Veruleikafirring og viðtal
Einar K Guðfinnsson forseti Alþingis tók sig loksins til og frestaði umræðu um rammaáætlun og breytingartillögur meirihlutans. Nú verður því hægt að halda áfram með dagskrána þar sem frá var horfið og virkjunarkostirnir verða ræddir í nefnd en ekki í þingsal. Stjórnarandstaðan vann semsagt þarna áfangasigur, sem er skárra en ekkert.
Ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sérlega vinsælir þessa dagana, sem von er. Í dag var mótmælt á Austurvelli. Forsprakki mótmælanna sagði að það væru 99 ástæður fyrir byltingu, ekki skal ég efast um það. Skoðanakannanir sýna að fylgi Framsóknarflokksins nálgast frostmark. Sigmundur Davíð segir að það sé vegna þess að þjóðin sé veruleikafirrt. Hver sá sem fylgist með ríkisstjórninni hlýtur að sjá veruleikaafneitun forsætisráðherrans. Sjálfur heldur hann því fram að með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu (milljarðamæringum sem eiga kvóta verði gefinn makrílkvóti svo þeir geti grætt enn meir), og „lækkun tolla og gjalda“ (lækkun vörugjalds jú en umtalsverð hækkun matarskatts) sé ekki verið að hygla fólki með hærri tekjur. Hrokafull vörn Sigmundar Davíðs fyrir vondum málstað blasir við. Þetta, ofan í hve óskýr hann er í svörum þegar hann ræðir við fjölmiðla, og hvernig hann þrætir fyrir að hafa sagt það sem er til á upptökum að hann sagði, gerir hann einstaklega ótrúverðugan og ógeðfelldan.
Annað var uppi á teningnum hjá einum helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í hreint ágætu viðtali um helgina. Katrín Jakobsdóttir er skýr í tali þegar hún talar um ríkisstjórnina, sem endranær:
Síðar í viðtalinu segir Katrín:
Hvert sinn sem Katrín talar vex hún í áliti. Það er eitthvað annað en forsætisviðundrið.
Ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sérlega vinsælir þessa dagana, sem von er. Í dag var mótmælt á Austurvelli. Forsprakki mótmælanna sagði að það væru 99 ástæður fyrir byltingu, ekki skal ég efast um það. Skoðanakannanir sýna að fylgi Framsóknarflokksins nálgast frostmark. Sigmundur Davíð segir að það sé vegna þess að þjóðin sé veruleikafirrt. Hver sá sem fylgist með ríkisstjórninni hlýtur að sjá veruleikaafneitun forsætisráðherrans. Sjálfur heldur hann því fram að með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu (milljarðamæringum sem eiga kvóta verði gefinn makrílkvóti svo þeir geti grætt enn meir), og „lækkun tolla og gjalda“ (lækkun vörugjalds jú en umtalsverð hækkun matarskatts) sé ekki verið að hygla fólki með hærri tekjur. Hrokafull vörn Sigmundar Davíðs fyrir vondum málstað blasir við. Þetta, ofan í hve óskýr hann er í svörum þegar hann ræðir við fjölmiðla, og hvernig hann þrætir fyrir að hafa sagt það sem er til á upptökum að hann sagði, gerir hann einstaklega ótrúverðugan og ógeðfelldan.
Annað var uppi á teningnum hjá einum helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í hreint ágætu viðtali um helgina. Katrín Jakobsdóttir er skýr í tali þegar hún talar um ríkisstjórnina, sem endranær:
„Í stefnu finnst mér þessi ríkisstjórn hafa gengið fram með mjög skarpri hægri beygju myndi ég segja á mörgum sviðum. Þá er ég að tala um skattapólitíkina,“ segir Katrín og nefnir ákvörðun um að framlengja ekki auðlegðarskatt, lækkun veiðigjalda, fyrirhugað afnám orkuskatts, hækkun matarskatts og fækkun skattrepa.
„Allar þessar skattabreytingar hafa mér þótt slæmar, mjög hægri sinnaðar og til þess fallnar að auka ójöfnuð í samfélaginu.“
Bendir Katrín á að nú séu 70 prósent eigna í eigu ríkustu 10 prósentanna. Auðlegðarskatturinn geri ekkert nema að auka á þennan ójöfnjuð. Þá bitnar matarskatturinn hlutfallslega mest á láglaunafólki á meðan þrepakerfið snúist um að dreifa byrðunum jafnar.
Katrín nefnir einnig djúpstæðan ágreining á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar í auðlindamálum, sem endurspeglast meðal annars í því máli sem hertekið hefur umræðuna á Alþingi undanfarna daga.
„Við erum búin að virkja 50 prósent alls virkjanlegs vatnsafls og jarðvarma og þessi ríkisstjórn virðist ætla bara að auka það hlutfall enn frekar. Hún er ekki einu sinni til í að bíða eftir þessum faglegu ferlum sem þetta fólk samþykkti á sínum tíma í stjórnarandstöðu þegar það voru samþykkt lög um rammaáætlun. Mér finnst þarna vera algjört afturhvarf í atvinnustefnu.“
Síðar í viðtalinu segir Katrín:
„Maður veit heldur ekki hvert þau nákvæmlega eru að fara. Af því að þau eru búin að vera svo rosalega mikið á kafi í fortíðinni í sínum málflutningi, þá veit ég ekki hvernig ríkisstjórnin ætlar að nýta seinni hluta kjörtímabilsins. Hvort hún ætli að halda áfram að vera í einhverjum bakkgír í atvinnumálum, horfa bara á iðnaðaruppbyggingu og orkunýtingu og hvort hún ætli að reyna að slá einhver heimsmet í því, hvort hún ætlar að halda áfram að fletja út skattkerfið. Ég veit ekki hvaða aðra framtíðarsýn þau hafa.“Í viðtalinu ræðir Katrín einnig um átökin á þingi síðustu daga, skort á markvissri uppbyggingu í ferðaþjónustu, ágreining milli stjórnarflokkanna, fylgi Vinstri grænna, kosningabandalag vinstri flokkanna, hvernig henni lítist á forsetaframboð, Evrópusambandsumræðuna og gjaldeyrishöft. Þrátt fyrir þessa upptalningu er viðtalið skemmtilegt og vel þess virði að lesa það.
Hvert sinn sem Katrín talar vex hún í áliti. Það er eitthvað annað en forsætisviðundrið.
Efnisorð: pólitík
<< Home