fimmtudagur, júní 18, 2015

Fremst í flokki

Agli Helgasyni þykir mikil goðgá að mótmælt hafi verið á 17. júní. Hann lætur einsog hann sé bara ósáttur vegna þess að mótmælin héldu áfram meðan kórinn söng (sem alveg er hægt að taka undir að hafi verið óþarfi) en aðallega tekur hann upp þykkjuna fyrir forsætisráðherrann sinn.

„Mótmælin beindust þó aðallega gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.“ [Glöggur Egill!]

„Ákveðinn hluti þjóðarinnar þolir hann ekki, er með algjört ofnæmi fyrir honum. Þar fara fremst Stundin og Gunnar Smári Egilsson.“

Mér finnst framhjá mér gengið.

Efnisorð: