Verkföll og vatnsföll
Sigmundi Davíð tókst með óvæntum hætti að blanda saman tveimur (af þremur) helstu átakamálum vorsins, þegar hann sagði að til þess að bæta mætti kjör almennings yrði að virkja meira.
Indriði Þorláksson segir þetta vera veruleikafirringu því aðeins 1% þjóðartekna komi frá stóriðjunni.
Soffía Sigurðardóttir skrifar áhugaverða grein um Skrokköldu sem hún segir að sé þúfan sem á að velta af stað hlassi með miklum framkvæmdum á hálendinu: Hágönguvirkjunum, Sprengisandslínu og Sprengisandsvegi.
Nú skal ég ekki efast um að virkjanaóðir stjórnarflokkarnir vilja virkja allt sem rennur (mínus umhverfisráðherra sem dregur lappirnar gagnvart sumum „virkjanakostunum“ sem þröngva á í gegnum þingið, en gefur þó ekkert upp um hvort hún fylgi eigin sannfæringu eða flokkslínunni þegar að atkvæðagreiðslu í þingsal kemur), og örugglega hefði Jón Gunnarsson ekki orðið einn um að vera glaður ef stjórnarandstaðan hefði látið frumvarpið umyrðalaust renna í gegnum þingið. En hann var ekki svo heppinn því um rammann eru heiftúðugar deilur á þingi, sem von er, og stjórnarandstaðan gerir hvað hún getur til að koma í veg fyrir að málið verði klárað - og kemur um leið í veg fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar um að gefa makrílkvóta hægri vinstri.
Hinsvegar getur verið að rammafrumvarpið sé gildra sem veiða á stjórnarandstöðuna í, því fyrr eða síðar verður samið um þinglok og hvaða mál verða kláruð og hver verða látin víkja. Þá gæti farið svo að stjórnarandstöðunni verði boðinn sá samningur að ramminn verði látinn óáreittur gegn því að makrílfrumvarpið komist í gegn (eða einhver enn annar hroði). Og hafi þetta allt verið plott frá upphafi því vitað er að stjórnarandstaðan myndi A) hefja málþóf til að koma í veg fyrir að vatnsföll sem áður átti að sjá til með séu skyndilega orðin virkjanakostir , og B) semja um næstum hvað sem er til að losna við þessar virkjanahugmyndir útaf borðinu. Það ríður því á fyrir stjórnarandstöðuna að standa fast á sínu og ganga ekki að óásættanlegum samningum, og helst auðvitað koma í veg fyrir að ríkisstjórnin komist neitt áfram með þessi vondu mál.
Indriði Þorláksson segir þetta vera veruleikafirringu því aðeins 1% þjóðartekna komi frá stóriðjunni.
„Orkuauðlindir landsins að frátöldum jarðhita til upphitunar eru nánast þýðingarlausar fyrir íslenskt efnahagslíf. Það stafar af þeirri stefnu núverandi stjórnvalda að beina arðinum af þeim í vasa þeirra sem auðlindirnar nýta. Þessi stefna kemur víða fram. Móast er við að setja virkt auðlindaákvæði í stjórnarskrá, skattar á hagnað fyrirtækjanna voru lækkaðir, álverunum veitt trygging fyrir því að flytja hagnað skattfrjálsan úr landi, niðurfelling orkuskatts á álfyrirtæki gerð að forgangsmáli, veiðigjöld voru lækkuð og til stendur að gefa makrílkvótann. Það kemur því ekki á óvart að alþingismaður útgerðareigenda taki undir þessa fjarstæðu.“Indriði nefnir þarna þriðja deilumálið, makrílinn. Hin eru vitaskuld kjaradeilur og rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Soffía Sigurðardóttir skrifar áhugaverða grein um Skrokköldu sem hún segir að sé þúfan sem á að velta af stað hlassi með miklum framkvæmdum á hálendinu: Hágönguvirkjunum, Sprengisandslínu og Sprengisandsvegi.
„Jarðgufuvirkjanir við Hágöngulón, vatnsaflsvirkjun við Skrokköldu, Sprengisandslína og uppbyggður vegur yfir Sprengisand, eru óaðskiljanlegar framkvæmdir. Engin ein þeirra verður án hinna, þar er allt eða ekkert.“
Nú skal ég ekki efast um að virkjanaóðir stjórnarflokkarnir vilja virkja allt sem rennur (mínus umhverfisráðherra sem dregur lappirnar gagnvart sumum „virkjanakostunum“ sem þröngva á í gegnum þingið, en gefur þó ekkert upp um hvort hún fylgi eigin sannfæringu eða flokkslínunni þegar að atkvæðagreiðslu í þingsal kemur), og örugglega hefði Jón Gunnarsson ekki orðið einn um að vera glaður ef stjórnarandstaðan hefði látið frumvarpið umyrðalaust renna í gegnum þingið. En hann var ekki svo heppinn því um rammann eru heiftúðugar deilur á þingi, sem von er, og stjórnarandstaðan gerir hvað hún getur til að koma í veg fyrir að málið verði klárað - og kemur um leið í veg fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar um að gefa makrílkvóta hægri vinstri.
Hinsvegar getur verið að rammafrumvarpið sé gildra sem veiða á stjórnarandstöðuna í, því fyrr eða síðar verður samið um þinglok og hvaða mál verða kláruð og hver verða látin víkja. Þá gæti farið svo að stjórnarandstöðunni verði boðinn sá samningur að ramminn verði látinn óáreittur gegn því að makrílfrumvarpið komist í gegn (eða einhver enn annar hroði). Og hafi þetta allt verið plott frá upphafi því vitað er að stjórnarandstaðan myndi A) hefja málþóf til að koma í veg fyrir að vatnsföll sem áður átti að sjá til með séu skyndilega orðin virkjanakostir , og B) semja um næstum hvað sem er til að losna við þessar virkjanahugmyndir útaf borðinu. Það ríður því á fyrir stjórnarandstöðuna að standa fast á sínu og ganga ekki að óásættanlegum samningum, og helst auðvitað koma í veg fyrir að ríkisstjórnin komist neitt áfram með þessi vondu mál.
Efnisorð: pólitík, stóriðja, umhverfismál, Verkalýður
<< Home