Hvað finnst umræddum?
Nokkrum dögum eftir að kynferðisbrotasögur innan Beauty tips hópsins komust í hámæli, og stelpur höfðu óhikað sagt sögu sína í fjölmiðlum, fór ég að hugsa um hvort það væru einhver viðtökuskilyrði fyrir þessum sögum. Eða með öðrum orðum: hvernig er stemningin meðal nauðgara landsins þessa dagana?
Miðað við hvernig karlmenn bregðast oftast við þegar þeir eru ásakaðir um nauðgun þá má búast við að allmargir menn sem hafa nauðgað líti allsekki á sig sem nauðgara en aðrir vita reyndar alveg hvað þeir gerðu en þræta samt. En nú sitja þessir menn hugsanlega við tölvuna og rekast á frásagnir stelpna sem þeir voru einhverntímann í samskiptum við í lengri eða skemmri tíma, og þær segja frá nauðgun og hvernig áhrif nauðgunin hafði á líf þeirra og nánast beinum orðum (yfirleitt án þess þó að nafngreina neinn) hver nauðgaði þeim. Og hvað gerist þá? Bregður þeim þegar þeir átta sig á að þeir falla undir skilgreininguna nauðgari? Horfast þeir í augu við það, skammast sín og iðrast? Eða fara þeir í Gillzenegger gírinn og réttlæta hvert það skref sem leiddi til þess að einn aðili málsins kom niðurbrotinn frá samskiptunum? Fara þeir jafnvel í herferð meðal vina og kunningja til að ‘leiðrétta’ söguna og segja að stelpan sem hafði verið svo kjörkuð að segja sögu sína sé hrikaleg drusla sem ekkert mark sé á takandi, eða jafnvel geðveik? Eða getur verið að einhverjir þeirra læri af þessu að þeir þurfi að endurskoða hvernig þeir koma fram við konur, átta sig á að líkami kvenna er ekki leikvöllur þeim til skemmtunar (jafnvel þótt klámmyndir líti svo á), og sjá að þeir hafi ekki skilyrðislausan rétt til að fá kynhvöt sinni fullnægt.
Ég fékk einhver svör við þessum vangaveltum þegar ég las viðtal við Eyrúnu Eyþórsdóttur lögreglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar. Hún segir að karlmenn hafi brotnað niður í skýrslutöku, við það að átta sig á því að þeir hafi brotið gegn konum kynferðislega. Stundum átti karlmenn sig ekki sjálfir á því að þeir hafi í raun framið nauðgun.
Það er auðvitað mikilvægt að fá það á hreint en ég get svosem stungið uppá nokkrum svörum: kvenfyrirlitning, klám, en þó aðallega rótgróinn hugsun karla um yfirráð sín yfir konum og að þær séu til að þjóna körlum kynferðislega, með öðrum orðum: karlveldið holdi klætt.
En svo ég komi nú aftur að þessu sem ég fékk þó svar við í viðtalinu, þá þykir mér áhugavert að sumir karlmenn brotni niður þegar þeir átti sig á hvað þeir hafi gert. Það eru þá semsagt líkur til þess að einhverjir sem þekkja sjálfan sig af lýsingum kvenna sem segja frá kynferðisbrotum átti sig á að þótt þeir hafi verið sáttir við hvernig samskiptum þeirra hafi verið háttað glími konan við alvarlegar afleiðingar hegðunar þeirra.
Svo eru auðvitað þeir sem lesa þessar lýsingar og hlaupa til og fá sér lögmann. Þeir þrír karlmenn sem hafa leitað til til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar (sem er einnig lögmaður Egils Gillzeneggers Einarssonar), vegna þess að þeir voru kallaðir kynferðisbrotamenn á Beauty tips síðunni eru greinilega ekki týpurnar sem kikna undan lýsingum fórnarlamba.*
Ég er ekki ein um að hafa verið að velta viðhorfi kynferðisbrotamanna fyrir mér því Birta Björnsdóttir skrifaði um það áhrifamikinn bakþankapistil:
___
* Viðbót: Morguninn eftir að þetta var skrifað birtist grein á Vísi undir fyrirsögninni „Hverjir eru allir þessir gerendur?“ þar sem blaðamaður leitaðist við að fá innsýn í heim kynferðisbrotamanna. „Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. Þeir vildu ýmist ekki kannast við brotin sem þeir hlutu dóm fyrir, skelltu á þegar um brotin var rætt eða létu lögmann sinn um að svara fyrirspurnum blaðamanns.“ Þau viðbrögð ein og sér eru upplýsandi um hugarheim þeirra.
