Enn ein ástæðan til að vera á móti staðgöngumæðrun
Ég hef skrifað slatta af pistlum um staðgöngumæðrun, þar sem ég lýsi andstöðu minni við að konur gangi með börn fyrir aðra gegn greiðslu eða af greiðasemi, og Knúzið hefur birt nokkra góða sem hafa lýst svipuðum skoðunum.
Viðtal við Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur í Kastljósi varð síst til að breyta skoðun minni. Hún ætlaði að gefa sér nákomnu fólki barn, og gerði ráð fyrir að hitta barnið oft enda mikill samgangur milli hennar og foreldranna sem ættleiddu barnið og það upp. En svo er lokað á hana. Hún hafði lokið sínu hlutverki. Velgjörðin forsmáð. Auðvitað er svo henni kennt um alltsaman. Eftir stendur hún með tilfinninguna um að hafa misst barn.
Í pistlum mínum hef ég talið til ýmsar ástæður þess að ég er á móti staðgöngumæðrun, en nú finnst mér ástæða til að árétta þetta: Mér finnst grimmdarlegt að fara fram á það við konur að þær gefi frá sér barn sem þær hafa alið undir brjósti.
Það var afar hugrakkt af Guðlaugu Elísabetu að segja sögu sína. Skilaboð hennar eru skýr: hún hvetur konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær ákveða að gerast staðgöngumæður. Það er nauðsynlegt að þessi hlið komi fram áður en frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verður tekið fyrir á þingi.
Viðtal við Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur í Kastljósi varð síst til að breyta skoðun minni. Hún ætlaði að gefa sér nákomnu fólki barn, og gerði ráð fyrir að hitta barnið oft enda mikill samgangur milli hennar og foreldranna sem ættleiddu barnið og það upp. En svo er lokað á hana. Hún hafði lokið sínu hlutverki. Velgjörðin forsmáð. Auðvitað er svo henni kennt um alltsaman. Eftir stendur hún með tilfinninguna um að hafa misst barn.
Í pistlum mínum hef ég talið til ýmsar ástæður þess að ég er á móti staðgöngumæðrun, en nú finnst mér ástæða til að árétta þetta: Mér finnst grimmdarlegt að fara fram á það við konur að þær gefi frá sér barn sem þær hafa alið undir brjósti.
Það var afar hugrakkt af Guðlaugu Elísabetu að segja sögu sína. Skilaboð hennar eru skýr: hún hvetur konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær ákveða að gerast staðgöngumæður. Það er nauðsynlegt að þessi hlið komi fram áður en frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verður tekið fyrir á þingi.
Efnisorð: staðgöngumæðrun
<< Home