Ritstjórnarstefna Reykjavíkur vikublaðs hins síðra
Það er ekki ofsögum sagt að Reykjavík Vikublað hafi tekið stakkaskiptum með nýjum ritstjóra. Eins og kunnugt er eignaðist Björn Ingi Hrafnsson nýlega öll bæjarblöðin (með eða án framsóknaraðstoðar) og gengu þá góðir ritstjórar á borð við Björn Þorláksson og Ingimar Karl Helgason úr vistinni. Björn Jón Bragason vermir nú sæti Ingimars Karls og stórsér á blaðinu sem var borið í hús um síðustu helgi (það var annað tölublað frá því hann tók við, hið fyrsta var sem betur fer ekki borið heim til mín).
Það kom mér í raun ekki á óvart að forystugrein Björns Jóns er um helsta hugsjónamál frjálshyggjumanna: brennivín í búðir.
En það sem vakti mesta athygli mína var hinsvegar dálkur við hliðina á forystugreininni. Dálkurinn er kallaður fleyg ummæli, og þar stendur:
Eða þá að þetta er hans innlegg í helsta hitamál vikunnar á undan: karlmennina sem kærðir voru fyrir nauðganir en voru ekki settir í gæsluvarðhald og fóru úr landi.* Vegna tímasetningarinnar þykir mér það líklegra.
Hvor skýringin sem á við þykir mér þetta undarlegt og óviðkunnalegt, enda er oftast vitnað í þessi orð þegar verja skal eitthvað verulega slæmt athæfi.
Næst fer þessi snepill beint í sorpið.
__
* Það mál alltsaman hefur náð slíku flækjustigi að ég reyni ekki að rekja það frekar. Hinar frumlegu og fantalegu aðferðir Vilhjálms H Vilhjálmssonar sem ætlaðar eru til að þagga niður í kærendum kynferðisglæpa, svo og ýmiskonar yfirlýsingar hans undanfarið, valda mér viðbjóði.
Það kom mér í raun ekki á óvart að forystugrein Björns Jóns er um helsta hugsjónamál frjálshyggjumanna: brennivín í búðir.
En það sem vakti mesta athygli mína var hinsvegar dálkur við hliðina á forystugreininni. Dálkurinn er kallaður fleyg ummæli, og þar stendur:
„Betra er að tíu sekir sleppi en að einn saklaus líði.“Nú veit ég ekkert hvað veldur því að BJB velur þessa tilvitnun en dettur tvennt í hug. Annarsvegar sé hann með dómsmál og sektardóma yfir fjárglæframönnum góðærisáranna í huga.
Eða þá að þetta er hans innlegg í helsta hitamál vikunnar á undan: karlmennina sem kærðir voru fyrir nauðganir en voru ekki settir í gæsluvarðhald og fóru úr landi.* Vegna tímasetningarinnar þykir mér það líklegra.
Hvor skýringin sem á við þykir mér þetta undarlegt og óviðkunnalegt, enda er oftast vitnað í þessi orð þegar verja skal eitthvað verulega slæmt athæfi.
Næst fer þessi snepill beint í sorpið.
__
* Það mál alltsaman hefur náð slíku flækjustigi að ég reyni ekki að rekja það frekar. Hinar frumlegu og fantalegu aðferðir Vilhjálms H Vilhjálmssonar sem ætlaðar eru til að þagga niður í kærendum kynferðisglæpa, svo og ýmiskonar yfirlýsingar hans undanfarið, valda mér viðbjóði.
Efnisorð: Fjölmiðlar, kynferðisbrot
<< Home