Miðað við hvernig karlmenn bregðast oftast við þegar þeir eru ásakaðir um nauðgun þá má búast við að allmargir menn sem hafa nauðgað líti allsekki á sig sem nauðgara en aðrir vita reyndar alveg hvað þeir gerðu en þræta samt. En nú sitja þessir menn hugsanlega við tölvuna og rekast á frásagnir stelpna sem þeir voru einhverntímann í samskiptum við í lengri eða skemmri tíma, og þær segja frá nauðgun og hvernig áhrif nauðgunin hafði á líf þeirra og nánast beinum orðum (yfirleitt án þess þó að nafngreina neinn) hver nauðgaði þeim. Og hvað gerist þá? Bregður þeim þegar þeir átta sig á að þeir falla undir skilgreininguna nauðgari? Horfast þeir í augu við það, skammast sín og iðrast? Eða fara þeir í Gillzenegger gírinn og réttlæta hvert það skref sem leiddi til þess að einn aðili málsins kom niðurbrotinn frá samskiptunum? Fara þeir jafnvel í herferð meðal vina og kunningja til að ‘leiðrétta’ söguna og segja að stelpan sem hafði verið svo kjörkuð að segja sögu sína sé hrikaleg drusla sem ekkert mark sé á takandi, eða jafnvel geðveik? Eða getur verið að einhverjir þeirra læri af þessu að þeir þurfi að endurskoða hvernig þeir koma fram við konur, átta sig á að líkami kvenna er ekki leikvöllur þeim til skemmtunar (jafnvel þótt klámmyndir líti svo á), og sjá að þeir hafi ekki skilyrðislausan rétt til að fá kynhvöt sinni fullnægt.
Ég fékk einhver svör við þessum vangaveltum þegar ég las viðtal við Eyrúnu Eyþórsdóttur lögreglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar. Hún segir að karlmenn hafi brotnað niður í skýrslutöku, við það að átta sig á því að þeir hafi brotið gegn konum kynferðislega. Stundum átti karlmenn sig ekki sjálfir á því að þeir hafi í raun framið nauðgun.
„Ég tek fram að með þessu er ég ekki að firra karlmenn ábyrgð. En við megum ekki horfa framhjá þeirri staðreynd að margir karlmenn, sem beita ofbeldi, taka ekki meðvitaða ákvörðun um að gera það. Mín tilfinning er að þetta tengist þeirri hugmyndafræði að karlmenn hafi einhvers konar umráðarétt yfir konulíkamanum, sem virðist svo rótgróin í hugum margra karla að þeir átta sig stundum ekki á því sjálfir. Ég hef verið með mál þar sem menn hafa brotið gegn konum án þess að gera sér grein fyrir því. Þeir hafa svo algjörlega brotnað niður í skýrslutöku þegar þeir heyra lýsingar konunnar á atburðinum. Oft virðast þeir ganga út frá því að ef það kemur ekki skýrt nei - ekki var sparkað eða lamið - hafi samþykki legið í loftinu.“Eyrún segir einnig að stjórnvöld verði að setja aukinn kraft í rannsóknir á því hvers vegna svo margir karlmenn beita konur ofbeldi.
Það er auðvitað mikilvægt að fá það á hreint en ég get svosem stungið uppá nokkrum svörum: kvenfyrirlitning, klám, en þó aðallega rótgróinn hugsun karla um yfirráð sín yfir konum og að þær séu til að þjóna körlum kynferðislega, með öðrum orðum: karlveldið holdi klætt.
En svo ég komi nú aftur að þessu sem ég fékk þó svar við í viðtalinu, þá þykir mér áhugavert að sumir karlmenn brotni niður þegar þeir átti sig á hvað þeir hafi gert. Það eru þá semsagt líkur til þess að einhverjir sem þekkja sjálfan sig af lýsingum kvenna sem segja frá kynferðisbrotum átti sig á að þótt þeir hafi verið sáttir við hvernig samskiptum þeirra hafi verið háttað glími konan við alvarlegar afleiðingar hegðunar þeirra.
