Breiðholtsbúgí
Það er væntanlega lýðum ljóst að ég er mjög ósátt við skipulagsmál í Reykjavík. Ber þar hæst óánægju mína með staðarval — en ekki síst steypumagn — Landspítalans, en allskonar niðurrif og tilhliðranir í þágu gírugra verktaka og hótelbyggjenda spila einnig stóra rullu.
Þrátt fyrir þetta er ég ánægð með sumt sem gert hefur verið undanfarið í borginni. Ég er tildæmis nokkuð ánægð með breytinguna á ásýnd Borgartúns, sem áður var gríðarlega niðurdrepandi steypulitaður massi hvert sem litið var (það er eftir sem áður lífshættulegt að ganga fyrir hornið á heimskulega turninum). Eftir að gatan var tekin í gegn hef ég oft átt þar leið um á bíl, en einnig í strætó, hjólandi og fótgangandi (á þartilgerðri gangstétt), og alltaf dásamað þessa breytingu. Hjólreiðabrautir og gangstéttir eru hreinn munaður miðað það sem áður var og líflegir litir á gangstéttarhellum og ljósastaurum gleðja augað. Það má vel vera að það myndist þarna óásættanlegir flöskuhálsar þegar allir skrifstofuþrælarnir fara úr og í vinnu á sama tíma, en fyrir okkur hin sem eigum þarna aðallega leið utan annatíma er þetta með skemmtilegri götum.
Annað og enn skemmtilegra er sú stefna að setja upp vegglistaverk á blokkir í Breiðholti. Ég hrósa ekki Jóni Gnarr oft en þetta var snilldarhugmynd, og yfirhöfuð var mjög jákvætt hjá honum að auka veg Breiðholts og leggja áherslu á þennan borgarhluta, sem hann gerði tildæmis með því að flytja skrifstofur borgarstjóra tímabundið í menningarmiðstöðina Gerðuberg. (Síðan þá hefur Dagur B. Eggertsson einnig haft starfsstöð sína þar og líka í Árbæ).
Vegglistaverkin, sem sett hafa verið upp í framhaldi af tillögu Jóns Gnarr og samþykkt borgarráðs um fjölgun listaverka í opinberu rými í Breiðholti, eru nú orðin fimm talsins.
Á föstudaginn var afhjúpað vegglistaverkið Frumskógardrottningin eftir Erró við íþróttamiðstöðina við Austurberg (Breiðholtslaug er hluti af íþróttamiðstöðinni) en fyrir sléttu ári var fyrri hluti verksins afhjúpaður en sá heitir Réttlætisgyðjan og er á húsgafli fjölbýlishúss við Álftahóla.
Fyrsta vegglistaverkið í efra Breiðholti var hinsvegar afhjúpað í október 2013 og var það Birtingarmynd eftir Theresu Himmer sem er í Jórufelli. Í júlí í fyrra var röðin komin að Asparfelli en þar er Fjöðrin eftir Söru Riel. Næst kom fyrri hluti Errómyndarinnar en einnig í september það ár var veggmynd eftir Ragnar Kjartansson komin á blokkargafl við Krummahóla. Þá eru ótalin verk eftir vegglistahóp frá frístundamiðstöðinni Miðbergi sem eru staðsett víða í hverfinu t.d. á veggjum frístundamiðstöðvarinnar, á undirgöngum og á húsaveggjum. (Af einhverjum ástæðum eru vegglistaverkin ekki á korti Listasafns Reykjavíkur yfir list í almenningsrými.)
Fyrir fólk sem aldrei á erindi í Breiðholtið er nú full ástæða til að skoða á korti hvernig hægt er að komast á þennan framandi stað. Smyrja síðan nesti og leggja í hann eftir að hafa látið nánustu ættingja vita um þessa hættuför og áætlaða heimkomu. Skoða svo öll vegglistaverkin og gleðjast yfir því sem þó er vel gert í Reykjavík.
