Fegurðardrottningarnar spöku og meðfærilegu
Undanfarið hefur oft verið sýnt myndskeið frá annarsvegar fegurðarsamkeppni sem haldin var á vordögum 1985 og hinsvegar borgarstjórnarfundi sem haldinn var 6. júní það sama ár. Á borgarstjórnarfundinn sjást mæta fagurlimaðar meyjar í sínu fínasta pússi, undirleitar og prúðar, en undir öllu púðrinu og lokkunum ljúfu leyndust borgarfulltrúar Kvennaframboðsins sem voru með þessu að mótmæla veru og orðum borgarstjóra við fegurðarsamkeppnina um vorið.
Það sem sjaldnar er rætt eða sýnt, eru bókanir og yfirlýsingar hinna borðalögðu meyja í borgarstjórn. Fara þær því hér á eftir, en fyrst er hluti úr formála Magdalenu Schram sem var Ungfrú Spök á borgarstjórnarfundinum þennan dag.
Úr VERU 4. tbl. 1985, bls. 31:
Það broslega gerðist á uppákomu — borgarstjórnarfundinum þ. 6. júní (sjá einnig bls. 3) að bókunum okkar, jafn fáránlegar og þær voru, var tekið af fúlustu alvöru! Borgarfulltrúar fóru í ræðustól til að leiðrétta eða gagnrýna málflutning, sem var sérstaklega fram lagður til að ekki yrði tekið á honum mark! (Lesendur Veru geta sjálfar dæmt um það, hvort sú alvara hafi byggst á misskilningi, sjá bókanirnar hér á eflir.) Sumum Kvennaframboðskonunum, sem sátu uppi á áhorfendapöllunum og fylgdust með öllum fundinum, varð á orði, að ekki hefði mátt á milli sjá, hvort var í rauninni fáránlegra, framkoma okkar eða hefðbundin framganga annarra fundarmanna!
Í sumum þeirra mála, sem um var fjallað á fundinum, þótti okkur skítt að þurfa að haga okkur eins og „konur". Þetta á ekki síst við um Stangarholtsmálið; baráttukonan fyrir afstöðu íbúanna, Ingibjörg Sólrún, var erlendis (í opinberum erindagjörðum í Færeyjum) þegar uppákoman var skipulögð og í fríi þetta kvöld — hún hefði líklega stokkið út úr hlutverkinu a.m.k. vegna Stangarholtsmálsins hefði svo ekki verið líkt og við gerðum í dagvistunarmálinu. Þarna var líka rætt um hækkanirnar á strætófargjöldunum, um lága kaupið í Vinnuskólanum o.fl., þ.e. ótal mál, þar sem við hefðum viljað láta til okkar heyra en sátum þó á okkur. Nema þegar kom að umræðunum um dagvistunarmálin, þá var of langt gengið og við gáfum okkur frí frá hlutleysinu. En, eins og áður sagði, tvö atkvæði til eða frá skipta svo sem litlu máli gegn varnarmúr 12 atkvæða Sjálfstæðismanna — við hugguðum okkur við það og líka þá fullvissu, að Reykvíkingar myndu skilja á hverju afstaða okkar þetta kvöld væri byggð.
Í lok fundarins var borgarstjóranum afhentur borði annars borgarfulltrúans með árituninni „Ungfrú Spök" með þeim orðum að vonandi yrði þessi borði honum til minnis um þetta kvöld og e.t.v. til áminningar. Forseta borgarstjórnar var gefin kórónan til eignar og minningar. Hvorugur sá ástæðu til að þakka fyrir sigl! Borgarstjórinn sagði bara að enginn segði sér fyrir verkum — hann myndi koma fram hvar og hvenær sem honum svo sýndist hér eftir sem hingað til, það væri hans eigið og persónulega mál. Þar hefur borgarstjórinn reyndar rangt fyrir sér. Þegar hann kemur fram sem borgarstjóri er hann fulltrúi borgarinnar og íbúa hennar — „borgarstjóri allra Reykvíkinga" eins og hann sagði sjálfur (það er líklega það kosningaloforð, sem hann hefur staðið verst við) — en ekki fulltrúi sjálfs sín.
