Gleðibland
Hússjóður Öryrkjabandalagsins hefur snarsnúist í afstöðu sinni til gæludýrahalds í íbúðum sjóðsins. Nú er sagt:
Gleðin yfir því að hússjóðurinn hefur mildast í afstöðu sinni er þó blandin því enn er mörgum spurningum ósvarað. Hvað má gera ráð fyrir að líði langur tími þar til allir núverandi gæludýraeigendur fá nýtt húsnæði? Mega gæludýrin áfram vera á núverandi heimili sínu ef dráttur verður á flutningi eða verður eigendum þeirra gert skylt að losa sig við þau og fá sér svo ný þegar þeir flytja í Brynjuhús þar sem má vera með gæludýr? Hvað ætlar hússtjórnin að gera ef hópur gæludýraeigenda stækkar, eða gildir þessi nýja regla (ef þetta er þá regla) bara við um núverandi eigendur gæludýra sem búa í húsnæði á vegum Öryrkjabandalagsins og hafa þegar sett sig í samband við hússjóðinn?
Enda þótt þessi frétt (sem ekki er að finna á síðu ÖBÍ né hússjóðsins, né heldur fréttir af gæludýramálinu yfirleitt) sé afar takmörkuð þá markar hún að öllum líkindum tímamót í baráttu gæludýraeigenda fyrir að fá að búa með þeim sem þeim sýnist. Því ber að fagna.
Gleðin er afturámóti alveg óblandin nú þegar ljóst er orðið að meirihluti Íra kaus að breyta stjórnarskrá sinni til að leyfa fólki af sama kyni að ganga í hjónaband.
Jafnvel þótt allt hafi stefnt í þessa niðurstöðu var mjótt á munum sumstaðar: í einu kjördæmi munaði bara 33 atkvæðum, og eitt kjördæmi hafnaði hjónavígslu samkynhneigðra þó með litlum mun væri. Alls voru þó 62.1% atkvæða stjórnarskrárbreytingunni í hag á landsvísu, og samkynja pör mega því ganga í hjónaband. Húrra fyrir því!
„Niðurstaðan er sú að við áréttum þær reglur sem þegar hafa verið í þessum húsum en jafnframt er fullur skilningur að fólk vilji halda hundum og köttum,“ og að „gæludýraeigendum verði þó fundnar aðrar íbúðir í eigu sjóðsins, þar sem leyfilegt er að hafa dýr“.Formaðurinn talar einnig um að „reyna að reyna að finna nýja íbúð fyrir þá aðila sem hafa sett sig í samband við okkur“.
Gleðin yfir því að hússjóðurinn hefur mildast í afstöðu sinni er þó blandin því enn er mörgum spurningum ósvarað. Hvað má gera ráð fyrir að líði langur tími þar til allir núverandi gæludýraeigendur fá nýtt húsnæði? Mega gæludýrin áfram vera á núverandi heimili sínu ef dráttur verður á flutningi eða verður eigendum þeirra gert skylt að losa sig við þau og fá sér svo ný þegar þeir flytja í Brynjuhús þar sem má vera með gæludýr? Hvað ætlar hússtjórnin að gera ef hópur gæludýraeigenda stækkar, eða gildir þessi nýja regla (ef þetta er þá regla) bara við um núverandi eigendur gæludýra sem búa í húsnæði á vegum Öryrkjabandalagsins og hafa þegar sett sig í samband við hússjóðinn?
Enda þótt þessi frétt (sem ekki er að finna á síðu ÖBÍ né hússjóðsins, né heldur fréttir af gæludýramálinu yfirleitt) sé afar takmörkuð þá markar hún að öllum líkindum tímamót í baráttu gæludýraeigenda fyrir að fá að búa með þeim sem þeim sýnist. Því ber að fagna.
Gleðin er afturámóti alveg óblandin nú þegar ljóst er orðið að meirihluti Íra kaus að breyta stjórnarskrá sinni til að leyfa fólki af sama kyni að ganga í hjónaband.
Jafnvel þótt allt hafi stefnt í þessa niðurstöðu var mjótt á munum sumstaðar: í einu kjördæmi munaði bara 33 atkvæðum, og eitt kjördæmi hafnaði hjónavígslu samkynhneigðra þó með litlum mun væri. Alls voru þó 62.1% atkvæða stjórnarskrárbreytingunni í hag á landsvísu, og samkynja pör mega því ganga í hjónaband. Húrra fyrir því!
Efnisorð: dýravernd, frjálsar ástir, mannréttindi, málefni fatlaðra
<< Home