Og úr því ég er orðin svona jákvæð þá munar mig ekkert um að tilkynna að ég hef skipt um skoðun á staðarvali Svörtu keilunnar á Austurvelli. Mér finnst hún bara mjög fín þar sem hún er.
Þrátt fyrir þetta er ég ánægð með sumt sem gert hefur verið undanfarið í borginni. Ég er tildæmis nokkuð ánægð með breytinguna á ásýnd Borgartúns, sem áður var gríðarlega niðurdrepandi steypulitaður massi hvert sem litið var (það er eftir sem áður lífshættulegt að ganga fyrir hornið á heimskulega turninum). Eftir að gatan var tekin í gegn hef ég oft átt þar leið um á bíl, en einnig í strætó, hjólandi og fótgangandi (á þartilgerðri gangstétt), og alltaf dásamað þessa breytingu. Hjólreiðabrautir og gangstéttir eru hreinn munaður miðað það sem áður var og líflegir litir á gangstéttarhellum og ljósastaurum gleðja augað. Það má vel vera að það myndist þarna óásættanlegir flöskuhálsar þegar allir skrifstofuþrælarnir fara úr og í vinnu á sama tíma, en fyrir okkur hin sem eigum þarna aðallega leið utan annatíma er þetta með skemmtilegri götum.
Annað og enn skemmtilegra er sú stefna að setja upp vegglistaverk á blokkir í Breiðholti. Ég hrósa ekki Jóni Gnarr oft en þetta var snilldarhugmynd, og yfirhöfuð var mjög jákvætt hjá honum að auka veg Breiðholts og leggja áherslu á þennan borgarhluta, sem hann gerði tildæmis með því að flytja skrifstofur borgarstjóra tímabundið í menningarmiðstöðina Gerðuberg. (Síðan þá hefur Dagur B. Eggertsson einnig haft starfsstöð sína þar og líka í Árbæ).
Vegglistaverkin, sem sett hafa verið upp í framhaldi af tillögu Jóns Gnarr og samþykkt borgarráðs um fjölgun listaverka í opinberu rými í Breiðholti, eru nú orðin fimm talsins.
Á föstudaginn var afhjúpað vegglistaverkið Frumskógardrottningin eftir Erró við íþróttamiðstöðina við Austurberg (Breiðholtslaug er hluti af íþróttamiðstöðinni) en fyrir sléttu ári var fyrri hluti verksins afhjúpaður en sá heitir Réttlætisgyðjan og er á húsgafli fjölbýlishúss við Álftahóla.
Fyrsta vegglistaverkið í efra Breiðholti var hinsvegar afhjúpað í október 2013 og var það Birtingarmynd eftir Theresu Himmer sem er í Jórufelli. Í júlí í fyrra var röðin komin að Asparfelli en þar er Fjöðrin eftir Söru Riel. Næst kom fyrri hluti Errómyndarinnar en einnig í september það ár var veggmynd eftir Ragnar Kjartansson komin á blokkargafl við Krummahóla. Þá eru ótalin verk eftir vegglistahóp frá frístundamiðstöðinni Miðbergi sem eru staðsett víða í hverfinu t.d. á veggjum frístundamiðstöðvarinnar, á undirgöngum og á húsaveggjum. (Af einhverjum ástæðum eru vegglistaverkin ekki á korti Listasafns Reykjavíkur yfir list í almenningsrými.)
Fyrir fólk sem aldrei á erindi í Breiðholtið er nú full ástæða til að skoða á korti hvernig hægt er að komast á þennan framandi stað. Smyrja síðan nesti og leggja í hann eftir að hafa látið nánustu ættingja vita um þessa hættuför og áætlaða heimkomu. Skoða svo öll vegglistaverkin og gleðjast yfir því sem þó er vel gert í Reykjavík.
Og úr því ég er orðin svona jákvæð þá munar mig ekkert um að tilkynna að ég hef skipt um skoðun á staðarvali Svörtu keilunnar á Austurvelli. Mér finnst hún bara mjög fín þar sem hún er.
Efnisorð: menning, sveitastjórnarmál
<< Home