Og það var alveg ljóst af viðbrögðunum hver afstaða Reykvíkinga er til þess að borgarstjórinn skuli leggja sitt af mörkum til að viðhalda úreltum hugmyndum um gildi kvenna: hamingjuóskunum hefur ekki linnt. Þannig að við höfum verið harla drjúgar með okkur upp á síðkastið. Markmið Kvennaframboðsins er jú einmitt að vekja athygli á þeirri staðreynd að konur eru ekki eins og gömlu hugmyndir karlanna um okkur eru — við getum skilgreint okkur sjálfar takk fyrir kærlega!
(MS)
Yfirlýsing flutt í byrjun borgarstjórnarfundarins
Við höfum valið þennan fund borgarstjórnar til þess að mótmæla þeirri kvenímynd, sem haldið hefur verið óvenju sterkt að okkur konum síðustu vikur í tilefni nýafstaðinnar fegurðarsamkeppni. Ástæðan fyrir því að við veljum fund borgarstjórnar sem vettvang mótmæla okkar, er forganga borgarstjóra við að viðhalda áðurnefndri ímynd og ummæli hans við krýningu fegurðardrottningar nýlega. Við það tækifæri gerðist hann opinber fulltrúi karlrembunnar og sýndi sinn innri mann með því að reyna að vera fyndinn á kostnað kvenna.
Við munum því hér á fundinum reyna að hegða okkur í samræmi við boðskap þessarar ímyndar til þess að mótmæla henni og sýna fram á fáránleik hennar. Þessi ímynd karlveldisins er í stuttu máli, að gildi kvenna felist í snotru andliti, grönnu mitti, réttu ummáli brjósta og mjaðma. Þessum þáttum kvenímyndarinnar getum við ekki tryggt að við komum til skila. Móðir náttúra á þar hlut að máli. Hinum þáttum kvenímyndarinnar, þ.e. skoðanaleysinu, virðingu fyrir valdinu og að vera meðfærilegar ráðum við hins vegar skár við. Til þess að það megi þó gerast, verður nokkur misbrestur á málefnalegri afstöðu okkar á fundinum.
Sanni eitthvað mikilvægi kvenfrelsisbaráttu, er það sú staðreynd að þrátt fyrir sívaxandi þátttöku kvenna í alls konar störfum og í stjórnmálum, reyna karlar ennþá að halda á lofti þessari fölsku ímynd. Þrátt fyrir Kvennaframboð og Kvennalista og fjölda kvennahreyfinga, sem hafa sannað fylgi fólks við breytta og raunsannari ímynd kvenna, er karlveldið samt við sig og þar skipar borgarstjóri sjálfan sig í forystusveit.
Það er sorglegt að horfa á unga menn í geirfuglshlutverki.
Bókun vegna tillögu, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti í skipulagsnefnd þess efnis að fulltrúar íbúasamtaka fengju áheyrnar- og tillögurétt á fundum nefndarinnar, þegar málefni þeirra hverfis væru á dagskrá. Tillagan var felld. Á sama skipulagsnefndarfundi var samþykkt að fulltrúi Kaupmannasamtakanna fengi áheyrnar- og tillögurétt þar.
Það er auðvitað satt, að þeim mun færri sem sitja eða eru áheyrnarfulltrúar í nefndum, þeim mun hraðara er hægt að taka ákvarðanir og framkvæma. Það er von að duglegir strákar eins og borgarstjórinn, vilji ekki láta fullt af einhverju fólki, sem bara á að hugsa um borgarmálin fjórða hvert ár, tefja málin í nefndunum.
Mikið var það þó gott, að Kaupmannasamtökin skyldu samt fá að koma í skipulagsnefnd en samt skiljum við ekki alveg hvers vegna þeir, sem eiga heima í hverfunum mega ekki vera þarna líka. Þetta ruglar okkur alveg, við vitum eiginlega ekkert hvað við eigum að gera í þessu máli.
