér finnst það vera skylda mín að skoða öll rök í málinu og nálgast það án fordóma.
Þess vegna er mjög þakkarvert þegar maður á borð við Róbert H. Haraldsson, sem um langt skeið hefur verið einn okkar helsti og fremsti heimspekingur, dregur þetta mál upp og teiknar upp röksemdirnar með og á móti og vegur og metur rökin sem færð eru málinu til stuðnings. Það er alveg rétt sem hér hefur verið sagt og er sagt í grein heimspekingsins að það heyrist afskaplega mikið af „mér finnst“ og „ætla mætti“ og „ég held ekki“ röksemdum í þessari umræðu, en vísindin eru alveg skýr. Auðvitað eiga menn að taka mið af þeim og láta þau marka skoðun sína. Það er dómsmálaráðherra í Danmörku núna sem hefur þá hugmynd að lækka eigi skilgreindan lágmarksaldur glæpamanna niður í 12 ár. Allt sem við vitum, öll vísindi og allar rannsóknir segja okkur að það hefur verulega slæmar afleiðingar fyrir þessa einstaklinga. Þetta eru börn og það sem meira er, það mun hafa í för með sér gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir þessa einstaklinga og fyrir samfélagið þegar fram líða stundir vegna þess að þeir munu fremja enn fleiri glæpi, þeir munu koma út úr slíku réttarkerfi sem harðnaðir glæpamenn langt fyrir aldur fram og afleiðingarnar verða skelfilegar.
En dómsmálaráðherrann í Danmörku er ekki sammála þessu. Honum finnst að menn eigi að sæta refsingu og það eigi að senda börnum þau skilaboð að brot þeirra muni hafa alvarlegar afleiðingar.
Vísindin í þessu máli segja okkur að áfengisneysla mun aukast ef þetta verður gert. Við verðum þá að vera tilbúin til að svara þeirri staðreynd, vegna þess að þetta er ekki eitthvað sem mér finnst, það er reynsla annarra þjóða, það er samantektir, það er tölfræði sem sýnir okkur þetta og þá dugar ekki að segja „mér finnst“ eða „ég er ekki sammála því“ eða „ég er ekki svo viss um það“. Menn verða að vera tilbúnir til þess að segja: „Mér finnst það í lagi. Það er fínt. Það er eftirsóknarvert. Það er gott fyrir samfélagið okkar að sé drukkið meira af áfengi.“ En ég er ekki sammála því. Ég held að það sé verulega slæmt. Þar er tölfræðin með mér í liði enn og aftur og tölurnar tala sínu máli. Mjög stór hluti af kostnaði við löggæslu okkar er vegna áfengisneyslu. Mjög stór hluti kostnaðar í heilbrigðiskerfi okkar er vegna áfengisneyslu. Meiri áfengisneysla þýðir meiri kostnaður í heilsugæslu, þýðir meiri kostnaður í löggæslu.
Þegar röksemdin um einstaklingsfrelsið er skoðuð þá verða menn að hugsa með sjálfum sér hvaða hagsmunir birtast okkur þar í raun og veru. Hverjir njóta góðs af því að geta keypt áfengi í matvöruverslun? Það er mjög gott fyrir neytendur, þ.e. þann hluta neytenda sem notar áfengi og það er auðvitað mjög gott fyrir hagsmuni verslunarinnar vegna þess að rannsóknir, tölfræðin, sýna okkur að það mun auka veltu hverrar matarkörfu út úr búð að geta keypt eina hvítvíns- eða rauðvínsflösku í búðinni. Það að menn geti sett léttvínsflösku eða bjór ofan í körfuna hjá sér hefur veltuaukandi áhrif, ekki bara vegna þess að það er meira í körfunni af því að áfengið er komið þangað, heldur er önnur vara sem selst líka út af því að þessi vara er komin í körfuna. Það bætast við ostar, það bætist við snakk, það bætist við sulta og Ritzkex. Það eru alls konar svona hlutir sem fylgja þessari ákvörðun. Þess vegna er þetta verulega jákvætt, hafi menn hagsmuni verslunarinnar í huga, mjög gott fyrir stórmarkaði fyrir verslunina í landinu, þeir munu græða á þessu.
