Júlíuppgjör
Hér gætu komið vangaveltur um óvart mistök Stöðvar 2 sem fjallaði ítarlega um fyrirtæki og síðar kom í ljós að fyrirtækið hafði borgað fyrir jákvæða umfjöllun en áhorfendum var aldrei sagt frá því. Slíkar kostaðar umfjallanir gætu hafa birst eftir það hjá 365 miðlum, tildæmis í formi gríðarlega jákvæðs fréttaflutnings frá Þjóðhátíð í Eyjum á bæði Vísi og Stöð 2, en við bara getum ekki verið viss. Þessvegna er best að ræða það bara ekkert, enda þögnin best um sum mál.
Margt annað er svosem hægt að ræða, eins og þær furðulegu uppástungur sem settar voru fram í júlí og sneru að grunnþörfum fólks. Eina þeirra átti húsnæðismálaráðherra, og hún var sú að fólk ætti ekkert að fara að heiman heldur búa lengi í foreldrahúsum. Svo ætti fólk að vinna með námi til að spara fyrir húsnæði síðar meir og losna við að taka námslán. Vegna vinnunnar tæki lengri tíma að klára námið, sem er reyndar alveg öfugt við yfirlýsta stefnu menntamálaráðherra sem vill að fólk haski sér gegnum nám á öllum stigum. Flokkssystir hans setti fram aðra undraverða lausn á grunnþörfum fólks: það eigi að kaupa minna af mat. Þá myndi ríkisstjórnin líka losna við að heyra þetta endalausa nöldur um hvað virðisaukaskattur á mat er hár. Hann er reyndar ekki þingmaður sá sem stakk uppá að fólk hætti að pissa á ferðalögum, það geti barasta pissað áður en það legði af stað og láta það duga fyrir daginn, en hann hlýtur að vera efnilegur kandídat á framboðslista annarshvors stjórnarflokkanna.
Hér á eftir fara ýmsar smáar og stórar fréttir júlímánaðar. Þeim er til hagræðis skipt upp í jákvæðar fréttir og neikvæðar að hætti hússins.
LOF
Almenningur vill sterkt heilbrigðiskerfi
Íslendingar eru ekki jafn hrifnir af frjálshyggju og Sjálfstæðisflokkurinn og hafna einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.
„Stuðningur Íslendinga við að meira fé ætti að veita til heilbrigðismála og að hið opinbera reki heilbrigðisþjónustuna hefur aukist mjög frá 2006 samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans. Mjög lítill stuðningur er við einkavæðingu hennar.“
Það er ennþá smá vit eftir í landanum.
Vilja friðlýsa Akurey
Það er góð hugmynd hjá Fuglaverndarfélagi Íslands að skora á borgaryfirvöld að friðlýsa Akurey og vernda hana þannig gegn byggingarstarfsemi og veiðum. Vonandi verður orðið við þeirri ósk.
Mannréttindi fyrir alla
Hundar og kettir hafa fengið borgaraleg réttindi í Trigueros del Valle sem er lítill bær á norðvestur Spáni. Bæjarráðið samþykkti einróma ný lög sem gefa köttum og hundum ámóta réttindi og aðrir bæjarbúar hafa. Það má því ekkert frekar meiða og drepa dýrin en mannfólkið. Nýja löggjöfin nær líka yfir naut sem þýðir að í reynd að nautaat er bannað. Mér finnst þetta frábært.
Seglum þöndum á Skjálfandaflóa
Tekið hefur verið í notkun rafknúið seglskip í hvalaskoðun á Skjálfandaflóa.
LAST
Strikað út fyrir
Gunnar teiknari sem hingað til hefur verið með ágætar myndir í Fréttablaðinu fór rækilega útaf sporinu meðmynd af Ragnheiði Elínu Árnadóttur þar sem hún liggur hálfnakin undir sæng og virðist vera að bjóða túristum uppí til sín (með skilyrðum). Þetta átti greinilega að vera gys í tilefni af orðum hennar um að hafa verið tekin í bólinu í málefnum ferðamanna (hún sagði reyndar „við vorum tekin í bólinu“), en angaði samt aðallega af kvenfyrirlitningu á borð við þá sem einkenndi teikningar Sigmunds í Morgunblaðinu. Það er ekkert fyndið við það að lítillækka konur í valdastöðum með því að sýna þær fáklæddar í rúminu.
