Samfélagið þarf að sjá og heyra fleiri konur á fjölbreytilegum aldri
Þegar ég las mánudagspistil Guðmundar Andra í blaðinu í morgun hélt ég fyrst í stað að hann væri að tala almennt um miðaldra konur sem sagt er upp störfum vegna aldurs (og fannst það gott framtak hjá honum) en þegar á leið varð ljóst að hann var að tala um sérstakt dæmi og beindi spjótum sínum að ákveðnum karlkyns einstaklingi (orð hans eiga þó við um fleiri karla):
En svo kom reiðarslagið í grein Guðmundar Andra: búið er að segja upp dagskrárgerðarkonunum Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríði Stephensen, sem eru hlustendum Rásar 1 kunnar af góðu einu. Ég þekki Sigríði minna en hef verið afar ánægð með störf Hönnu, eða frá því að ég fór að hlusta á Samfélagið í nærmynd og svo yfir í þættina Sjónmál og Samfélagið. Og ég bara skil ekki hvað í ósköpunum mönnum gengur til að segja upp svo fróðum og áheyrilegum starfskrafti eins og þær báðar eru. Eða jú, það er auðvitað skiljanlegra í ljósi orða Guðmundar Andra.
Björg Eva Erlendsdóttir, stjórnarmaður og fyrrverandi stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir að uppsagnirnar séu „augljóst brot á jafnréttis- og mannauðsstefnu Ríkisútvarpsins“. Það, ofan á óánægju hlustenda, svo ekki sé talað um að Elísabet Indra Ragnarsdóttir Víðsjárkona hefur sagt upp í kjölfar uppsagnar stallsystra hennar, ætti kannski að fá þá háu herra Þröst Helgason dagskrárstjóra og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra (sem ber ábyrgð á öllu heila klabbinu enda þótt Þröstur hafi séð um að reka Hönnu og Sigríði), til að endurskoða hvort það hafi verið góð hugmynd að bola dagskrárgerðarkonunum burt.
Því einsog Guðmundur Andri segir:
„Þegar maður er karlmaður í stjórnunarstöðu, og kannski ekki alveg klár á sinni stöðu og þekkingu á því sem maður stjórnar, þá á maður ekki að láta til sín taka með því að reka konur sem unnið hafa á staðnum í mörg ár. Þær sjá að vísu næstum því örugglega í gegnum mann, sem getur kannski verið óþægilegt – og það kann líka að vera óþægilegt að vita af því innst inni að sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í, og gerðu það ef ekki væri fyrir íslenska bræðralagið, flokksræðið og skólaklíkurnar – en í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með.“
En svo kom reiðarslagið í grein Guðmundar Andra: búið er að segja upp dagskrárgerðarkonunum Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríði Stephensen, sem eru hlustendum Rásar 1 kunnar af góðu einu. Ég þekki Sigríði minna en hef verið afar ánægð með störf Hönnu, eða frá því að ég fór að hlusta á Samfélagið í nærmynd og svo yfir í þættina Sjónmál og Samfélagið. Og ég bara skil ekki hvað í ósköpunum mönnum gengur til að segja upp svo fróðum og áheyrilegum starfskrafti eins og þær báðar eru. Eða jú, það er auðvitað skiljanlegra í ljósi orða Guðmundar Andra.
Björg Eva Erlendsdóttir, stjórnarmaður og fyrrverandi stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir að uppsagnirnar séu „augljóst brot á jafnréttis- og mannauðsstefnu Ríkisútvarpsins“. Það, ofan á óánægju hlustenda, svo ekki sé talað um að Elísabet Indra Ragnarsdóttir Víðsjárkona hefur sagt upp í kjölfar uppsagnar stallsystra hennar, ætti kannski að fá þá háu herra Þröst Helgason dagskrárstjóra og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra (sem ber ábyrgð á öllu heila klabbinu enda þótt Þröstur hafi séð um að reka Hönnu og Sigríði), til að endurskoða hvort það hafi verið góð hugmynd að bola dagskrárgerðarkonunum burt.
Því einsog Guðmundur Andri segir:
„Við þurfum að að sjá fleiri fullorðnar konur, miðaldra konur, rosknar konur í sjónvarpinu: þær þurfa að sjást í fréttum og fréttatengdum þáttum, í umræðuþáttum, í leiknu efni, í þáttum þar sem sýnt er frá lífinu í landinu, í grínþáttum og í auglýsingum öðruvísi en hin milda og algóða amma. Og við þurfum fleiri konur í útvarpið: Við þurfum að heyra raddir þeirra og nálgun, efnistök þeirra og viðhorf. Miðaldra konur hugsa öðruvísi en ungar konur og gamlar konur hugsa öðruvísi en miðaldra konur. Við þurfum að heyra í þeim öllum og sjá þær allar: samfélagið þarf á því að halda.“
Efnisorð: feminismi, Fjölmiðlar, karlmenn
<< Home