Inn út, inn inn út
Mér finnst ljótt að ljúga að veiku fólki, hvað þá ef það er dauðvona, í því skyni að hafa af því fé. Þykjast geta læknað sjúkdóma sem læknavísindin standa á gati yfir, en líka að þykjast geta læknað jafnvel, skjótar eða sársaukalausar en læknavísindin. Sumt af því fólki sem leitar á náðir skottulækna er sér fullmeðvitað um hæpnar forsendur en er til í að láta slag standa, annað trúir öllu sem því er lofað eins og nýju neti. Það er síðarnefndi hópurinn sem er líklegri til að hafna læknavísindunum, stundum bara vegna þess að það leggur of mikið traust á kuklarana en stundum vegna þess að það trúir líka samsæriskenningum um að lyfjafyrirtæki og læknar vilji umfram allt pína fólk með lyfjum og meðferðum (sbr. bólusetningar barna) sem ekki geri neitt meira gagn en aðferðir kuklaranna.
Ekki ætla ég svosem að verja gróðafíkn lyfjafyrirtækja (mér nægir að sjá fyrir mér eiganda Actavis) og alveg trúi ég ýmsu misjöfnu uppá einstaka lækna (sbr. skapabarmaaðgerðir og önnur fjárplógsstarfsemi lýtalækna), en svona almennt og yfirleitt held ég að læknar og lyfjafyrirtæki miði að því að lækna sjúkdóma. Ég held líka að margir þeirra sem leggja stund á allskyns „óhefðbundnar lækningar“ séu ekki viljandi að svindla á neinum (þótt einhverjir séu siðlausir eða hreinlega siðblindir) heldur trúi í allri einlægni að þeir séu með efni eða tæki sem hjálpar veiku fólki. En það er auðvitað munur á því að ætla að hjálpa manneskju með vægan sjúkdóm eða að vera svo veruleikafirrtur að bjóða dauðvona manneskju lækningu, hversu mjög sem kuklarann langar að hjálpa.
En úr því að Kastljósið afhjúpaði þessa loddara með svo eftirminnilegum hætti, mætti ég þá biðja um óskalag?
Vinsamlega fjallið með álíka ítarlegum hætti um fólk sem þykist vera í sambandi við dáið fólk eða geta sagt fyrir um framtíðina. Ég er að tala um miðla, lækningamiðla auðvitað, en líka spámiðla og spákonur. Þar er nú aldeilis hópur sem græðir á tá og fingri á trúgirni þeirra sem eru í vanda í einkalífinu, eiga við sálræna eða líkamlega erfiðleika að stríða, eða hafa misst ástvini. En það merkilega er að þessum loddurum er iðulega hampað í fjölmiðlum (t.d. Þórhalli miðli og Sigríði Klingenberg spákonu) í stað þess að vera stillt upp til sýnis með starfsemi sína eins og gert var í Kastljósþættinum.
Svo væri athugandi fyrir skattrannsóknarstjóra að rannsaka bókhald þeirra sem bjóða óhefðbundnar lækningar, með eða án pendúls, og þeirra sem þykjast spá fyrir um framtíð fólks og telja því trú um líðan framliðinna ættingja. Mér segir svo hugur að það fé sem þessu fólki græðist sé ekki allt talið fram og fari því ekki í sameiginlegan sjóð landsmanna, þennan sem á meðal annars að reka Landspítalann.
Ekki ætla ég svosem að verja gróðafíkn lyfjafyrirtækja (mér nægir að sjá fyrir mér eiganda Actavis) og alveg trúi ég ýmsu misjöfnu uppá einstaka lækna (sbr. skapabarmaaðgerðir og önnur fjárplógsstarfsemi lýtalækna), en svona almennt og yfirleitt held ég að læknar og lyfjafyrirtæki miði að því að lækna sjúkdóma. Ég held líka að margir þeirra sem leggja stund á allskyns „óhefðbundnar lækningar“ séu ekki viljandi að svindla á neinum (þótt einhverjir séu siðlausir eða hreinlega siðblindir) heldur trúi í allri einlægni að þeir séu með efni eða tæki sem hjálpar veiku fólki. En það er auðvitað munur á því að ætla að hjálpa manneskju með vægan sjúkdóm eða að vera svo veruleikafirrtur að bjóða dauðvona manneskju lækningu, hversu mjög sem kuklarann langar að hjálpa.
En úr því að Kastljósið afhjúpaði þessa loddara með svo eftirminnilegum hætti, mætti ég þá biðja um óskalag?
Vinsamlega fjallið með álíka ítarlegum hætti um fólk sem þykist vera í sambandi við dáið fólk eða geta sagt fyrir um framtíðina. Ég er að tala um miðla, lækningamiðla auðvitað, en líka spámiðla og spákonur. Þar er nú aldeilis hópur sem græðir á tá og fingri á trúgirni þeirra sem eru í vanda í einkalífinu, eiga við sálræna eða líkamlega erfiðleika að stríða, eða hafa misst ástvini. En það merkilega er að þessum loddurum er iðulega hampað í fjölmiðlum (t.d. Þórhalli miðli og Sigríði Klingenberg spákonu) í stað þess að vera stillt upp til sýnis með starfsemi sína eins og gert var í Kastljósþættinum.
Svo væri athugandi fyrir skattrannsóknarstjóra að rannsaka bókhald þeirra sem bjóða óhefðbundnar lækningar, með eða án pendúls, og þeirra sem þykjast spá fyrir um framtíð fólks og telja því trú um líðan framliðinna ættingja. Mér segir svo hugur að það fé sem þessu fólki græðist sé ekki allt talið fram og fari því ekki í sameiginlegan sjóð landsmanna, þennan sem á meðal annars að reka Landspítalann.
Efnisorð: Fjölmiðlar, heilbrigðismál
<< Home