Viðhorf til túrista
Eins og fram kom hér að ofan hafa þvaglát ferðamanna og hægðir verið mönnum óvenju hugleikin. Ætlast er til að útlendingar haldi í sér meðan á Íslandsdvöl stendur og amast við að þeir gangi örna sinna þegar þeir þess þurfa (ég er ekki með nokkru móti að mæla ýmsum aðförum þeirra eða staðarvali bót). Jón Trausti Reynisson skrifaði áhugaverðan pistil um viðhorf okkar til ferðamanna og hegðunar þeirra (sem hefði átt að lenda lof-megin). Vonandi verður svo búið að koma upp góðri salernisaðstöðu (snyrtilegri, opin allan sólarhringinn, gerð fyrir fjölda manns) á helstu ferðamannastöðum innan tíðar, svona gengur þetta ekki lengur.
Nýir vendir sópa undir teppið
Þvagleggur sýslumaður en nú orðinn lögreglustjóri á Suðurnesjum og þar lætur hann til sín taka. Fyrirrennari hans þar í starfi (núverandi lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins) hafði tekið upp breytt verklag með hagsmuni fórnarlamba heimilisofbeldis í fyrirrúmi. En Þvagleggur púkkar ekkert uppá þetta og fréttir herma að
Betrun, já takk
Hvorki er til fjármagn né mannskapur hjá Fangelsismálastofnun til að sinna meðferð dæmdra kynferðisbrotamanna. Ef slík meðferð getur breytt hugsun og hegðun kynferðisbrotamanna er glæpsamleg vanræksla af yfirvöldum að veita hana ekki. Gjöra svo vel að setja fjármagn í þetta strax. (Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar góðan pistil um þetta.)
Létt á skattbyrði einsetubóndans á Hrafnabjörgum
Álagningarskrár eru þarfaþing og sérstaklega þegar þær eru opnar og aðgengilegar. Hvar annarstaðar fengist upplýst að
Örsmá frétt um afrek
Jón Margeir Sveinsson vann silfur í 200 metra skriðsundi á HM fatlaðra (sem er lofsvert afrek). Þetta þótti íþróttafréttamönnum Fréttablaðsins greinilega ekki merkilegra en svo að það er varla hægt að sjá fréttina á íþróttasíðunni. Hinsvegar er miklu plássi eytt í einhvern knattspyrnumann sem spilar með norsku liði og rætt við hann um landsliðsdrauma hans. Silfur á heimsmeistaramóti er auðvitað bara smáræði miðað við mikilvægi fótboltastrákaviðtalsins.
Aðförin að Búkollu
Ekki vissi ég fyrr en ég las leiðara Óla Kristjáns Ármannssonar að á nýliðnu þingi hafi verið samþykkt að „flytja megi inn erfðaefni holdanautgripa með það fyrir augum að efla innlenda nautakjötsframleiðslu“. Ég hef skrifað gegn því að flytja inn fósturvísa til að ‘kynbæta’ íslenskar kýr og skoðun mín hefur ekki breyst, hvað þá þegar varnaðarorð Margrétar Guðnadóttur veirufræðings eru höfð í huga. Leiðarahöfundurinn hefur smá áhyggjur vegna þeirra en aðallega fagnar hann þessu og hvetur einnig til kynblöndunar eða innflutnings á erlendu kyni mjólkurkúa. Ég gæti ekki verið meira ósammála og er mjög ósátt við þessa ákvörðun þingsins.
Svo var líka kalt í júlí.
Margt annað er svosem hægt að ræða, eins og þær furðulegu uppástungur sem settar voru fram í júlí og sneru að grunnþörfum fólks. Eina þeirra átti húsnæðismálaráðherra, og hún var sú að fólk ætti ekkert að fara að heiman heldur búa lengi í foreldrahúsum. Svo ætti fólk að vinna með námi til að spara fyrir húsnæði síðar meir og losna við að taka námslán. Vegna vinnunnar tæki lengri tíma að klára námið, sem er reyndar alveg öfugt við yfirlýsta stefnu menntamálaráðherra sem vill að fólk haski sér gegnum nám á öllum stigum. Flokkssystir hans setti fram aðra undraverða lausn á grunnþörfum fólks: það eigi að kaupa minna af mat. Þá myndi ríkisstjórnin líka losna við að heyra þetta endalausa nöldur um hvað virðisaukaskattur á mat er hár. Hann er reyndar ekki þingmaður sá sem stakk uppá að fólk hætti að pissa á ferðalögum, það geti barasta pissað áður en það legði af stað og láta það duga fyrir daginn, en hann hlýtur að vera efnilegur kandídat á framboðslista annarshvors stjórnarflokkanna.