Önnur röksemd sem heyrist og ég nefndi áðan er að sala áfengis í matvöruverslunum sé leyfð mjög víða, en hún er líka bönnuð á mjög mörgum stöðum. Á mörgum stöðum þar sem menn hafa tekið þessa ákvörðun er verið að reyna að finna leiðir til þess að spóla ofan af þeirri ákvörðun, ná henni til baka. Hvernig stendur t.d. á því að það skuli vera takmörkun á sölu á áfengi í matvöruverslunum í Noregi? Þar er áfengi vissulega til sölu en á ákveðnum tilteknum tímum, eftir tiltekinn tíma á kvöldin, um helgar, er óheimilt að selja það. Það er vegna þess að menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það borgar sig að takmarka með einhverjum hætti aðgengi að áfengi.
Í þriðja lagi er málið nálgast þannig að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara. En það er það auðvitað ekki. Áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara vegna þess að þetta er vara sem veldur vímu, þetta er vara sem veldur því að fólk kemst í annarlegt ástand og sé hennar neytt í nægilega miklum mæli veldur hún ástandi sem er ekki hægt að kalla neitt annað en heilabilun. Við sjáum mjög mörg dæmi þess að fólk sem hefur komið sér í ástand heilabilunar valdi miklum skaða í samfélaginu. Þetta er líka vara sem elur af sér sjúkdóm sem heitir alkóhólismi og er gríðarlegt böl, ekki bara fyrir þann sem verður fyrir því að fá þann sjúkdóm, heldur alla þá sem eru í kringum hann, einstaklinga, maka, börn, ættmenni.
Þannig að röksemdin um persónufrelsið, einstaklingfrelsið, er ágæt svo langt sem hún nær, en hún á ekki eingöngu við hér í tilfelli þess sem drekkur vegna þess að persónufrelsi eins til þess að neyta áfengis kvabbar upp á frelsi þeirra sem gera það ekki og frelsi þeirra sem þurfa að vera í kringum þann sem neytir áfengis. Sumir hafa enga aðra kosti en að vera í kringum þá sem neyta áfengis eins og börn á heimilum. Það heyrist mjög oft í umræðunni, t.d. í dag í þessari umræðu voru þingmenn að tala um að þeir kynnu vel að meta áfengi og kynnu vel að fara með það. Það vill reyndar þannig til að ég heyri aldrei fólk segjast kunna fara vel með áfengi sem fer í raun og veru vel með áfengi. Með öðrum orðum, þeir sem fara vel með áfengi eru eiginlega aldrei að velta fyrir sér hvort þeir fari vel með áfengi eða ekki. Það eru eiginlega bara þeir sem eru alveg á jaðrinum sem afgreiða þessa spurningu í hausnum á sér, hinir eru ekkert að velta henni fyrir sér. En gott og vel. Það er frábært hjá því fólki. Það er ástæða til að óska því fólki til hamingju með það að kunna að fara vel með áfengi. En þetta er auðvitað mjög slæmt fyrir þá sem kunna það ekki. Menn geta haldið því fram að það muni hafa afar slæmar afleiðingar fyrir þá að geta keypt sér áfengi í hvert skipti sem þeir fara í matvörubúð og það muni reyna mjög á viljastyrk þeirra að fara fram hjá áfengisrekkanum í matvöruversluninni o.s.frv. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að fyrir mjög marga sem eru nánustu aðstandendur alkóhólista hefur ekkert jafn mikil áhrif á það hversu oft og hversu mikið þeir drekka eins og aðgengi að áfengi. Þegar aðgengið er þurrkað upp, ef svo má að orði komast, þá hættir drykkjan, þá lýkur neyslunni, þá kemst viðkomandi einstaklingur í það ástand sem hægt er að tala við hann í, sem hægt er að tjónka við hann í. Þeir sem hafa kynnst alkóhólisma, þeir sem hafa alist upp við alkóhólisma vita að þeir sem eru haldnir honum er ekki sjálfrátt, þeir verða að annarri manneskju, þeir geta ekki stýrt eigin gerðum. Þeir setja það sem þeim er kærast í lífinu til hliðar til þess að komast að því sem þeir eru með sjúklega áráttu og sjúklega fíkn í. Þeir ýta börnum sínum til hliðar. Þeir ýta mökum sínum til hliðar. Þeir kasta á glæ tækifærum, vinnunni sinni, húsunum sínum, ævi sinni, fórna öllu, alveg fullkomlega sjúklegt ástand.
Menn geta einfaldlega ekki afgreitt þessi rök á þann hátt að segja, já, þetta er bara frelsi einstaklingsins, þetta er frelsi þessara einstaklinga að fá að gera það við líf þeirra sem þeim sýnist, vegna þess að þetta er ekki bara frelsi þessara einstaklinga. Það eru miklu fleiri og miklu stærri hlutir hér í húfi en svo að hægt sé að afgreiða þá með svo léttvægum hætti.
