Áfengisiðnaðurinn og kærustuparakokteilar
Um daginn las ég fína grein eftir Hafstein Frey Hafsteinsson heimilislækni sem skrifaði gegn áfengissölu í matvöruverslunum undir titlinum „Ekki setja áfengisiðnaðinn undir stýrið“. Hann telur upp ýmis rök fyrir máli sínu, aðallega þau að bresk stjórnvöld eru í vandræðum með áfengisstefnu sínu en þar í landi er dánartíðni af völdum lifrarsjúkdóma á uppleið. Það sem vakti þó mesta athygli mína er það sem læknirinn segir í ávarpi sínu til þingmanna:
Fréttablaðið hefur oft flaggað áfengi við hin ýmsu tilefni á síðum sínum og hefur stundum gefið út blaðkálfa sem eru ein stór áfengisauglýsing frá upphafi til enda. Dæmi um það er sérblaðið „Bjórmenning á Íslandi“ sem fylgdi blaðinu í dag (ábyrgðarmaður blaðsins er Svanur Valgeirsson). Tólf blaðsíður af vörumerkjakynningu fjölmargra bjórtegunda. Á öftustu síðu er auglýsing frá skemmtistað sem ég kannast ekki við að hafi áður auglýst í blöðum. Hálfsíða innan í blaðinu kynnti „félag íslenskra bjóráhugakvenna“ og það rætt að „bjórmenningin hefur hingað til verið dálítið karllæg“. (Mér finnst ekki endilega að það hafi verið ástæða til að bæta þar úr.) En skilaboðin eru þau að það er vinsælt meðal kvenna að drekka bjór — eða verður það með tímanum.
Í febrúar var sérblað látið fylgja Fréttablaðinu vegna einhvers fyrirbæris sem kallast Reykjavík Cocktail Weekend — þar er heilmikil viskíumfjöllun á fyrstu síðu, ekkert léttöl þar á ferðinni. Á sama tíma í fyrra kom líka blað út af sama tilefni. Þá var tekið fram í blaðkálfinum að
Það var ekki bara í hanastélshelgarblaðinu sem viskí var haft í fyrirrúmi. Í kálfinum Fólk sem gefinn var út daginn fyrir Valentínusardag (ég nota ekki þann dag sem viðmið allajafna, þetta var semsagt 13. febrúar) var trommað upp með „sérhannaðan drykk“ sem kallaður var Valentínusardrykkur. Barþjóninn sem talað var við hafði lengi reynt að fá kærustuna til að drekka viskí og hafði nú fundið uppskrift — sem fylgir sögunni með mynd — sem henni líkaði og „nú getum við drukkið viskí saman sem er mjög skemmtilegt“. Það má vel vera að þetta sé alveg satt, en það vill svo til að viskíframleiðendur hafa um nokkurt skeið lagt talsvert á sig til að stækka hóp viðskiptavina sinna og horfa þá sérstaklega til kvenna. Þessi litla kærustuparasaga, kynnt til leiks daginn fyrir kærustuparadaginn er því einn liður í markaðssetningu viskís fyrir konur.
Fyrir allmörgum áratugum var sett í gang herferð til að fá konur til að reykja, þá voru reykingar sagðar vera til marks um sjálfstæði kvenna. Svona fyrir utan hvað þær voru nú heilsusamlegar. Núna er okkur sagt að við megum til með að ganga í bjórkvenfélag og það sé til viskí við hæfi hverrar konu.
„Það ku mögulega vera búið að telja í meirihluta fyrir samþykki áfengisfrumvarpsins. Þrýstingur áfengisiðnaðarins virðist ætla að bera ykkur ofurliði ef fram fer sem horfir. Kæmi ekki á óvart í rauninni. Það þarf óvenju sterk bök til að standast áhlaup þessa iðnaðar.“Þessi iðnaður hefur um margra ára skeið fengið íslenska fjölmiðla til að brjóta lög sem segja að bannað sé að auglýsa áfengi. Margfrægar eru bjórauglýsingar þar sem bjórinn er sagður vera léttöl og gott ef ekki áfengislaus, en með því er verið að fara framhjá banninu þótt auglýsendur og fjölmiðlar viðurkenni það ekki. En sumar auglýsingar eru afdráttarlausari, og enn aðrar lúmskari í markaðssetningu vörunnar. Sumar eru hreinlega galnar einsog sú sem var í Mogganum (engar áhyggjur, slóðin er ekki á Moggann). Þar var reyndar ekki áfengið sjálft auglýst, heldur tappatogari sem fermingargjöf, með þessum orðum:
„Vandaður tappatogari endist lengi og nýtist vel. Ganga flestir unglingar í gegnum tímabil þar sem þeir læra að hafa áfengi um hönd, og kemur tappatogari og flöskuoppnari þá í góðar þarfir.“Það þarf reyndar að vera mjög maríneraður í áfengismenningunni til að þykja eðlilegt að skrifa þennan texta.
