Viðbrögð við barnsfæðingu
Um daginn vöktu fjölmiðlar athygli á bloggpistli sem ungur karlmaður skrifaði um þunglyndi sitt. Hann lýsir því þar hvernig það litaði allt sitt líf og varð til þess að í stað þess að gleðjast þegar hann sá son sinn í fyrsta sinn fann hann allt aðrar tilfinningar. Hann notar stór orð um þessar tilfinningar, dregur ekkert úr, eins og sést á því að pistillinn heitir „Að hata barnið sitt“.
Nú vil ég byrja á að segja að ég er hlynnt því að fólk segi opinskátt frá erfiðri lífsreynslu, hver sem hún er, og hvort sem það er gert á bloggi, í bók, á Beauty tips eða í viðtölum við fjölmiðla. Það hjálpar þeim sem enn eru að kljást við sjúkdóma eða afleiðingar kynferðisbrota (svo eitthvað sé nefnt) að vita að það er ljós við enda ganganna. Ekki síður eru slíkar frásagnir afar upplýsandi fyrir lesendur sem ekkert þekkja til, og verður þannig (vonandi) til að minnka fordóma í samfélaginu.
Og það vill til að frásögn unga karlmannsins fær góðar undirtektir. Á þeim þremur stöðum sem pistlillinn birtist í heild eða að hluta, þar af á bloggsíðu hans sjálfs, voru undirtektir góðar. Engin einasta neikvæð athugasemd um frásögn hans af því að hata barnið sitt, ekki heldur við viðtal við hann í DV (þar er ein hallærisleg athugasemd). Engar árásir, ekki neitt. Bara allir að óska honum velfarnaðar og hrósa honum fyrir hugrekkið að segja frá baráttunni við þunglyndið. Sem er afar jákvæð afstaða og lofsverð.
Muniði eftir viðtalinu við Sóleyju þar hún sagði frá viðbrögðum sínum við að eignast son? Hún sagði að sér hefði fundist það skrítið og hún hefði verið lengi að jafna sig á því en hún hefði komist að því að það væri ekkert hræðilegt að eiga strák. Hún notaði sannarlega ekki jafn stór orð og ungi karlmaðurinn, en orð hennar voru hent á lofti, skrumskæld og notuð gegn henni. Það sama á ekki við um þennan ágæta hugrakka karlmann sem allir eru velviljaðir gagnvart. Mig grunar reyndar að það sé ekki bara vegna þess að almenningur allur sé orðinn svona fordómalaus. Það er kannski ekki mikil ráðgáta hver orsökin er fyrir hinum hófstilltu viðbrögðum.
Nú vil ég byrja á að segja að ég er hlynnt því að fólk segi opinskátt frá erfiðri lífsreynslu, hver sem hún er, og hvort sem það er gert á bloggi, í bók, á Beauty tips eða í viðtölum við fjölmiðla. Það hjálpar þeim sem enn eru að kljást við sjúkdóma eða afleiðingar kynferðisbrota (svo eitthvað sé nefnt) að vita að það er ljós við enda ganganna. Ekki síður eru slíkar frásagnir afar upplýsandi fyrir lesendur sem ekkert þekkja til, og verður þannig (vonandi) til að minnka fordóma í samfélaginu.
Og það vill til að frásögn unga karlmannsins fær góðar undirtektir. Á þeim þremur stöðum sem pistlillinn birtist í heild eða að hluta, þar af á bloggsíðu hans sjálfs, voru undirtektir góðar. Engin einasta neikvæð athugasemd um frásögn hans af því að hata barnið sitt, ekki heldur við viðtal við hann í DV (þar er ein hallærisleg athugasemd). Engar árásir, ekki neitt. Bara allir að óska honum velfarnaðar og hrósa honum fyrir hugrekkið að segja frá baráttunni við þunglyndið. Sem er afar jákvæð afstaða og lofsverð.
Muniði eftir viðtalinu við Sóleyju þar hún sagði frá viðbrögðum sínum við að eignast son? Hún sagði að sér hefði fundist það skrítið og hún hefði verið lengi að jafna sig á því en hún hefði komist að því að það væri ekkert hræðilegt að eiga strák. Hún notaði sannarlega ekki jafn stór orð og ungi karlmaðurinn, en orð hennar voru hent á lofti, skrumskæld og notuð gegn henni. Það sama á ekki við um þennan ágæta hugrakka karlmann sem allir eru velviljaðir gagnvart. Mig grunar reyndar að það sé ekki bara vegna þess að almenningur allur sé orðinn svona fordómalaus. Það er kannski ekki mikil ráðgáta hver orsökin er fyrir hinum hófstilltu viðbrögðum.
Efnisorð: feminismi, heilbrigðismál
<< Home