Hvað er frjálslyndi? Menn þurfa að velta því fyrir sér. Hvað þýðir það að vera í frjálslyndu samfélagi? Er það ekki að vera í samfélagi þar sem ríkið skiptir sér ekki af einstaklingum, þar sem þeir geta notið frelsis til þess að vera eins og þeir eru? Hvar er frelsi barna alkóhólista þegar þetta er orðið að lögum? Hvar er frelsi þeirra sem vilja vera lausir við fyllibyttuna út úr sínu lífi þegar þetta er orðið að lögum og fyllibyttan kemst alltaf í áfengi? Hvar er frelsi okkar hinna sem viljum vera í edrú samfélagi? Skiptir það minna máli en þeir neytendur sem nota áfengi? Er það þannig?
Síðan er eitt sem er stanslaust klifað á í þessu samhengi, þessu máli, að það sé á einhvern hátt nútímalegt að leyfa þetta, þetta tilheyri einhvern veginn eðlilegri framþróun samfélagsins að heimila þetta. En er það þannig? Er samfélagið að þróast í þá áttina að vilja drekka meira áfengi? Er ekki þveröfug þróun í gangi? Er fólk ekki almennt farið að átta sig á skaðsemi þessa efnis, reyna að draga úr notkun þess? Erum við ekki alltaf að heyra meira og meira um fólk sem hefur ákveðið að gera það að raunverulegum valkosti í lífi sínu og valið þann valkost að lifa án þess að nota vímuefni? Er ekki nútímalegra að leggja áherslu á heilsueflandi vöru? Að passa upp á það að börn og fjölskyldur geti haft efni á því að kaupa heilsusamlega vöru? Er það ekki einstaklingsfrelsi? Er það ekki viðskiptafrelsi? Eru það ekki jákvæð neytendaaðgerð? Það held ég.
Virðulegi forseti. Því miður er það svo að það sem ég ætlaði að gera að umtalsefni í þessari ræðu minni umfram það sem ég hef nú þegar sagt kemst ekki fyrir á þeim 20 sekúndum sem eftir eru af ræðutíma mínum. Ég hef meira um þetta mál að segja. Ég vil að við ræðum það mjög vandlega. Það mun hafa mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir samfélag okkar ef þetta frumvarp verður að lögum og við þurfum vandaða umræðu og við þurfum að horfa til raka og vísindalegra gagna og hætta að vera með „mér finnst“ og „ég ætla“ og „ég hef ekki trú á því“ rök í þessu, heldur alvöruröksemdir og vel undirbyggðar, vandaðar skoðanir.“
Ögmundur Jónasson (Vg) sagði réttilega að „sennilega er þetta besta ræðan sem hefur verið flutt við þessa umræðu“.
En Róbert tók aftur til máls og sagði þá þetta:
„Það sem því miður hefur gerst hér í þessari umræðu er að flutningsmenn þessarar tillögu hafa gert þau reginmistök að rugla saman hugtökunum „vesen“ og „frelsi“ og einhvern veginn talið það vera frelsismál að menn gætu verslað áfengi í matvöruverslunum þegar það hefur ekkert með frelsi að gera, það hefur bara með vesen að gera. Það er voða þægilegt fyrir þá sem vilja kaupa sér áfengi að þurfa ekki að fara í eina búð í viðbót. Það er meira vesen fyrir þá að fara í eina búð í viðbót, en það hefur ekkert með frelsi að gera. Það eru mistökin í þessu máli.
Mér finnst mjög mikilsvert og ég er mjög ánægður með að geta verið að ræða slík hugtök hér í þingsal, mér finnst það skipta mjög miklu máli. En ég er að færa fyrir því rök að þetta hafi ekkert með frelsi einstaklingsins að gera, ekki nema þegar kemur að frelsi þeirra sem vilja og þurfa að vera án þeirra afleiðinga sem áfengisneysla hefur í för með sér. Það er ekki vesen að alast upp með alkóhólískt foreldri, það er miklu meira en vesen. Það veit sá sem hér stendur af eigin reynslu. Það er skerðing á frelsi. Það er brot á mannréttindum. Það er eitthvað sem við eigum ekki að bjóða börnum upp á í þessu landi.