Fréttablaðið hefur oft flaggað áfengi við hin ýmsu tilefni á síðum sínum og hefur stundum gefið út blaðkálfa sem eru ein stór áfengisauglýsing frá upphafi til enda. Dæmi um það er sérblaðið „Bjórmenning á Íslandi“ sem fylgdi blaðinu í dag (ábyrgðarmaður blaðsins er Svanur Valgeirsson). Tólf blaðsíður af vörumerkjakynningu fjölmargra bjórtegunda. Á öftustu síðu er auglýsing frá skemmtistað sem ég kannast ekki við að hafi áður auglýst í blöðum. Hálfsíða innan í blaðinu kynnti „félag íslenskra bjóráhugakvenna“ og það rætt að „bjórmenningin hefur hingað til verið dálítið karllæg“. (Mér finnst ekki endilega að það hafi verið ástæða til að bæta þar úr.) En skilaboðin eru þau að það er vinsælt meðal kvenna að drekka bjór — eða verður það með tímanum.
Í febrúar var sérblað látið fylgja Fréttablaðinu vegna einhvers fyrirbæris sem kallast Reykjavík Cocktail Weekend — þar er heilmikil viskíumfjöllun á fyrstu síðu, ekkert léttöl þar á ferðinni. Á sama tíma í fyrra kom líka blað út af sama tilefni. Þá var tekið fram í blaðkálfinum að
„Reykjavík Cocktail Weekend og Íslandsmót barþjóna er haldið af Barþjónaklúbbi Íslands, í samstarfi við vínbirgja og veitingastaði í Reykjavík.“Því auðvitað eru það vínbirgjar og veitingastaðir sem auglýsa ljóst og leynt áfengi af öllum styrkleikum til þess að auka hjá sér söluna. Það eru líka þeir - a.m.k. þeir fyrrnefndu sem ólmir vilja fá að selja áfengi í matvörubúðum og komast þannig nær öllum viðskiptavinum matvöruverslana.
Það var ekki bara í hanastélshelgarblaðinu sem viskí var haft í fyrirrúmi. Í kálfinum Fólk sem gefinn var út daginn fyrir Valentínusardag (ég nota ekki þann dag sem viðmið allajafna, þetta var semsagt 13. febrúar) var trommað upp með „sérhannaðan drykk“ sem kallaður var Valentínusardrykkur. Barþjóninn sem talað var við hafði lengi reynt að fá kærustuna til að drekka viskí og hafði nú fundið uppskrift — sem fylgir sögunni með mynd — sem henni líkaði og „nú getum við drukkið viskí saman sem er mjög skemmtilegt“. Það má vel vera að þetta sé alveg satt, en það vill svo til að viskíframleiðendur hafa um nokkurt skeið lagt talsvert á sig til að stækka hóp viðskiptavina sinna og horfa þá sérstaklega til kvenna. Þessi litla kærustuparasaga, kynnt til leiks daginn fyrir kærustuparadaginn er því einn liður í markaðssetningu viskís fyrir konur.
Fyrir allmörgum áratugum var sett í gang herferð til að fá konur til að reykja, þá voru reykingar sagðar vera til marks um sjálfstæði kvenna. Svona fyrir utan hvað þær voru nú heilsusamlegar. Núna er okkur sagt að við megum til með að ganga í bjórkvenfélag og það sé til viskí við hæfi hverrar konu.
Efnisorð: fíkniefni, Fjölmiðlar, frjálshyggja, heilbrigðismál
<< Home