Bókasafnskettir og kaffihúsahundar
Undanfarið hafa verið miklar deilur milli dýraeigenda og þeirra sem eru með ofnæmi fyrir dýrum um hvort og hvar kettir og hundar mega vera þar sem fólk leitar þjónustu. Hundaeigendur riðu á vaðið með því að fara fram á að hundum verði leyft að sækja kaffihús með eigendum sínum. Einn ágætur hundur að nafni Tinni hefur reynt að hafa áhrif á málið með því að senda Alþingi bréf og láta birta af sér myndir þar sem hann situr einn fyrir utan kaffihús (hann er greinilega að nota tilfinningarökin). Það er erfitt annað en taka undir með Tinna sem virðist vera mesti gæðahundur, eða eigendum Mikka sem finnst hundaeigendur vera ofsóttir. Frakkur köttur í Heimunum beið ekki eftir að fá opinbert leyfi þegar hann fór að venja komur sínar á útibú Borgarbókasafnsins í Sólheimum. Þetta er köttur með heimilisfesti skammt frá en unir sér meðal bóka og bókelsks fólks. Þó kvartaði einhver undan kisa og sagði að vegna ofnæmis síns yrði kötturinn gjörasvovel og vera úti, eins og reyndar lög og reglur kveða á um. Kettir mega heldur ekki að vera á kaffihúsum og ekki alls fyrir löngu varð kaffihús í miðbæ Reykjavíkur að fleygja út vinalegum ketti sem allir gestir — nema þessi eini sem kvartaði — höfðu verið ósköp glaðir með að deila kaffihúsinu með.
Nú er ég mikill dýravinur og hefði barasta mjög gaman af því að hitta hunda og ketti á bókasöfnum og kaffihúsum (ég hef því miður farið á mis við þá lífsreynslu). En ég hef heldur ekki ofnæmi fyrir neinum loðdýrum og get því trútt um talað. Ég þekki fólk með ofnæmi og það tekur mjög misjafnlega á því. Sumir leggja fæð á dýrin, tauta sífellt um að þau séu skítug og tala einsog helst ætti að úthýsa öllum dýrum og þau eigi sér hvergi tilverurétt. Aðrir forðast dýrin án þess að mikið beri á, sumir láta sprauta sig til að geta umgengist dýr og aðrir ganga alltaf með astmapústið á sér. Enginn sem ég þekki myndi játa að vera manneskjan sem lætur úthýsa kettinum af bókasafninu eða kaffihúsinu, aðallega þó vegna þeirrar félagslegu stöðu sem þvílíkir gleðispillar setja sig í. En það er samt auðvitað ekki eins og fólk með ofnæmi sem kvartar undan dýrum sem eru þar sem þau mega ekki vera hafi fullkomlega rangt fyrir sér. Það er bannað að vera með dýr á þessum stöðum, m.a. til að fólk með ofnæmi eigi ekki á hættu að rekast á þau þegar sótt er bók á bókasafnið eða þegar til stendur að eiga góða stund yfir kaffibolla. Og auðvitað er ofnæmiskast ekki eftirsóknarvert á nokkurn hátt og von að fólk reyni að koma ofnæmisvöldunum burt þaðan sem þeir eiga ekki heima.