Ef einhver þarf að leggja á sig smá vesen til að geta minnkað þau áhrif og dregið úr þeim afleiðingum sem áfengisneysla hefur fyrir sakleysingja í þessu landi, þá eigum við að gera það.“
Og síðan flutti hann það sem eru líklega lok ræðunnar frá því áður:
„Eins og ég sagði í ræðu minni um þá staðreynd að áfengisneysla mun aukast finnst mér kjarninn liggja í þeirri spurningu sem fylgir og menn þurfa að vera tilbúnir til að svara: Er jákvætt að áfengisneysla aukist? Svarið við því að mínu mati er nei. Ég held að það sé ekki mjög jákvætt að það gerist. Þá eru nokkur rök sem fylgja því. Ég get alveg svarað háttvirtum þingmanni að það er ekki víma fólks sem slík sem ræður för þar, það er fyrst og fremst sjónarmið sem varða þá sem þurfa að vera viðstaddir þessa neyslu. Það er auðvitað mjög óþægilegt fyrir fólk að þurfa að vera viðstatt drukkið ættmenni, það er mjög óþægilegt fyrir börn að upplifa foreldra sína í annarlegu ástandi. Það gerist auðvitað, en það má færa fyrir því rök að með aukinni áfengisneyslu muni það gerast í auknum mæli. Það hlýtur að birtast með einhverjum hætti þar.
Síðan er það staðreynd að aukin áfengisneysla hefur í för með sér aukna ofbeldisglæpi. Hún hefur í för með sér fleiri brot á umferðarlögum, það verður meira um ölvunarakstur. Hún hefur í för með sér meiri óspektir, meira eignatjón. Það verður meira um útköll lögreglu. Það verður meira um slys á fólki. Þegar áfengisneysla eykst þá aukast allir þessir hlutir sem eru fylgifiskar áfengisneyslunnar. Í þeim öllum felst gríðarlegur kostnaður fyrir samfélagið. Eins og Róbert H. Haraldsson rekur í grein sinni í Fréttablaðinu í gær þá er auðvitað mikill viðskiptaauki og virðisauki fyrir verslunina í landinu að geta þetta og það er hægðarauki fyrir neytendur sem nota áfengi, en kostnaðurinn við þessa auknu neyslu lendir á samfélaginu öllu.“
Það er í framhaldi af þessum orðum Róberts Marshall ástæða til að benda fólki á að lesa grein eftir Róbert H. Haraldsson sem birtist 5. nóvember, auk þeirrar frá 14. október sem nafni hans Marshall vísaði til í ræðu sinni. Nóvembergreinin fjallar um aðgengi að áfengi og vínmenningu. Eftir að hafa talað um hagsmuni verslunarinnar sem séu fólgnir í því að telja fólki trú um að áfengi sé „ósköp venjuleg neysluvara“ og „grunngæði“ segir Róbert H:
„Hin ástæðan, sem mér sýnist ekki síður veigamikil, tengist orðinu „vínmenning“. Með því að tala um vínmenningu í staðinn fyrir t.d. drykkjuskap, og með því að gefa sér að vínmenning batni með bættu aðgengi, er auðvelt að læða að fólki þeirri firru að samfélaginu beri að tryggja öllum sem bestan aðgang að áfengi. Er ekki allt sem stuðlar að menningu gott?“Róbert segir að hamrað sé á orðinu „vínmenning“ í greinargerð með áfengisfrumvarpinu en segir að engin rök séu færð fyrir fullyrðingum sem þar komi fram. Lokaorð hans eru þessi (lesið samt endilega greinina):
„Orðalagið „bætt vínmenning“ er ekki annað en klisja sem notuð er til að kasta ryki í augun á fólki, og beina athygli þess frá kjarna málsins: Að stóraukið aðgengi að áfengi eykur til muna bölið sem af því hlýst og að réttnefnd menning er eitthvað sem bætir mannlífið en gerir það ekki verra.“
Ég held með öllum sem heita Róbert í þessu máli.
___
Ath. að ræðurnar eru óyfirlesnar af hálfu þingsins og gætu breyst eða slóðirnar á þessar bráðabirgðaútgáfur orðið óvirkar.
Til þess að textinn sé læsilegri felli ég út innskot eins og „forseti hringir“, og skrifa „háttvirtur“ þar sem annars stendur hv. að hætti þingritara.
* Það var margt fróðlegt sem kom fram og góðar ræður í þessari umræðu á þingi. Svandís hélt t.d. þessa góðu ræðu.
Efnisorð: frjálshyggja, heilbrigðismál
<< Home