Bjór við þjóðveginn
Skoðanakannanir hafa sýnt að um 70% landsmanna er á móti einkasölu áfengis – af ýmsum ástæðum – en þrátt fyrir það hyggst Vilhjálmur Árnason fyrir hönd síns flokks enn einu sinni reyna að koma því gegnum þingið í haust (enda Sjálfstæðismenn ekki uppteknir af almannavilja í þessu máli frekar en þegar Sigurður Kári Kristjánsson mælti fyrir áfengisfrumvarpinu í miðri búsáhaldabyltingu).
En þangað til á greinilega að gera tilraun. Furðulega tilraun sem gengur eiginlega gegn öllu því sem lofað er í frumvarpinu. Það á sumsé að leyfa sölu á bjór í þremur bensínsjoppum meðfram leiðinni til Landeyjarhafnar um Verslunarmannahelgina, svo að Þjóðhátíðargestir komi örugglega ekki edrú til Eyja. Eflaust fylgja vínveitingaleyfinu þau skilyrði, eins og í frumvarpinu um sölu áfengis í matvörubúðum, að starfsmenn sem afgreiða það mega ekki vera yngri en átján og kaupendur orðnir tvítugir. Það hlýtur að vera auðvelt að framfylgja þessu þegar mikið er að gera um mestu ferðahelgi ársins.
Það er áhugavert að það virðist sem Olís skuli geta fengið vínveitingaleyfi si svona, hefði ég þó ekki haldið að það væri augljósasti staður til að selja áfengi. En ekki er síður áhugavert að þessi bjórsala skuli vera í samstarfi við mannvinina í Þjóðhátíðarnefnd, já og Ölgerðina auðvitað, sem er svo vinsamleg að skaffa bjórinn sem selja á (en bara af góðsemi auðvitað, hefur ekkert með þrýsting áfengisiðnaðarins að gera). Eitthvað hefur verið kippt í spotta til að koma þessu í gegn. Vínveitingaleyfi segir eingöngu til um að leyfa megi drykkju á staðnum en ekki að selja útaf staðnum (auðvitað engin dæmi í gjörvallri vínveitingasölu Íslands að fólk fái plastglös undir bjórinn til að taka með útaf staðnum). Á bensínstöðvunum þremur stendur semsé ekki til að selja bjór í kippum sem fólk getur tekið með sér. Að minnsta kosti ekki að sinni, en það gæti breyst verði frumvarp um smásölu áfengis að lögum. Í því segir nefnilega líka til um hvar ekki megi selja áfengi, og svo ég vitni í neðanmálsgrein við skrif mín um áfengisfrumvarpið frá því í október í fyrra:
Hvernig sem á þessu stendur þá þykir mér bjórsala á bensínstöðvum hvorki góð hugmynd né góð þróun.
En þangað til á greinilega að gera tilraun. Furðulega tilraun sem gengur eiginlega gegn öllu því sem lofað er í frumvarpinu. Það á sumsé að leyfa sölu á bjór í þremur bensínsjoppum meðfram leiðinni til Landeyjarhafnar um Verslunarmannahelgina, svo að Þjóðhátíðargestir komi örugglega ekki edrú til Eyja. Eflaust fylgja vínveitingaleyfinu þau skilyrði, eins og í frumvarpinu um sölu áfengis í matvörubúðum, að starfsmenn sem afgreiða það mega ekki vera yngri en átján og kaupendur orðnir tvítugir. Það hlýtur að vera auðvelt að framfylgja þessu þegar mikið er að gera um mestu ferðahelgi ársins.
Það er áhugavert að það virðist sem Olís skuli geta fengið vínveitingaleyfi si svona, hefði ég þó ekki haldið að það væri augljósasti staður til að selja áfengi. En ekki er síður áhugavert að þessi bjórsala skuli vera í samstarfi við mannvinina í Þjóðhátíðarnefnd, já og Ölgerðina auðvitað, sem er svo vinsamleg að skaffa bjórinn sem selja á (en bara af góðsemi auðvitað, hefur ekkert með þrýsting áfengisiðnaðarins að gera). Eitthvað hefur verið kippt í spotta til að koma þessu í gegn. Vínveitingaleyfi segir eingöngu til um að leyfa megi drykkju á staðnum en ekki að selja útaf staðnum (auðvitað engin dæmi í gjörvallri vínveitingasölu Íslands að fólk fái plastglös undir bjórinn til að taka með útaf staðnum). Á bensínstöðvunum þremur stendur semsé ekki til að selja bjór í kippum sem fólk getur tekið með sér. Að minnsta kosti ekki að sinni, en það gæti breyst verði frumvarp um smásölu áfengis að lögum. Í því segir nefnilega líka til um hvar ekki megi selja áfengi, og svo ég vitni í neðanmálsgrein við skrif mín um áfengisfrumvarpið frá því í október í fyrra:
„Í frumvarpinu er líka tiltekið hvar megi ekki selja áfengi en þar hefur alveg gleymst að geta bensínstöðva. Hvort þetta er handvömm eða til stendur að leyfa bensínstöðvabjór veit ég ekki.“Bendir þetta kannski til að bensínstöðvabjórinn um verslunarmannahelgina hafi lengi verið í undirbúningi, og alltaf hafi staðið til að gera þessa tilraun? Hún eigi svo að ryðja brautina fyrir áfengisfrumvarpið í haust, og þá verði hreinlega tekið fram að selja megi áfengi (a.m.k. bjór) á bensínstöðvum? Eða er þetta bara einkaframtak þjóðhátíðarnefndar, bensínstöðvanna og áfengisiðnaðarins en ekki ætlað til að beita þrýstingi vegna frumvarpsins?
Hvernig sem á þessu stendur þá þykir mér bjórsala á bensínstöðvum hvorki góð hugmynd né góð þróun.
Efnisorð: fíkniefni, frjálshyggja
<< Home