Hér á eftir fara ýmsar smáar og stórar fréttir júlímánaðar. Þeim er til hagræðis skipt upp í jákvæðar fréttir og neikvæðar að hætti hússins.
LOF
Almenningur vill sterkt heilbrigðiskerfi
Íslendingar eru ekki jafn hrifnir af frjálshyggju og Sjálfstæðisflokkurinn og hafna einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.
„Stuðningur Íslendinga við að meira fé ætti að veita til heilbrigðismála og að hið opinbera reki heilbrigðisþjónustuna hefur aukist mjög frá 2006 samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans. Mjög lítill stuðningur er við einkavæðingu hennar.“
Það er ennþá smá vit eftir í landanum.
Vilja friðlýsa Akurey
Það er góð hugmynd hjá Fuglaverndarfélagi Íslands að skora á borgaryfirvöld að friðlýsa Akurey og vernda hana þannig gegn byggingarstarfsemi og veiðum. Vonandi verður orðið við þeirri ósk.
Mannréttindi fyrir alla
Hundar og kettir hafa fengið borgaraleg réttindi í Trigueros del Valle sem er lítill bær á norðvestur Spáni. Bæjarráðið samþykkti einróma ný lög sem gefa köttum og hundum ámóta réttindi og aðrir bæjarbúar hafa. Það má því ekkert frekar meiða og drepa dýrin en mannfólkið. Nýja löggjöfin nær líka yfir naut sem þýðir að í reynd að nautaat er bannað. Mér finnst þetta frábært.
Seglum þöndum á Skjálfandaflóa
Tekið hefur verið í notkun rafknúið seglskip í hvalaskoðun á Skjálfandaflóa.
„Að jafnaði verða rafgeymarnir hlaðnir þegar skipið kemur til hafnar með umhverfisvænni orku af orkukerfi landsins. Í hvalaskoðunarferðum mun rafmótorinn knýja skrúfubúnaðinn en þegar skipið siglir fyrir seglum er hægt að breyta skurði skrúfublaðanna og nýta búnaðinn til að hlaða rafmagni inn á geyma skipsins. Þetta er í fyrsta skipti sem slík tækni er nýtt um borð í skipi og hefur hún vakið mikla athygli þar sem hún hefur verið kynnt erlendis.“Gefur að skilja, segir einnig í frétt Akureyri vikublaðs (sáluga), að minni truflun er fyrir sjávarlífríkið að sigla um á hljóðlátan og vistvænan hátt en með mengandi vélarskellum. Þetta er mikið framfaraskref.
LAST
Strikað út fyrir
Gunnar teiknari sem hingað til hefur verið með ágætar myndir í Fréttablaðinu fór rækilega útaf sporinu meðmynd af Ragnheiði Elínu Árnadóttur þar sem hún liggur hálfnakin undir sæng og virðist vera að bjóða túristum uppí til sín (með skilyrðum). Þetta átti greinilega að vera gys í tilefni af orðum hennar um að hafa verið tekin í bólinu í málefnum ferðamanna (hún sagði reyndar „við vorum tekin í bólinu“), en angaði samt aðallega af kvenfyrirlitningu á borð við þá sem einkenndi teikningar Sigmunds í Morgunblaðinu. Það er ekkert fyndið við það að lítillækka konur í valdastöðum með því að sýna þær fáklæddar í rúminu.
Viðhorf til túrista
Eins og fram kom hér að ofan hafa þvaglát ferðamanna og hægðir verið mönnum óvenju hugleikin. Ætlast er til að útlendingar haldi í sér meðan á Íslandsdvöl stendur og amast við að þeir gangi örna sinna þegar þeir þess þurfa (ég er ekki með nokkru móti að mæla ýmsum aðförum þeirra eða staðarvali bót). Jón Trausti Reynisson skrifaði áhugaverðan pistil um viðhorf okkar til ferðamanna og hegðunar þeirra (sem hefði átt að lenda lof-megin). Vonandi verður svo búið að koma upp góðri salernisaðstöðu (snyrtilegri, opin allan sólarhringinn, gerð fyrir fjölda manns) á helstu ferðamannastöðum innan tíðar, svona gengur þetta ekki lengur.
