Fyndið framanaf en súrnaði illa á öðrum degi
Fjárkúgunarmálið sem komst í fréttirnar í gær var sprenghlægilegt á allan mögulegan máta. Alveg burtséð frá því hvað það var sem stóð í bréfinu og hversu illa það kæmi sér fyrir Sigmund Davíð, þá ætti það að vera fyrsta regla blaðamanna að koma því á framfæri á vettvangi fjölmiðla en ekki nota það sér til framfærslu. Í öðru lagi þá er fjárkúgun bara aldrei góð hugmynd. Afsökun meðvirku systurinnar var hallærisleg en fréttir dagsins í dag afhjúpuðu að hún var ekki trúverðug heldur.
Fjárkúgunin sem uppljóstrað var um í dag að systurnar hefðu staðið fyrir var afturámóti ekki eins fyndin. Eða jú, það er fyndið að gefa kvittun fyrir peningagreiðslunni og súrrealískt að nota til þess bréfsefni eigin vinnustaðar. En viðbrögð þeirra sem eru virkir í athugasemdum og tvíta voru önnur og andstyggilegri en þegar var bara verið að hlæja að farsa sem innihélt heimaföndrað hótunarbréf til forsætisráðherra og bíltúr til að sækja peningana með formann BÍBB undir stýri.
Fjárkúgunin sem komst í fréttir í dag snýst um að karlmaður greiddi þeim systrum fé til þess að koma í veg fyrir að vera kærður fyrir nauðgun. Alveg burtséð frá ruglinu með að beita fólk fjárkúgun yfirleitt, þá er ekkert í fréttum fjölmiðla sem bendir til að systurnar hafi logið til um nauðgunina. Ef maðurinn er í raun nauðgari og systirin varð fyrir nauðgun þá er það auðvitað grafalvarlegt mál (ef þær eru að ljúga er það auðvitað líka grafalvarlegt). Ég veit ekki hvort lögreglan rannsakar hvort fótur er fyrir nauðgunarásökuninni og hugsanlega fáum við það aldrei að vita. En virkir í athugasemdum eru auðvitað þess fullvissir að engin nauðgun hafi átt sér stað og segja fullum fetum að „falskar nauðgunarkærur eru mjög algengar“. Þeir eru þó í minnihluta sem ræða það, aðallega skemmta þeir sér við að tala um „dýran drátt“ og kalla systurina vændiskonu með misjafnlega ógeðfelldu orðalagi.
Bjakk hvað þetta hætti þá að vera fyndið.
Fjárkúgunin sem uppljóstrað var um í dag að systurnar hefðu staðið fyrir var afturámóti ekki eins fyndin. Eða jú, það er fyndið að gefa kvittun fyrir peningagreiðslunni og súrrealískt að nota til þess bréfsefni eigin vinnustaðar. En viðbrögð þeirra sem eru virkir í athugasemdum og tvíta voru önnur og andstyggilegri en þegar var bara verið að hlæja að farsa sem innihélt heimaföndrað hótunarbréf til forsætisráðherra og bíltúr til að sækja peningana með formann BÍBB undir stýri.
Fjárkúgunin sem komst í fréttir í dag snýst um að karlmaður greiddi þeim systrum fé til þess að koma í veg fyrir að vera kærður fyrir nauðgun. Alveg burtséð frá ruglinu með að beita fólk fjárkúgun yfirleitt, þá er ekkert í fréttum fjölmiðla sem bendir til að systurnar hafi logið til um nauðgunina. Ef maðurinn er í raun nauðgari og systirin varð fyrir nauðgun þá er það auðvitað grafalvarlegt mál (ef þær eru að ljúga er það auðvitað líka grafalvarlegt). Ég veit ekki hvort lögreglan rannsakar hvort fótur er fyrir nauðgunarásökuninni og hugsanlega fáum við það aldrei að vita. En virkir í athugasemdum eru auðvitað þess fullvissir að engin nauðgun hafi átt sér stað og segja fullum fetum að „falskar nauðgunarkærur eru mjög algengar“. Þeir eru þó í minnihluta sem ræða það, aðallega skemmta þeir sér við að tala um „dýran drátt“ og kalla systurina vændiskonu með misjafnlega ógeðfelldu orðalagi.
Bjakk hvað þetta hætti þá að vera fyndið.
Efnisorð: Fjölmiðlar, Nauðganir
<< Home