Svo eru auðvitað þeir sem lesa þessar lýsingar og hlaupa til og fá sér lögmann. Þeir þrír karlmenn sem hafa leitað til til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar (sem er einnig lögmaður Egils Gillzeneggers Einarssonar), vegna þess að þeir voru kallaðir kynferðisbrotamenn á Beauty tips síðunni eru greinilega ekki týpurnar sem kikna undan lýsingum fórnarlamba.*
Ég er ekki ein um að hafa verið að velta viðhorfi kynferðisbrotamanna fyrir mér því Birta Björnsdóttir skrifaði um það áhrifamikinn bakþankapistil:
„Ótrúlegur fjöldi kvenna hefur á undanförnum dögum greint frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á lífsleiðinni. Fjöldinn er þvílíkur að mann setur hljóðan við að renna yfir Facebook-síðuna Beauty tips þar sem þessi bylting á sér stað undir merkjunum #þöggun og #konurtala. Og ekkert lát virðist vera á, enn voru að bætast við frásagnir síðdegis í gær. Fyrir utan aðdáun og hluttekningu til þeirra kvenna sem deilt hafa sögum sínum sat í mér eftir lestur frásagnanna á Beauty tips spurningin hvaða fólk þetta er sem beitir þessu hrottalega ofbeldi. […] En maðurinn sem nauðgaði sambýliskonu sinni [er hann] grunlaus um þá botnlausu vanlíðan sem hann hefur valdið manneskju sem treysti honum?“Það er nauðsynlegt að draga nauðgara og aðra kynferðisbrotamenn inn í þessa umræðu og þeir verða að fara að horfast í augu við hvaða skaða þeir valda. Meðan þeir leggjast í afneitun eða segja að logið sé uppá þá halda þeir áfram að valda skaða. Þeir og fólkið sem leggst gegn því að konur sem brotið hefur verið gegn skýri frá nöfnum nauðgaranna (ég á ekki bara við um lögmenn á launum heldur almenning sem tjáir sig í ræðu og riti) er með því að forða þeim frá ábyrgð á því sem þeir gerðu. Eg er sammála Elísabetu Ýri Atladóttur sem vill að kynferðisbrotamenn séu gerðir ábyrgir.
„Það er kominn tími til að þolendur fái að njóta vafans og að samfélagið hætti að ætlast til að þolandi beri alla ábyrgð á ekki bara sér og sínum lífsgæðum, heldur hans líka. Réttarkerfið er ekki brotið af ástæðulausu, það finnast engar lausnir fyrir þolendur því samfélagið í heild vill ekki að gerendum sé refsað. Við hrópum að nauðganir séu hræðilegar og nauðgarar eigi verstu refsingar skilið, en kóum svo með þeim þegar þeir þykjast beittir óréttlæti því þolandi sagði sannleikann. Það er auðvelt að fordæma fólk sem þú sérð hvorki né þekkir.“Ég held að Elísabet Ýr hafi hitt naglann á höfuðið þegar hún segir að réttarkerfið virki ekki fyrir þolendur því að samfélagið vilji ekki að gerendum sé refsað. Það er samt alveg hrikalegt. En það leiðir líka til þess að fórnarlömb nauðgana og annarra kynferðisbrota sitja uppi með lífsreynslu sem einhverstaðar verður að fá að ræða. Vilji einstaka manneskja láta nafn kvalara síns með sögunni þá er varla hægt að álasa henni fyrir það. Hversvegna ætti að sýna honum tillitssemi?
___
* Viðbót: Morguninn eftir að þetta var skrifað birtist grein á Vísi undir fyrirsögninni „Hverjir eru allir þessir gerendur?“ þar sem blaðamaður leitaðist við að fá innsýn í heim kynferðisbrotamanna. „Blaðamaður hafði samband við marga dæmda kynferðisbrotamenn til að varpa ljósi á málið. Þeir vildu ýmist ekki kannast við brotin sem þeir hlutu dóm fyrir, skelltu á þegar um brotin var rætt eða létu lögmann sinn um að svara fyrirspurnum blaðamanns.“ Þau viðbrögð ein og sér eru upplýsandi um hugarheim þeirra.
Efnisorð: feminismi, karlmenn, kynferðisbrot, Nauðganir
<< Home