Kanínur gegn tilraunum á kanínum
Einstaklega ánægjuleg breyting hefur orðið á vöruúrvali fyrir fólk sem vill forðast vörur sem eru prófaðar á dýrum. Áður fengust slíkar snyrtivörur eingöngu í heilsubúðum en nú fást þær einnig í apótekum þar sem allir versla. Sömuleiðis fást nú hreinlætisvörur og hreingerningavörur, allt frá fljótandi handsápu til glerúða, í lágvöruverðsverslunum.
Fyrir fólk sem vill beina viðskiptum sínum eins og kostur er til þeirra sem pynta ekki dýr, er vert að skoða merkingar á snyrti- og hreinlætisvörum og athuga hvort þar leynist lítil kanína.
Hoppandi kanína (e. leaping bunny) er mjög áreiðanlegt alþjóðlegt merki (framleiðendur verða að uppfylla ýmis skilyrði og eftirlit er haft með þeim) og kanínuhaus með hjartalaga eyru er merki bandarísku dýraverndsamtakanna PETA, og ágætt líka. Sé önnur eða báðar þessar kanínur á vörunni hefur varan ekki verið prófuð á dýrum. Sé sagt að varan sé „vegan“ eiga engar dýraafurðir að vera í vörunni. Svo eru ýmsar útfærslur á hvaða texti fylgir með. Sem dæmi get ég nefnt* fljótandi handsápu sem er merkt bæði með 'cruelty free and vegan kanínunni' og skoppandi kanínunni, og salernishreinsilög þar sem stendur „cruelty free“ undir hoppandi kanínunni. Enn ein kanínan er svo á sjampói; skuggamynd af kanínu sem á stendur „NO“. Einnig er til kanína sem situr við hliðina á textanum „Against Animal Testing“.**
Kanínur eru semsagt til merkis um að engar kanínur hafi þjáðst við gerð þessarar vöru. Það er gott að vita — og kaupa.
___
* Ákveðið var á ritstjórnarfundi að nefna ekki vörurnar á nafn svo lesendur færu ekki að halda að um kostaða auglýsingu væri að ræða.
** Síðasttöldu kanínurnar eru á vörum frá Bretlandi þar sem er í gildi bann ESB við snyrtivörutilraunum á dýrum. Ekki vita allir um þetta bann eða hvaða lönd eru aðildarlönd að ESB, og því merkja margir evrópskir framleiðendur vöruna með kanínum eða láta með öðrum hætti vita að varan hafi ekki verið prófuð á dýrum, enda vilja æ fleiri viðskiptavinir forðast slíkar vörur sem kostur er.
[Viðbót:] á síðu samtaka grænmetisæta á Íslandi má finna ágætar leiðbeiningar um hvers skal gæta þegar lesið er á innihaldsmiða á snyrtivörum.
Fyrir fólk sem vill beina viðskiptum sínum eins og kostur er til þeirra sem pynta ekki dýr, er vert að skoða merkingar á snyrti- og hreinlætisvörum og athuga hvort þar leynist lítil kanína.
Hoppandi kanína (e. leaping bunny) er mjög áreiðanlegt alþjóðlegt merki (framleiðendur verða að uppfylla ýmis skilyrði og eftirlit er haft með þeim) og kanínuhaus með hjartalaga eyru er merki bandarísku dýraverndsamtakanna PETA, og ágætt líka. Sé önnur eða báðar þessar kanínur á vörunni hefur varan ekki verið prófuð á dýrum. Sé sagt að varan sé „vegan“ eiga engar dýraafurðir að vera í vörunni. Svo eru ýmsar útfærslur á hvaða texti fylgir með. Sem dæmi get ég nefnt* fljótandi handsápu sem er merkt bæði með 'cruelty free and vegan kanínunni' og skoppandi kanínunni, og salernishreinsilög þar sem stendur „cruelty free“ undir hoppandi kanínunni. Enn ein kanínan er svo á sjampói; skuggamynd af kanínu sem á stendur „NO“. Einnig er til kanína sem situr við hliðina á textanum „Against Animal Testing“.**
Kanínur eru semsagt til merkis um að engar kanínur hafi þjáðst við gerð þessarar vöru. Það er gott að vita — og kaupa.
___
* Ákveðið var á ritstjórnarfundi að nefna ekki vörurnar á nafn svo lesendur færu ekki að halda að um kostaða auglýsingu væri að ræða.
** Síðasttöldu kanínurnar eru á vörum frá Bretlandi þar sem er í gildi bann ESB við snyrtivörutilraunum á dýrum. Ekki vita allir um þetta bann eða hvaða lönd eru aðildarlönd að ESB, og því merkja margir evrópskir framleiðendur vöruna með kanínum eða láta með öðrum hætti vita að varan hafi ekki verið prófuð á dýrum, enda vilja æ fleiri viðskiptavinir forðast slíkar vörur sem kostur er.
[Viðbót:] á síðu samtaka grænmetisæta á Íslandi má finna ágætar leiðbeiningar um hvers skal gæta þegar lesið er á innihaldsmiða á snyrtivörum.
Efnisorð: dýravernd
<< Home