En þá kemur spurningin: hvar eiga dýrin heima? Þá er ég ekki að tala um reglur um fjölbýlishús þar sem dýrum er úthýst nema gegn skriflegu leyfi fólks í húsinu — sem setur allt í uppnám í hvert sinn sem nýtt fólk flytur í húsið sem gæti tekið uppá að vilja reka hunda og ketti sem hafa búið þar alla sína ævi út á guð og gaddinn, né heldur ömurlega stöðu leigjenda sem aldrei mega hafa gæludýr. Ég á við: eiga dýrin bara heima í fjósum og fjárhúsum, hlöðum og útundir húsvegg? Eða hafa hundar og kettir sem margir líta á sem ekki bara gæludýr heldur trygga vini og félaga, öðlast þann sess meðal almennings að þeir megi vera þar sem fólk er? Ég get séð alla annmarka á að leyfa köttum að vera á matsölustöðum (mikil vörurýrnun á rjómabirgðum) en þar er auðveldara að hafa taumhald á hundum (og allir hundar eiga að vera í taumi á almannafæri, alltaf). En ég er ekki viss um að það sé hægt að leyfa veitingastöðum að ráða því sjálfir, færi það bara ekki eins og þegar átti að leyfa reykingar á afmörkuðum stöðum svo reyklaust fólk hefði ekki ama af reyknum? Það var þverbrotið með eftirminnilegum hætti. En kannski myndu hvorteðer bara örfáir veitingastaðir hleypa inn hundum hvorteðer, bara nokkur kaffihús. Kannski mætti hafa tilraunatímabil í eitt ár og sjá til hvernig gengi? Þá gætu bæði veitingamenn og kúnnar sagt álit sitt eftir það. Kettir á bókasöfnum, það eru opinberar stofnanir, það er annað mál. Þar verða allir að geta komið.
En það eru dæmi um bókasafnsketti — um einn slíkan í Bandaríkjunum má lesa í dásamlegri bók sem heitir Dewey: Litli bókasafnskötturinn sem sneri öllu á hvolf. Hann bjó í eina almenningsbókasafninu í bænum allt til æviloka, en auðvitað var reynt að losna við hann því hann hlyti að valda astmaköstum.
Fólkið sem hefur ofnæmi fyrir köttum og hundum vill auðvitað helst losna við að hafa þessi dýr nálægt sér. Þó hittir það daglega hunda- og kattaeigendur sem eru þaktir dýrahárum, sem kallar eflaust fram ofnæmisviðbrögð. Við þetta verða þeir sem hafa ofnæmi að sætta sig við, enda þótt þeir sjálfsagt forðist heldur gæludýraeigendur en hitt, ef þeir eru mjög slæmir af ofnæminu. Þessvegna er fremur furðulegt að halda því fram að einn köttur í svo stóru rými sem bókasafn er hafi svo mikil áhrif að hinn ofnæmissjúki sjái sér þann kost vænstan að biðja um að kettinum verði úthýst.
Í bæklingi frá Astma- og ofnæmisfélagi Íslands segir að hér á landi sé tíðni ofnæmis fyrir hundum og köttum er talin u.þ.b. helmingi lægri en á hinum Norðurlöndunum. Á bandarískri síðu sem kölluð er The Asthma Center eru ýmsar upplýsingar um ofnæmisvalda og hvernig á að forðast að fá ofnæmiskast eða bregðast við því. Þar sem er talað um dýraofnæmi er hvergi minnst á bráðaofnæmi, en þegar rætt er um fæðuofnæmi er oft minnst á alvarlegt bráðaofnæmi (severe allergic reaction) og mælt með að ganga með sprautupenna á sér til að bregðast við. Ég ítreka: ekkert slíkt er nefnt á dýraofnæmissíðunni. Hjá íslensku síðunni er talað um bráðaofnæmi og lífshættu vegna latex en ekki vegna dýraofnæmis. Tekið er fram að astmi vegna dýraofnæmis sé yfirleitt vægur – og hvergi talað um sprautupenna eða bráða lífshættu.
Auðvitað hlýtur að vera erfitt að vera með ofnæmi og astma, lýsingarnar á einkennum bera það með sér, en fólk með slíka sjúkdóma þarf alltaf að búast við að mæta sínum ofnæmisvöldum — dýrunum sjálfum eða eigendum þeirra þöktum dýrahárum — og nánast ósanngjarnt að halda að þeir lendi aldrei í þeim aðstæðum.