Bókun vegna kaupa borgarinnar á Ölfusvatni
Mikið finnst okkur það flott hjá borgarstjóra að drífa í því að kaupa sumarbústaðaland fyrir Hitaveituna. Svo fékk hann þetta líka á svo góðum kjörum og eins og hann sagði í útvarpinu um daginn, þá getur hann selt þetta aftur undir sumarbústaði fyrir 200 milljónir. Auðvitað er alveg eðlilegt, að fólkið sem er að selja vilja búa þarna ókeypis áfram og passa að enginn fari að klessa einhverjum sumarbústaðaskúrum á landið. Svo er þetta líka kunningjafólk hans Daviðs. Og hann er nú alltaf svo almennilegur og greiðugur við vini sína. Það segja líka allir að það sé alveg ótrúlegt hvað hann er vinsæll. Kannski geta vinir hans sem eiga Hagavíkina líka fengið svona samning seinna, ef að t.d. Hitaveituna fer að vanta kalt vatn til að hita upp nýju Nesjavallahitaveituna. Okkur finnst þetta algjört æði, þetta gefur nefnilega svo mikla möguleika. Annars er svo voðalega erfitt að átta sig á öllum þessum tæknilegu hlutum og fasteignaviðskiptum og svoleiðis. Okkar menn sjá alltaf um það fyrir okkur.
Bókun vegna kaupsins í unglingavinnunni
Auðvitað eigum við ekki alltaf að vera að hugsa um hvað einhverjum unglingum finnst um unglingavinnuna og kaupið þar. Þau hafa ekkert vit á þessu. Svo er það svo hollt fyrir krakkana að keppa innbyrðis um þessar krónur. Það er svo gott veganesti út í lífið. Þeir sem fá ekki bónus, geta bara sjálfum sér um kennt, þeir eru bara latir eða hisknir eða svoleiðis. Annars segir Óli minn að kaupið sé allt of lítið svo við erum alveg strand í þessu máli.
Yfirlýsing flutt í lok borgarstjórnarfundarins
Þessi mótmæli okkar gegn falskri og fjarstæðukenndri kvenímynd karlveldisins hafa verið okkur erfið. Þau hafa verið erfið vegna þess, hversu ósönn þessi kvenímynd er. Konur eru ekki svona, hvorki fegurðardrottningar né aðrar konur. Við viljum undirstrika, að öllum þeim heilaþvotti, sem beinist sterkast að okkur konum í kring um atburði eins og fegurðarsamkeppnir, er ætlað að halda okkur föstum í hlutverki, sem karlar skapa og ala á vegna þess að þannig ógnum við konur ekki karlveldinu.
Fegurðarsamkeppni er því ekki sniðug uppákoma eða tilbreyting í hversdagsleikanum. Opinber þátttaka borgarstjóra í þeirri athöfn er móðgun við konur.
___
Afritað úr VERU í tilefni fjörtíu ára afmælis Kvennafrídagsins.
Það sem sjaldnar er rætt eða sýnt, eru bókanir og yfirlýsingar hinna borðalögðu meyja í borgarstjórn. Fara þær því hér á eftir, en fyrst er hluti úr formála Magdalenu Schram sem var Ungfrú Spök á borgarstjórnarfundinum þennan dag.
Úr VERU 4. tbl. 1985, bls. 31:
Það broslega gerðist á uppákomu — borgarstjórnarfundinum þ. 6. júní (sjá einnig bls. 3) að bókunum okkar, jafn fáránlegar og þær voru, var tekið af fúlustu alvöru! Borgarfulltrúar fóru í ræðustól til að leiðrétta eða gagnrýna málflutning, sem var sérstaklega fram lagður til að ekki yrði tekið á honum mark! (Lesendur Veru geta sjálfar dæmt um það, hvort sú alvara hafi byggst á misskilningi, sjá bókanirnar hér á eflir.) Sumum Kvennaframboðskonunum, sem sátu uppi á áhorfendapöllunum og fylgdust með öllum fundinum, varð á orði, að ekki hefði mátt á milli sjá, hvort var í rauninni fáránlegra, framkoma okkar eða hefðbundin framganga annarra fundarmanna!