Nýir vendir sópa undir teppið
Þvagleggur sýslumaður en nú orðinn lögreglustjóri á Suðurnesjum og þar lætur hann til sín taka. Fyrirrennari hans þar í starfi (núverandi lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins) hafði tekið upp breytt verklag með hagsmuni fórnarlamba heimilisofbeldis í fyrirrúmi. En Þvagleggur púkkar ekkert uppá þetta og fréttir herma að
„Fórnarlömb heimilisofbeldis á Suðurnesjum hafa síður fengið samþykkt nálgunarbann eða brottvísun ofbeldismanns af heimili eftir að nýr lögreglustjóri tók við um síðustu áramót. Tölur sýna að þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir starfaði sem lögreglustjóri á Suðurnesjum var meirihluti beiðna brotaþola um slíkar aðgerðir samþykktur. Það sem af er ári hafa beiðnir brotaþola um brottvísun ofbeldismanns af heimili, hina svokölluðu austurrísku leið, aldrei verið samþykktar. Þá hefur nálgunarbann aðeins tvisvar verið samþykkt. Fimm sinnum hefur því verið hafnað.“Ofbeldismenn á Suðurnesjum eru eflaust kátir með að hafa aftur fengið karlmann í þetta embætti.
Betrun, já takk
Hvorki er til fjármagn né mannskapur hjá Fangelsismálastofnun til að sinna meðferð dæmdra kynferðisbrotamanna. Ef slík meðferð getur breytt hugsun og hegðun kynferðisbrotamanna er glæpsamleg vanræksla af yfirvöldum að veita hana ekki. Gjöra svo vel að setja fjármagn í þetta strax. (Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar góðan pistil um þetta.)
Létt á skattbyrði einsetubóndans á Hrafnabjörgum
Álagningarskrár eru þarfaþing og sérstaklega þegar þær eru opnar og aðgengilegar. Hvar annarstaðar fengist upplýst að
„Sigmundur Davíð hafi borgað um átta milljónir í skatta í ár, þar af 2,76 milljónir í útsvar og 5,12 milljónir í tekjuskatt Í fyrra hafði hann hins vegar greitt 2,3 milljónir í útsvar, átta milljónir í tekjuskatt og 7,8 milljónir í auðlegðarskatt sem ekki er lengur til staðar.“Sem ríkisstjórn hans lagði af. Og þessvegna borgar Sigmundur Davíð nú helmingi minna en áður til samneyslunnar.
Örsmá frétt um afrek
Jón Margeir Sveinsson vann silfur í 200 metra skriðsundi á HM fatlaðra (sem er lofsvert afrek). Þetta þótti íþróttafréttamönnum Fréttablaðsins greinilega ekki merkilegra en svo að það er varla hægt að sjá fréttina á íþróttasíðunni. Hinsvegar er miklu plássi eytt í einhvern knattspyrnumann sem spilar með norsku liði og rætt við hann um landsliðsdrauma hans. Silfur á heimsmeistaramóti er auðvitað bara smáræði miðað við mikilvægi fótboltastrákaviðtalsins.
Aðförin að Búkollu
Ekki vissi ég fyrr en ég las leiðara Óla Kristjáns Ármannssonar að á nýliðnu þingi hafi verið samþykkt að „flytja megi inn erfðaefni holdanautgripa með það fyrir augum að efla innlenda nautakjötsframleiðslu“. Ég hef skrifað gegn því að flytja inn fósturvísa til að ‘kynbæta’ íslenskar kýr og skoðun mín hefur ekki breyst, hvað þá þegar varnaðarorð Margrétar Guðnadóttur veirufræðings eru höfð í huga. Leiðarahöfundurinn hefur smá áhyggjur vegna þeirra en aðallega fagnar hann þessu og hvetur einnig til kynblöndunar eða innflutnings á erlendu kyni mjólkurkúa. Ég gæti ekki verið meira ósammála og er mjög ósátt við þessa ákvörðun þingsins.
Svo var líka kalt í júlí.
Efnisorð: dýravernd, feminismi, Fjölmiðlar, frjálshyggja, heilbrigðismál, íþróttir, karlmenn, Lof og last, löggan, mannréttindi, menntamál, ofbeldi, pólitík, umhverfismál
<< Home