Dílað við svarthol í heilanum
Enn ein byltingin er hafin á samfélagsmiðlum. Fólk stígur unnvörpum fram og segir frá geðrænum vandamálum sínum, t.am. kvíða, þunglyndi og átröskun. Segir frá heimsóknum til sálfræðinga og geðlækna, innlögnum á spítala, sjálfsmorðstilraunum, sjálfskaðandi hegðun og erfiðleikum við að takast á við daglegt líf. Sumir í bata, öðrum vex kjarkur við að sjá þessa opinberun og panta sér fyrsta tímann hjá geðlækni eða sálfræðingi. Karlmenn segja frá geðrænum vandamálum sínum ekki síður en konur, og brjótast þannig ekki bara út úr þögninni kringum geðræn vandamál heldur því tabúi að tala um tilfinningar sínar og erfiðleika.
Áberandi eru sögur þeirra sem hafa komið sér upp grímu gagnvart umheimnum til þess að aðrir komist ekki að raunverulegri líðan, hressleikinn notaður sem vörn. Jafn áberandi hvað mörgum er mætt með skilningsleysi þeirra sem halda að gríman sé raunveruleg og trúa ekki að undir henni sé vanlíðan og ótti.
Í átakinu felst að segja frá öllu því fáránlega sem sagt er við fólk þegar það segir frá líðan sinni eða sjúkdómsgreiningu. Hresstu þig við, er algengt viðkvæði. Farðu út að ganga. Hamingja er val. Þú getur stjórnað hvernig þér líður. Hugsaðu jákvætt, farðu í jóga, hristu þetta af þér, vertu ekki að velta þér upp úr þessu. Ekki vera leið það hafa margir það verra en þú ( sú sem fékk þessa athugasemd fann gott andsvar: „ekki vera glöð, það hafa margir það betra en þú“).
Ættingjar einnar stúlku kölluðu sjálfsmorðstilraun hennar ‘dramakast’.
Margir vitnisburðir eru um kennara sem skammast yfir eða hæðast að lélegri mætingu nemenda sem komast ekki framúr rúminu vegna kvíða eða þunglyndis. Ekki er það til að bæta líðan nemendanna.
Það er hverri baráttu í hag að þekkt fólk leggi nafn sitt við hana. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um „eigin geðsjúkdóma og erfiðleika“ eru Emmsjé Gauti, Steiney Skúladóttir, Salka Sól og Kött Grá Pje. (Frá þeim síðastnefnda er yfirskrift bloggfærslunnar fengin.)
Ungt fólk er reyndar í meirihluta þeirra sem tjáir sig og vonandi bendir það til þess að yngri kynslóðir verði ekki jafn þrúgaðar af þögn og skömm yfir geðrænum sjúkdómum og erfiðleikum og fyrri kynslóðir. En það þarf meira til, það þarf að lögbinda sálfræðiþjónstu í grunn- og framhaldsskólum. Óskar Steinn Ómarsson skrifaði í sumar góða grein um það, þar sem hann sagði m.a.
Raunar ætti sálfræðiþjónusta fyrir fullorðna að vera niðurgreidd af sjúkratryggingum, en það er hún ekki. Það vex fólki eðlilega í augum (ofan á alla aðra vanlíðan) að eiga að borga háar fjárhæðir fyrir hvern tíma hjá sálfræðingi, hvað þá ef meðferðin stendur lengi yfir eins og algengt er. Fleiri hafa efni á að leita til geðlækna en nálgun þeirra er ólík sálfræðinga og hentar því ekki öllum (sjá hér um muninn á geðlæknum og sálfræðingum). Báðar þessar stéttir eru með einkarekstur (en einungis þjónusta annarar niðurgreidd) og fólk ætti að hafa val um hvert það leitar sér hjálpar, það ætti ekki að vera eingöngu á færi efnafólks að ganga til sálfræðings. Það má vona að ein afleiðing geðsjúkdómafordómabyltingarinnar verði sú að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd fyrir alla, og ókeypis fyrir grunn- og framhaldsskólanema. [Viðbót:] „Sálfræðimeðferð fyrir þá sem á þurfa að halda á að teljast til réttinda, ekki forréttinda.“
Fjölmargt hefur borið á góma í umræðum dagsins (sbr. niðurgreidd sálfræðiþjónusta) og vísað hefur verið á greinar (sem hafa ratað hér inn), þar af eina sem ætluð er ástvinum þunglyndra. Þar er meðal annars varað við því að segja asnalega hluti (sem eru eflaust vel meintir, a.m.k. stundum), og eru dæmin sem þar eru tekin verulega lík þeim sem rakin eru hér fyrir ofan.
Eitt af því sem þeim sem tjá sig er hugleikið er sá greinarmunur sem gerður er á líkamlegum og geðrænum sjúkdómum.