En þar er örlítið grunsamlegt að láta fjarlægja dýr sem gleður alla hina bókasafnsgestina þegar óþægindin sem manneskjan með ofnæmið hljóta að vera bæði yfirstíganleg og algeng. Mér segir svo hugur að í þessu tilfelli sé um að ræða eina af þessum manneskjum sem yfirfæra pirring sinn yfir því að vera með leiðindaofnæmi yfir á dýrin sem ofnæminu valda og líti á þau sem skítug og ekki húsum hæf. Það er einfaldlega viðhorf sem þarf að breyta.
Svo er aftur annað mál með hunda og óbeit margra á þeim, að það er meira og minna afleiðing af því að hér í borg var bannað að halda hunda áratugum saman, og margar kynslóðir Reykvíkinga ólust upp án þess að sjá hund. Sumir vildi svo ólmir fá sér hund þegar það mátti, án þess þó að hafa nokkra hugmynd um hvernig ætti að ala upp hunda eða áttuðu sig á ábyrgð og skyldum þeim tengdum (hundar í taumi, þreytist ekki á að nefna það). En aðrir hafa enn það viðhorf að hundar eigi að vera í sveitum og sjá ekki hvernig einhver geti átt þá að vinum, eða hafa séð of margar bíómyndir þar sem hundar eru óargadýr sem ráðast á fólk, sjefferhundar sérstaklega. Óttinn við þannig hunda er svo yfirfærður á þá alla. Þarna er aftur viðhorf sem þarf að breyta. En fólk sem er hrætt þegar það mætir hunda á samt rétt á því að geta gengið um án þess að mæta lausum hundum. Það tekur einhverjar kynslóðir að rækta þessa hundafóbíu úr Reykvíkingum en ef vel er farið að óttaslegna fólkinu ætti það fyrir rest að sætta sig við hunda í almannarýminu. Það getur verið að einn og einn slakur hundur á kaffihúsi (hér er ég augljóslega að hugsa um Tinna) stuðli að því að minnka ótta fólks en svo gæti verið að það forðaðist kaffihús vegna hunda. Það væri slæmt, en margir forðast reyndar kaffihús á sumrin vegna geitunga, og það er engin afsökun fyrir að banna þar hunda. Verra er auðvitað ef hrædda fólkið segist hafa ofnæmi til að losna við hundana.
Að öllu þessu sögðu er ég enn á báðum áttum. Vil ekki að fólk ljúgi upp ástæðum til að losna við að hitta einhvern sem þeim er illa við (það gerir maður bara þegar um fjölskylduboð er að ræða), a.m.k. ekki ef það á alltaf að vera til þess að dýrin þurfa að víkja. En ég vil taka tillit til þeirra sem þjást vegna ofnæmis og astma. Og svo man ég eftir blíðu augnaráði Tinna og yndislegu sögunni um Dewey.
Hvar er ríkissáttasemjari þegar á honum þarf að halda?
Nú er ég mikill dýravinur og hefði barasta mjög gaman af því að hitta hunda og ketti á bókasöfnum og kaffihúsum (ég hef því miður farið á mis við þá lífsreynslu). En ég hef heldur ekki ofnæmi fyrir neinum loðdýrum og get því trútt um talað. Ég þekki fólk með ofnæmi og það tekur mjög misjafnlega á því. Sumir leggja fæð á dýrin, tauta sífellt um að þau séu skítug og tala einsog helst ætti að úthýsa öllum dýrum og þau eigi sér hvergi tilverurétt. Aðrir forðast dýrin án þess að mikið beri á, sumir láta sprauta sig til að geta umgengist dýr og aðrir ganga alltaf með astmapústið á sér. Enginn sem ég þekki myndi játa að vera manneskjan sem lætur úthýsa kettinum af bókasafninu eða kaffihúsinu, aðallega þó vegna þeirrar félagslegu stöðu sem þvílíkir gleðispillar setja sig í. En það er samt auðvitað ekki eins og fólk með ofnæmi sem kvartar undan dýrum sem eru þar sem þau mega ekki vera hafi fullkomlega rangt fyrir sér. Það er bannað að vera með dýr á þessum stöðum, m.a. til að fólk með ofnæmi eigi ekki á hættu að rekast á þau þegar sótt er bók á bókasafnið eða þegar til stendur að eiga góða stund yfir kaffibolla. Og auðvitað er ofnæmiskast ekki eftirsóknarvert á nokkurn hátt og von að fólk reyni að koma ofnæmisvöldunum burt þaðan sem þeir eiga ekki heima.