Í sumum þeirra mála, sem um var fjallað á fundinum, þótti okkur skítt að þurfa að haga okkur eins og „konur". Þetta á ekki síst við um Stangarholtsmálið; baráttukonan fyrir afstöðu íbúanna, Ingibjörg Sólrún, var erlendis (í opinberum erindagjörðum í Færeyjum) þegar uppákoman var skipulögð og í fríi þetta kvöld — hún hefði líklega stokkið út úr hlutverkinu a.m.k. vegna Stangarholtsmálsins hefði svo ekki verið líkt og við gerðum í dagvistunarmálinu. Þarna var líka rætt um hækkanirnar á strætófargjöldunum, um lága kaupið í Vinnuskólanum o.fl., þ.e. ótal mál, þar sem við hefðum viljað láta til okkar heyra en sátum þó á okkur. Nema þegar kom að umræðunum um dagvistunarmálin, þá var of langt gengið og við gáfum okkur frí frá hlutleysinu. En, eins og áður sagði, tvö atkvæði til eða frá skipta svo sem litlu máli gegn varnarmúr 12 atkvæða Sjálfstæðismanna — við hugguðum okkur við það og líka þá fullvissu, að Reykvíkingar myndu skilja á hverju afstaða okkar þetta kvöld væri byggð.
Í lok fundarins var borgarstjóranum afhentur borði annars borgarfulltrúans með árituninni „Ungfrú Spök" með þeim orðum að vonandi yrði þessi borði honum til minnis um þetta kvöld og e.t.v. til áminningar. Forseta borgarstjórnar var gefin kórónan til eignar og minningar. Hvorugur sá ástæðu til að þakka fyrir sigl! Borgarstjórinn sagði bara að enginn segði sér fyrir verkum — hann myndi koma fram hvar og hvenær sem honum svo sýndist hér eftir sem hingað til, það væri hans eigið og persónulega mál. Þar hefur borgarstjórinn reyndar rangt fyrir sér. Þegar hann kemur fram sem borgarstjóri er hann fulltrúi borgarinnar og íbúa hennar — „borgarstjóri allra Reykvíkinga" eins og hann sagði sjálfur (það er líklega það kosningaloforð, sem hann hefur staðið verst við) — en ekki fulltrúi sjálfs sín.
Og það var alveg ljóst af viðbrögðunum hver afstaða Reykvíkinga er til þess að borgarstjórinn skuli leggja sitt af mörkum til að viðhalda úreltum hugmyndum um gildi kvenna: hamingjuóskunum hefur ekki linnt. Þannig að við höfum verið harla drjúgar með okkur upp á síðkastið. Markmið Kvennaframboðsins er jú einmitt að vekja athygli á þeirri staðreynd að konur eru ekki eins og gömlu hugmyndir karlanna um okkur eru — við getum skilgreint okkur sjálfar takk fyrir kærlega!
(MS)
Yfirlýsing flutt í byrjun borgarstjórnarfundarins
Við höfum valið þennan fund borgarstjórnar til þess að mótmæla þeirri kvenímynd, sem haldið hefur verið óvenju sterkt að okkur konum síðustu vikur í tilefni nýafstaðinnar fegurðarsamkeppni. Ástæðan fyrir því að við veljum fund borgarstjórnar sem vettvang mótmæla okkar, er forganga borgarstjóra við að viðhalda áðurnefndri ímynd og ummæli hans við krýningu fegurðardrottningar nýlega. Við það tækifæri gerðist hann opinber fulltrúi karlrembunnar og sýndi sinn innri mann með því að reyna að vera fyndinn á kostnað kvenna.
Við munum því hér á fundinum reyna að hegða okkur í samræmi við boðskap þessarar ímyndar til þess að mótmæla henni og sýna fram á fáránleik hennar. Þessi ímynd karlveldisins er í stuttu máli, að gildi kvenna felist í snotru andliti, grönnu mitti, réttu ummáli brjósta og mjaðma. Þessum þáttum kvenímyndarinnar getum við ekki tryggt að við komum til skila. Móðir náttúra á þar hlut að máli. Hinum þáttum kvenímyndarinnar, þ.e. skoðanaleysinu, virðingu fyrir valdinu og að vera meðfærilegar ráðum við hins vegar skár við. Til þess að það megi þó gerast, verður nokkur misbrestur á málefnalegri afstöðu okkar á fundinum.
Sanni eitthvað mikilvægi kvenfrelsisbaráttu, er það sú staðreynd að þrátt fyrir sívaxandi þátttöku kvenna í alls konar störfum og í stjórnmálum, reyna karlar ennþá að halda á lofti þessari fölsku ímynd. Þrátt fyrir Kvennaframboð og Kvennalista og fjölda kvennahreyfinga, sem hafa sannað fylgi fólks við breytta og raunsannari ímynd kvenna, er karlveldið samt við sig og þar skipar borgarstjóri sjálfan sig í forystusveit.
