He
Hæhó jibbíjeiið er eftir tvo daga. Þá eru margar blöðrur blásnar upp og mikið kandífloss étið. Hið síðarnefnda er óskiljanlegt, enda er kandífloss eitthvað undarlegasta sælgæti sem um getur. Hinsvegar er þetta með blöðrurnar og þá sérstaklega helíumfylltu blöðrurnar sem er verra mál.
Fyrir nokkru skrifuðu Ásdís Ólafsdóttir líffræðingur og Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur áhugaverða hugvekju um til hvers helíum er notað og ætti að vera notað.
Í stuttu máli sagt: helíum er ekki óþrjótandi auðlind og það skiptir máli hvernig það er notað. Helíumfylltar blöðrur í afmælisboð eða á 17. júní ganga á helíumbirgðir sem betur eru nýttar í annað.
___
Ágæt viðbót.
Fyrir nokkru skrifuðu Ásdís Ólafsdóttir líffræðingur og Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur áhugaverða hugvekju um til hvers helíum er notað og ætti að vera notað.
„Helíumfylltar blöðrur hafa löngum glatt bæði börn og fullorðna við ýmis tilefni s.s. á 17. júní og til skreytinga í veislum. Sú stundarskemmtun sem blöðrurnar veita getur þó dregið dilk á eftir sér, nokkuð sem við höfundar þessarar greinar, viljum benda á.Ásdís og Snjólaug ræða hvar helíumið er helst að finna, en helíum er ekki framleitt bara fyrir blöðrur heldur er það frumefni (He) sem finnst í jarðgasi. Það er ekki óþrjótandi auðlind.
Helíum er sennilega þekktast sem partíblöðrugas og óvíst að allir átti sig á mikilvægi gassins til annarra nota. Nú í seinni tíð hefur borið á helíumskorti.“
„Aðalnotkun helíums í heiminum er sem kælivökvi á segulómunartæki (MRI-skanna) á sjúkrahúsum en einnig er það notað sem kælimiðill við framleiðslu hálfleiðara og í kjarnaofnum svo dæmi séu tekin. Enn er ekki vitað hvernig skipta eigi efninu út fyrir aðra kælimiðla. Önnur notkun helíums er t.d. í loftbelgi til mælinga svo sem við háloftaveðurmælingar, við framleiðslu á ljósleiðara, á rannsóknarstofum, í eldsneytistönkum geimflauga og í innöndunargasi t.d. í súrefnistönkum kafara. Helíum er því notað í margvíslegum tilgangi til að styðja við lífsmáta okkar og afleiðingar af skorti efnisins munu valda verulegum vandræðum. Af ofangreindu má sjá að vert er að velja rétta notkun á helíumauðlindinni.“Auk þess valda blöðrurnar sjálfar skaða því flestar enda þær í sjónum og skaða dýralíf, og er það einnig rætt í greininni.
Í stuttu máli sagt: helíum er ekki óþrjótandi auðlind og það skiptir máli hvernig það er notað. Helíumfylltar blöðrur í afmælisboð eða á 17. júní ganga á helíumbirgðir sem betur eru nýttar í annað.
___
Ágæt viðbót.
Efnisorð: heilbrigðismál, umhverfismál
<< Home