Mundu svo að brosa
Í desember síðastliðnum vöktu stéttarfélög víða um heim athygli á
Greinin í Frbl. var skrifuð af stjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum og þar segir að
Það má því ljóst vera að kynferðisleg áreitni við hótelþernur er alþjóðlegt vandamál, og kannanir hér á landi og á öðrum Norðurlöndum sýna að annað starfsfólk í þjónustustörfum, á veitingastöðum, í ferðaþjónustu og á hótelum verður fyrir kynferðislegu áreiti sem veldur því vanlíðan og það flýr jafnvel úr starfi. En, eins og bent var á hér að ofan, þá eru það fyrst og fremst viðskiptavinirnir, frægir sem ófrægir, sem þurfa að láta af óviðeigandi háttalagi við fólk sem er bara að vinna vinnuna sína.
Vonandi verður það árviss viðburður að vakin verði athygli á vinnuaðbúnaði hótelþerna - og helst þeirra sem starfa í öðrum þjónustustörfum líka. Líklega yrði tekið betur eftir slíkri herferð næst.
„vinnuaðbúnaði hótelþerna og beindu kastljósinu að þessum erfiðu störfum sem unnin eru daglega á milljónum hótela um allan heim. Markmiðið með þessar alþjóðaherferð er að opna augu hótelgesta fyrir þessum störfum en um leið þrýsta á atvinnurekendur að bæta starfsaðbúnað og starfskjör þeirra sem sinna hótelþrifum.Þetta er úr grein eftir Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands og Hörpu Ólafsdóttur, forstöðumanns kjaramálasviðs Eflingar. Ég man ekki til þess að greinin hafi vakið mikla athygli, en það err ágætt að draga hana fram í dagsljósið núna í ljósi greinar sem birt var í Fréttablaðinu í dag og kynningar á niðurstöðu rannsóknar um kynferðislega áreitni sem unnin var fyrir Starfsgreinasambandið og Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum.
Á bakvið lúxusinnréttingar og glæsilega ásýnd hótela leynast oft á tíðum hættulegar vinnuaðstæður og mikið vinnuálag þar sem illa launað starfsfólk lyftir þungum dýnum, flytur húsgögn, þurrkar af gólfum og innréttingum, þrífur margskonar óhreinindi og salerni. Við þessi þrif notar starfsfólk oft hættuleg hreinsiefni, eru undir mikilli tímapressu og síðast en ekki síst verða þeir oft fyrir margskonar áreitni frá hótelgestum.“
Greinin í Frbl. var skrifuð af stjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum og þar segir að
„Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Þessi áreitni kemur frá samstarfsfólki, yfirmönnum og viðskiptavinum.“Niðurstaða rannsóknar Steinunnar Rögnvaldsdóttur (fyrir SFS og RIKK), var í stíl við þetta:
„Öryggi fólks sem starfar við þjónustustörf; á veitingastöðum, í ferðaþjónustu og á hótelum er ógnað. Önnur hver kona og fjórði hver karlmaður sem vinnur þjónustustörf hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í tengslum við störf sín“.Í grein stjórnar Norrænu samtakanna er svo þessi þarfa áminning:
„Atvinnurekendum ber að tryggja starfsumhverfi sem er laust við ofbeldi og kynferðislega áreitni. Við sem viðskiptavinir höfum einnig mikla ábyrgð og okkur ber að hegða okkur vel gagnvart þeim sem þjónusta okkur.“Drífa og Harpa skrifuðu einnig í grein sinni um alþjóðaherferðina um tiltekið mál sem sneri að framkomu hótelgests við hótelþernu. Hið fræga mál þegar „Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, var handtekinn fyrir kynferðislegt áreiti gagnvart hótelþernu á lúxushóteli í New York“. (Ég hef einnig skrifað um það mál, m.a. hér og hér).
Það má því ljóst vera að kynferðisleg áreitni við hótelþernur er alþjóðlegt vandamál, og kannanir hér á landi og á öðrum Norðurlöndum sýna að annað starfsfólk í þjónustustörfum, á veitingastöðum, í ferðaþjónustu og á hótelum verður fyrir kynferðislegu áreiti sem veldur því vanlíðan og það flýr jafnvel úr starfi. En, eins og bent var á hér að ofan, þá eru það fyrst og fremst viðskiptavinirnir, frægir sem ófrægir, sem þurfa að láta af óviðeigandi háttalagi við fólk sem er bara að vinna vinnuna sína.
Vonandi verður það árviss viðburður að vakin verði athygli á vinnuaðbúnaði hótelþerna - og helst þeirra sem starfa í öðrum þjónustustörfum líka. Líklega yrði tekið betur eftir slíkri herferð næst.
Efnisorð: kynferðisbrot, ofbeldi, Verkalýður
<< Home