Þau en ekki við
Mér varð starsýnt á forsíðu Stundarinnar í matvörubúðinni þar sem ég stóð í biðröð við kassann. Endaði á að kaupa blaðið í fyrsta sinn. Ekki vegna þess að ég ætli að nota myndirnar af fólkinu á forsíðunni sem skotskífu, heldur vegna þess að mér fannst að það ætti að styrkja útgáfuna (ath. ekki útgerðina) fyrir framtakið.
Kannski er ekki sanngjarnt að birta myndir af þessu fólki til að sýna hverjir það eru sem fá makrílkvótann gefins, það eigi ekki að persónugera vandann. En myndbirtingin auk fyrirsagnarinnar virkar mun sterkar á lesendur en að birta enn eina myndina af Sigurði Inga eða formönnum stjórnarflokkanna sem ætla að endurgjalda margháttaðan stuðning útgerðarmanna (meðal annars þeirra sem prýða forsíðuna) með því að gefa þeim aðgang að makrílnum. Með þessu móti er mergur málsins algjörlega skýr: þau fá, ekki við.
En svona úr því að hér er minnst á þessa nýfengnu auðlind makrílinn, sem ráðamenn virðast ekki hafa áhuga á að skipta réttlátlega eða leigja á sanngjörnu verði, þá er rétt að minnast á orkuauðlindasjóðinn sem Bjarni Ben vill að stofnaður verði, að hætti Norðmanna. Þessi hugmynd hefur margkomið fram í ýmsu formi, eins og Kjarninn rekur, en það er vert að skoða afhverju Bjarni — sem nefnir hvergi fiskveiðiauðlindir í sinni tillögu — stingur uppá þessu og afhverju núna. Það stendur yfir stríð um hálendi Íslands. Landsvirkjun og Landsnet vilja leggja — eða öllu heldur reisa — raforkulínur yfir Sprengisand. Víðar stendur til að reisa háspennumöstur. Landsnet ætlar t.a.m. að leggja loftlínubákn sem kallast Suðurnesjalína 2, milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar, en þær fyrirætlanir rifjar Margrét Guðnadóttir íbúi á Vatnsleysuströnd upp.
En semsagt, til þess að flytja raforku þarf ekki bara að leggja línur — eða öllu heldur reisa háspennumöstur — heldur virkja. Um virkjanirnar er heldur ekki sátt. En verði hugmynd Bjarna Ben um orkuauðlindasjóð að veruleika (á Illugi Gunnars kannski að stýra honum?), þá er alltaf hægt að veifa þeirri gulrót fyrir framan auðsveipa kjósendur, að til þess að sjóðurinn fitni þurfi að virkja meira. Og meira. Og reisa fullt af háspennumöstrum. Ef þið viljið það ekki þá eruð þið að hafna því að skuldir ríkisins verði greiddar niður og Landspítalinn fær ekki fjármögnun. Það er það sem liggur að baki orðum Bjarna Benediktssonar, en ekki skyndilegur áhugi á að skipta gæðum landsins jafnt milli okkar allra. Ekki frekar en til stendur með makrílkvótann.
Kannski er ekki sanngjarnt að birta myndir af þessu fólki til að sýna hverjir það eru sem fá makrílkvótann gefins, það eigi ekki að persónugera vandann. En myndbirtingin auk fyrirsagnarinnar virkar mun sterkar á lesendur en að birta enn eina myndina af Sigurði Inga eða formönnum stjórnarflokkanna sem ætla að endurgjalda margháttaðan stuðning útgerðarmanna (meðal annars þeirra sem prýða forsíðuna) með því að gefa þeim aðgang að makrílnum. Með þessu móti er mergur málsins algjörlega skýr: þau fá, ekki við.
En svona úr því að hér er minnst á þessa nýfengnu auðlind makrílinn, sem ráðamenn virðast ekki hafa áhuga á að skipta réttlátlega eða leigja á sanngjörnu verði, þá er rétt að minnast á orkuauðlindasjóðinn sem Bjarni Ben vill að stofnaður verði, að hætti Norðmanna. Þessi hugmynd hefur margkomið fram í ýmsu formi, eins og Kjarninn rekur, en það er vert að skoða afhverju Bjarni — sem nefnir hvergi fiskveiðiauðlindir í sinni tillögu — stingur uppá þessu og afhverju núna. Það stendur yfir stríð um hálendi Íslands. Landsvirkjun og Landsnet vilja leggja — eða öllu heldur reisa — raforkulínur yfir Sprengisand. Víðar stendur til að reisa háspennumöstur. Landsnet ætlar t.a.m. að leggja loftlínubákn sem kallast Suðurnesjalína 2, milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar, en þær fyrirætlanir rifjar Margrét Guðnadóttir íbúi á Vatnsleysuströnd upp.
En semsagt, til þess að flytja raforku þarf ekki bara að leggja línur — eða öllu heldur reisa háspennumöstur — heldur virkja. Um virkjanirnar er heldur ekki sátt. En verði hugmynd Bjarna Ben um orkuauðlindasjóð að veruleika (á Illugi Gunnars kannski að stýra honum?), þá er alltaf hægt að veifa þeirri gulrót fyrir framan auðsveipa kjósendur, að til þess að sjóðurinn fitni þurfi að virkja meira. Og meira. Og reisa fullt af háspennumöstrum. Ef þið viljið það ekki þá eruð þið að hafna því að skuldir ríkisins verði greiddar niður og Landspítalinn fær ekki fjármögnun. Það er það sem liggur að baki orðum Bjarna Benediktssonar, en ekki skyndilegur áhugi á að skipta gæðum landsins jafnt milli okkar allra. Ekki frekar en til stendur með makrílkvótann.
Efnisorð: frjálshyggja, pólitík, stóriðja, sveitastjórnarmál, umhverfismál
<< Home