Karlmannslaust á kvenréttindadaginn
Kvenréttindadagurinn í gær virðist hafa farið vel fram um allt land. Engar óeirðir eða hópuppsagnir úr feminisma. Þvert á móti stigu valinkunnar kvenréttindakonur á stokk. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands hélt þrumuræðu og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti sagði meðal annars í sinni ræðu:
Einhvernveginn hafði ég þessvegna haldið að Einar Steingrímsson myndi sjá til þess að haldið yrði uppá kosningarétt karla (eins og hann skilgreinir hann) en auðvitað skrifaði hann greinina eingöngu til að níða niður kvennabaráttuna fremur en af einlægum áhuga fyrir því að minnast þessa áfanga í sögu karla.
En svo má auðvitað vera að 19. janúar 2016 taki öll Kvennablaðshersingin sig til og haldi þá uppá hundrað ára afmæli kosningarétt vinnumanna fertugra og eldri, því samkvæmt ritstjóranum er það réttari dagur en gærdagurinn. Ég bíð spennt eftir að sjá í beinni útsendingu þegar vinnumenn til sveita þyrpast á Austurvöll í janúarveðurblíðunni til að fagna áfanganum.
„Allir feður og allir bræður vita að dætur þeirra og systur eru jafnklárar og þeir en þeir verða að hafa hugfast að það á ekki aðeins við um þeirra eigin dætur og systur.“Í gær og dag hef ég legið yfir fjölmiðlum jafnt sem fámiðlum og get hvergi séð neitt um mótmæli eða glitta í skilti eða annað sem bendir til að einhver hafi tekið sig til og minnst þess að vinnumenn fertugir og eldri fengu líka kosningarétt þennan dag fyrir hundrað árum. Hafði þó kvenhatursforinginn Einar Steingrímsson (sem rétt eins og Eva Hauks er handvalinn af ritstjóranum til að viðra skoðanir sínar í Kvennablaðinu) skrifað grein fyrr á árinu þar sem hann lýsti mikilli hneykslun sinni á að vinnumenn hefðu alveg gleymst í ákafanum við að halda á lofti kosningarétti kvenna. Grein Einars gekk útá að það hafi verið þaggað niður hvenær karlar hafi fengið kosningarétt og að feministafrenjur hafi ekki bara stolið afmælinu þeirra heldur og falsað söguna.
Einhvernveginn hafði ég þessvegna haldið að Einar Steingrímsson myndi sjá til þess að haldið yrði uppá kosningarétt karla (eins og hann skilgreinir hann) en auðvitað skrifaði hann greinina eingöngu til að níða niður kvennabaráttuna fremur en af einlægum áhuga fyrir því að minnast þessa áfanga í sögu karla.
En svo má auðvitað vera að 19. janúar 2016 taki öll Kvennablaðshersingin sig til og haldi þá uppá hundrað ára afmæli kosningarétt vinnumanna fertugra og eldri, því samkvæmt ritstjóranum er það réttari dagur en gærdagurinn. Ég bíð spennt eftir að sjá í beinni útsendingu þegar vinnumenn til sveita þyrpast á Austurvöll í janúarveðurblíðunni til að fagna áfanganum.
<< Home