Áberandi eru sögur þeirra sem hafa komið sér upp grímu gagnvart umheimnum til þess að aðrir komist ekki að raunverulegri líðan, hressleikinn notaður sem vörn. Jafn áberandi hvað mörgum er mætt með skilningsleysi þeirra sem halda að gríman sé raunveruleg og trúa ekki að undir henni sé vanlíðan og ótti.
Í átakinu felst að segja frá öllu því fáránlega sem sagt er við fólk þegar það segir frá líðan sinni eða sjúkdómsgreiningu. Hresstu þig við, er algengt viðkvæði. Farðu út að ganga. Hamingja er val. Þú getur stjórnað hvernig þér líður. Hugsaðu jákvætt, farðu í jóga, hristu þetta af þér, vertu ekki að velta þér upp úr þessu. Ekki vera leið það hafa margir það verra en þú ( sú sem fékk þessa athugasemd fann gott andsvar: „ekki vera glöð, það hafa margir það betra en þú“).
Ættingjar einnar stúlku kölluðu sjálfsmorðstilraun hennar ‘dramakast’.
Margir vitnisburðir eru um kennara sem skammast yfir eða hæðast að lélegri mætingu nemenda sem komast ekki framúr rúminu vegna kvíða eða þunglyndis. Ekki er það til að bæta líðan nemendanna.
Það er hverri baráttu í hag að þekkt fólk leggi nafn sitt við hana. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um „eigin geðsjúkdóma og erfiðleika“ eru Emmsjé Gauti, Steiney Skúladóttir, Salka Sól og Kött Grá Pje. (Frá þeim síðastnefnda er yfirskrift bloggfærslunnar fengin.)
Ungt fólk er reyndar í meirihluta þeirra sem tjáir sig og vonandi bendir það til þess að yngri kynslóðir verði ekki jafn þrúgaðar af þögn og skömm yfir geðrænum sjúkdómum og erfiðleikum og fyrri kynslóðir. En það þarf meira til, það þarf að lögbinda sálfræðiþjónstu í grunn- og framhaldsskólum. Óskar Steinn Ómarsson skrifaði í sumar góða grein um það, þar sem hann sagði m.a.
„Í lögum um grunn- og framhaldsskóla er hvergi að finna nein ákvæði um aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu. Í dag er því eina raunverulega úrræðið að leita til dýrra sálfræðinga utan veggja skólans. Vegna mikils kostnaðar bíta margir á jaxlinn og veigra sér við því að leita aðstoðar. Rétturinn til gjaldfrjálsrar sálfræðiþjónustu í grunn- og framhaldsskólum landsins á að vera sjálfsagður og óskoraður. Um er að ræða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem getur skipt sköpum fyrir ungt fólk sem á í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu.“
Raunar ætti sálfræðiþjónusta fyrir fullorðna að vera niðurgreidd af sjúkratryggingum, en það er hún ekki. Það vex fólki eðlilega í augum (ofan á alla aðra vanlíðan) að eiga að borga háar fjárhæðir fyrir hvern tíma hjá sálfræðingi, hvað þá ef meðferðin stendur lengi yfir eins og algengt er. Fleiri hafa efni á að leita til geðlækna en nálgun þeirra er ólík sálfræðinga og hentar því ekki öllum (sjá hér um muninn á geðlæknum og sálfræðingum). Báðar þessar stéttir eru með einkarekstur (en einungis þjónusta annarar niðurgreidd) og fólk ætti að hafa val um hvert það leitar sér hjálpar, það ætti ekki að vera eingöngu á færi efnafólks að ganga til sálfræðings. Það má vona að ein afleiðing geðsjúkdómafordómabyltingarinnar verði sú að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd fyrir alla, og ókeypis fyrir grunn- og framhaldsskólanema. [Viðbót:] „Sálfræðimeðferð fyrir þá sem á þurfa að halda á að teljast til réttinda, ekki forréttinda.“
Fjölmargt hefur borið á góma í umræðum dagsins (sbr. niðurgreidd sálfræðiþjónusta) og vísað hefur verið á greinar (sem hafa ratað hér inn), þar af eina sem ætluð er ástvinum þunglyndra. Þar er meðal annars varað við því að segja asnalega hluti (sem eru eflaust vel meintir, a.m.k. stundum), og eru dæmin sem þar eru tekin verulega lík þeim sem rakin eru hér fyrir ofan.
Eitt af því sem þeim sem tjá sig er hugleikið er sá greinarmunur sem gerður er á líkamlegum og geðrænum sjúkdómum.
„Að leita sér hjálpar vegna geðsjúkdóma á að vera jafn sjálfsagt og að fara til læknis þegar maður brýtur bein eða verkjar í líkamann.“Í kjölfar þessarar byltingar verður það mun auðveldara fyrir marga að leita sér hjálpar. Skömminni hefur verið aflétt.
Efnisorð: heilbrigðismál
<< Home