þriðjudagur, júní 16, 2015

Makríll fyrir miðsumarsbil

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill fyrir alla muni koma makrílfrumvarpinu í gegnum þingið í stað þess að fresta því til hausts enda þótt þá gæfist nægur tími til að breyta því og bæta og ræða það í þaula. Svo ekki að liggja mikið á frumvarpinu því enginn makríll veiðist eða sést, hefði maður haldið.

En það að er reyndar ekki skrítið að Sigurður Ingi vilji skella kvóta á makríl og byrja að gefa hann útvöldum, jafnvel þótt ekkert veiðist. Þetta snýst nefnilega ekki bara um veiddan fisk, heldur skiptir mestu máli fyrir útgerðarmennina að fá kvóta sem þeir svo geta veðsett. Þessvegna liggur á, það þarf að fara að eyða þessum peningum.

Efnisorð: