Konur í áhrifastöðum
Eitt er það sem er vert að nefna í tilefni af því að hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði samkynja hjónaböndum í hag. Niðurstaða hæstaréttardómaranna níu* var ekki samhljóma og skiptust atkvæði þeirra þannig:
Karlmenn 4-2 á móti
Konur 3-0 með
Á þessu sést með afgerandi hætti að það skiptir gríðarlegu máli að hafa konur í áhrifastöðum.
Það er því vel við hæfi að í kvöld verður haldið uppá það að Íslendingar báru gæfu til þess að kjósa Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta sinn fyrir 35 árum.
— Ræðan sem Jón Kalman hélt á Arnarhóli var frábær.
___
* Þess má geta að Clarence Thomas, sem er af sumum talinn íhaldssamastur þeirra allra (aðrir nefna Antonin Scalia í það hlutverk), er einn þeirra sem kaus gegn því að öllum ríkjum bæri að sjá til þess að samkynja pör gætu gengið í hjónaband. Mörgum er enn í minni þegar hann var ásakaður um kynferðislega áreitni í garð Anitu Hill. Það er Clarence Thomas sem situr fýlulegur lengst til vinstri á myndinni, svona sem mótvægi við Ruth Bader Ginsburg (sem er 82 ára kvenréttindakona og ofurtöffari) á hinum endanum. Á milli þeirra sitja, talið frá vinstri: Antonin Scalia og John Roberts dómsforseti sem situr fyrir miðju, svo kemur Anthony Kennedy sem er oddamaðurinn; íhald sem stundum hallar sér að frjálslyndari armi dómsins, eins og í þetta skiptið. Í efri röð eru Sonia Sotomayor, Stephen Breyer, Samuel Alito og loks Elena Kagan. Augljóst er af (fótosjoppuðum) skikkjunum hver þeirra styðja réttindi samkynhneigðra.
[Myndinni fylgdi texti sem ég hannesaði.]
Karlmenn 4-2 á móti
Konur 3-0 með
Á þessu sést með afgerandi hætti að það skiptir gríðarlegu máli að hafa konur í áhrifastöðum.
Það er því vel við hæfi að í kvöld verður haldið uppá það að Íslendingar báru gæfu til þess að kjósa Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta sinn fyrir 35 árum.
— Ræðan sem Jón Kalman hélt á Arnarhóli var frábær.
___
* Þess má geta að Clarence Thomas, sem er af sumum talinn íhaldssamastur þeirra allra (aðrir nefna Antonin Scalia í það hlutverk), er einn þeirra sem kaus gegn því að öllum ríkjum bæri að sjá til þess að samkynja pör gætu gengið í hjónaband. Mörgum er enn í minni þegar hann var ásakaður um kynferðislega áreitni í garð Anitu Hill. Það er Clarence Thomas sem situr fýlulegur lengst til vinstri á myndinni, svona sem mótvægi við Ruth Bader Ginsburg (sem er 82 ára kvenréttindakona og ofurtöffari) á hinum endanum. Á milli þeirra sitja, talið frá vinstri: Antonin Scalia og John Roberts dómsforseti sem situr fyrir miðju, svo kemur Anthony Kennedy sem er oddamaðurinn; íhald sem stundum hallar sér að frjálslyndari armi dómsins, eins og í þetta skiptið. Í efri röð eru Sonia Sotomayor, Stephen Breyer, Samuel Alito og loks Elena Kagan. Augljóst er af (fótosjoppuðum) skikkjunum hver þeirra styðja réttindi samkynhneigðra.
[Myndinni fylgdi texti sem ég hannesaði.]
Efnisorð: feminismi, frjálsar ástir
<< Home