Það er sorglegt að horfa á unga menn í geirfuglshlutverki.
Bókun vegna tillögu, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti í skipulagsnefnd þess efnis að fulltrúar íbúasamtaka fengju áheyrnar- og tillögurétt á fundum nefndarinnar, þegar málefni þeirra hverfis væru á dagskrá. Tillagan var felld. Á sama skipulagsnefndarfundi var samþykkt að fulltrúi Kaupmannasamtakanna fengi áheyrnar- og tillögurétt þar.
Það er auðvitað satt, að þeim mun færri sem sitja eða eru áheyrnarfulltrúar í nefndum, þeim mun hraðara er hægt að taka ákvarðanir og framkvæma. Það er von að duglegir strákar eins og borgarstjórinn, vilji ekki láta fullt af einhverju fólki, sem bara á að hugsa um borgarmálin fjórða hvert ár, tefja málin í nefndunum.
Mikið var það þó gott, að Kaupmannasamtökin skyldu samt fá að koma í skipulagsnefnd en samt skiljum við ekki alveg hvers vegna þeir, sem eiga heima í hverfunum mega ekki vera þarna líka. Þetta ruglar okkur alveg, við vitum eiginlega ekkert hvað við eigum að gera í þessu máli.
Bókun vegna kaupa borgarinnar á Ölfusvatni
Mikið finnst okkur það flott hjá borgarstjóra að drífa í því að kaupa sumarbústaðaland fyrir Hitaveituna. Svo fékk hann þetta líka á svo góðum kjörum og eins og hann sagði í útvarpinu um daginn, þá getur hann selt þetta aftur undir sumarbústaði fyrir 200 milljónir. Auðvitað er alveg eðlilegt, að fólkið sem er að selja vilja búa þarna ókeypis áfram og passa að enginn fari að klessa einhverjum sumarbústaðaskúrum á landið. Svo er þetta líka kunningjafólk hans Daviðs. Og hann er nú alltaf svo almennilegur og greiðugur við vini sína. Það segja líka allir að það sé alveg ótrúlegt hvað hann er vinsæll. Kannski geta vinir hans sem eiga Hagavíkina líka fengið svona samning seinna, ef að t.d. Hitaveituna fer að vanta kalt vatn til að hita upp nýju Nesjavallahitaveituna. Okkur finnst þetta algjört æði, þetta gefur nefnilega svo mikla möguleika. Annars er svo voðalega erfitt að átta sig á öllum þessum tæknilegu hlutum og fasteignaviðskiptum og svoleiðis. Okkar menn sjá alltaf um það fyrir okkur.
Bókun vegna kaupsins í unglingavinnunni
Auðvitað eigum við ekki alltaf að vera að hugsa um hvað einhverjum unglingum finnst um unglingavinnuna og kaupið þar. Þau hafa ekkert vit á þessu. Svo er það svo hollt fyrir krakkana að keppa innbyrðis um þessar krónur. Það er svo gott veganesti út í lífið. Þeir sem fá ekki bónus, geta bara sjálfum sér um kennt, þeir eru bara latir eða hisknir eða svoleiðis. Annars segir Óli minn að kaupið sé allt of lítið svo við erum alveg strand í þessu máli.
Yfirlýsing flutt í lok borgarstjórnarfundarins
Þessi mótmæli okkar gegn falskri og fjarstæðukenndri kvenímynd karlveldisins hafa verið okkur erfið. Þau hafa verið erfið vegna þess, hversu ósönn þessi kvenímynd er. Konur eru ekki svona, hvorki fegurðardrottningar né aðrar konur. Við viljum undirstrika, að öllum þeim heilaþvotti, sem beinist sterkast að okkur konum í kring um atburði eins og fegurðarsamkeppnir, er ætlað að halda okkur föstum í hlutverki, sem karlar skapa og ala á vegna þess að þannig ógnum við konur ekki karlveldinu.
Fegurðarsamkeppni er því ekki sniðug uppákoma eða tilbreyting í hversdagsleikanum. Opinber þátttaka borgarstjóra í þeirri athöfn er móðgun við konur.
___
Afritað úr VERU í tilefni fjörtíu ára afmælis Kvennafrídagsins.
Efnisorð: fegurðarsamkeppnir, feminismi, sveitastjórnarmál
<< Home