Saga úr þingsal
Er ég ein um að hlusta á Höfunda eigin lífs, viðtalsþátt Kristrúnar Heimisdóttur og Ævars Kjartanssonar? Um daginn (28. júní, ég hlustaði mun síðar á það í hlaðvarpinu; hér er það á Sarpinum) töluðu þau við Eddu Björgvinsdóttur, og það var afar gott spjall, en það sem sló mig þó mest var sagan sem Kristrún sagði. Hún er þess eðlis að ég barasta botna ekkert í að þetta hafi hvergi (svo ég viti) fengið neina umfjöllun.
33. mínúta, Kristrún:
Mín fyrstu viðbrögð við sögunni voru að grípa andann á lofti. Á Alþingi? Þetta er rosalegt! (Og það er það sem ég skil ekki að hafi ekki orðið að fjölmiðlafári.) En svo helltist yfir mig þessi gamalkunna tilfinning: auðvitað þar eins og allstaðar annarstaðar, kallar eru allstaðar eins.
Svo þegar ég var búin að hlusta á þáttinn til enda, fór ég að hugsa um þær konur sem hafa komist í valdastöður, eða bara í hefðbundin kallastörf, og ógna þar með köllum. Því auðvitað eiga konur ekkert uppá dekk og það þarf að láta þær vita hvar þær eiga að vera og hvar þær eiga ekki að vera. Og hvað er meira viðeigandi — að mati karlrembusvína allra tíma og allra vinnustaða — en láta konuna vita að hún er, þrátt fyrir allt sitt brölt, bara kvenmannslíkami sem lýtur valdi karla. Og þeir káfa.
Þeir passa sig auðvitað á að gera það annaðhvort þegar engin vitni eru eða þá við þannig aðstæður að konan getur ekki stoppað athæfið eða æpt á karlinn því það myndi valda uppnámi, trufla þingstörf.
Og hver myndi svosem taka málstað konunnar þó hún æpti, var hún ekki bara að vekja á sér athygli, reyna að grafa undan ferli karlsins sem hún ásakar um svo fráleitan verknað? Þessvegna hafa konur löngum þagað og látið þetta yfir sig ganga. Á það stólaði þingmaðurinn, og hefur eflaust verið nokkuð drjúgur með dagsverkið. Bæði fyrr og síðar hafa aðrir karlar (vonandi þó ekki á þingi) gert hið sama.
Karlar eru sembeturfer flestir núorðið búnir að jafna sig á því að konur geti unnið öll störf, og að sumar verða jafnvel yfirmenn eða setjast á þing. En það er fjarstæða að vera svo bjartsýn að trúa því að karlar séu alfarið hættir að koma konum í álíka aðstæður og þingkonan lenti í á leiðinni í ræðustól á löggjafarsamkundu þjóðarinnar.
33. mínúta, Kristrún:
„Það rifjaðist upp fyrir mér þegar þú varst að tala um frelsun geirvörtunnar og mussurnar, og ég ætla bara að segja þetta hérna þótt þetta sé Ríkisútvarpið, að það sagði mér ein af merkari stjórnmálakonum Íslands, ég ætla ekki að nefna nafnið hennar og ekki gefa neina möguleika fyrir fólk að átta sig á hver þetta kunni að vera. Ég ætla bara að segja söguna sem er svona.
Hún var einu sinni að bíða eftir að komast í ræðustól á Alþingi. Hún var í svona einhverskonar mussuklæðnaði. Finnur þá allt í einu hönd, af samþingmanni sínum, koma inn undir mussuna, og grípa þéttingsfast um bert brjóstið.
Þetta er sagan.“
Mín fyrstu viðbrögð við sögunni voru að grípa andann á lofti. Á Alþingi? Þetta er rosalegt! (Og það er það sem ég skil ekki að hafi ekki orðið að fjölmiðlafári.) En svo helltist yfir mig þessi gamalkunna tilfinning: auðvitað þar eins og allstaðar annarstaðar, kallar eru allstaðar eins.
Svo þegar ég var búin að hlusta á þáttinn til enda, fór ég að hugsa um þær konur sem hafa komist í valdastöður, eða bara í hefðbundin kallastörf, og ógna þar með köllum. Því auðvitað eiga konur ekkert uppá dekk og það þarf að láta þær vita hvar þær eiga að vera og hvar þær eiga ekki að vera. Og hvað er meira viðeigandi — að mati karlrembusvína allra tíma og allra vinnustaða — en láta konuna vita að hún er, þrátt fyrir allt sitt brölt, bara kvenmannslíkami sem lýtur valdi karla. Og þeir káfa.
Þeir passa sig auðvitað á að gera það annaðhvort þegar engin vitni eru eða þá við þannig aðstæður að konan getur ekki stoppað athæfið eða æpt á karlinn því það myndi valda uppnámi, trufla þingstörf.
Og hver myndi svosem taka málstað konunnar þó hún æpti, var hún ekki bara að vekja á sér athygli, reyna að grafa undan ferli karlsins sem hún ásakar um svo fráleitan verknað? Þessvegna hafa konur löngum þagað og látið þetta yfir sig ganga. Á það stólaði þingmaðurinn, og hefur eflaust verið nokkuð drjúgur með dagsverkið. Bæði fyrr og síðar hafa aðrir karlar (vonandi þó ekki á þingi) gert hið sama.
Karlar eru sembeturfer flestir núorðið búnir að jafna sig á því að konur geti unnið öll störf, og að sumar verða jafnvel yfirmenn eða setjast á þing. En það er fjarstæða að vera svo bjartsýn að trúa því að karlar séu alfarið hættir að koma konum í álíka aðstæður og þingkonan lenti í á leiðinni í ræðustól á löggjafarsamkundu þjóðarinnar.
Efnisorð: feminismi, Fjölmiðlar, karlmenn
<< Home