En þá kemur spurningin: hvar eiga dýrin heima? Þá er ég ekki að tala um reglur um fjölbýlishús þar sem dýrum er úthýst nema gegn skriflegu leyfi fólks í húsinu — sem setur allt í uppnám í hvert sinn sem nýtt fólk flytur í húsið sem gæti tekið uppá að vilja reka hunda og ketti sem hafa búið þar alla sína ævi út á guð og gaddinn, né heldur ömurlega stöðu leigjenda sem aldrei mega hafa gæludýr. Ég á við: eiga dýrin bara heima í fjósum og fjárhúsum, hlöðum og útundir húsvegg? Eða hafa hundar og kettir sem margir líta á sem ekki bara gæludýr heldur trygga vini og félaga, öðlast þann sess meðal almennings að þeir megi vera þar sem fólk er? Ég get séð alla annmarka á að leyfa köttum að vera á matsölustöðum (mikil vörurýrnun á rjómabirgðum) en þar er auðveldara að hafa taumhald á hundum (og allir hundar eiga að vera í taumi á almannafæri, alltaf). En ég er ekki viss um að það sé hægt að leyfa veitingastöðum að ráða því sjálfir, færi það bara ekki eins og þegar átti að leyfa reykingar á afmörkuðum stöðum svo reyklaust fólk hefði ekki ama af reyknum? Það var þverbrotið með eftirminnilegum hætti. En kannski myndu hvorteðer bara örfáir veitingastaðir hleypa inn hundum hvorteðer, bara nokkur kaffihús. Kannski mætti hafa tilraunatímabil í eitt ár og sjá til hvernig gengi? Þá gætu bæði veitingamenn og kúnnar sagt álit sitt eftir það. Kettir á bókasöfnum, það eru opinberar stofnanir, það er annað mál. Þar verða allir að geta komið.
En það eru dæmi um bókasafnsketti — um einn slíkan í Bandaríkjunum má lesa í dásamlegri bók sem heitir Dewey: Litli bókasafnskötturinn sem sneri öllu á hvolf. Hann bjó í eina almenningsbókasafninu í bænum allt til æviloka, en auðvitað var reynt að losna við hann því hann hlyti að valda astmaköstum.
Fólkið sem hefur ofnæmi fyrir köttum og hundum vill auðvitað helst losna við að hafa þessi dýr nálægt sér. Þó hittir það daglega hunda- og kattaeigendur sem eru þaktir dýrahárum, sem kallar eflaust fram ofnæmisviðbrögð. Við þetta verða þeir sem hafa ofnæmi að sætta sig við, enda þótt þeir sjálfsagt forðist heldur gæludýraeigendur en hitt, ef þeir eru mjög slæmir af ofnæminu. Þessvegna er fremur furðulegt að halda því fram að einn köttur í svo stóru rými sem bókasafn er hafi svo mikil áhrif að hinn ofnæmissjúki sjái sér þann kost vænstan að biðja um að kettinum verði úthýst.
Í bæklingi frá Astma- og ofnæmisfélagi Íslands segir að hér á landi sé tíðni ofnæmis fyrir hundum og köttum er talin u.þ.b. helmingi lægri en á hinum Norðurlöndunum. Á bandarískri síðu sem kölluð er The Asthma Center eru ýmsar upplýsingar um ofnæmisvalda og hvernig á að forðast að fá ofnæmiskast eða bregðast við því. Þar sem er talað um dýraofnæmi er hvergi minnst á bráðaofnæmi, en þegar rætt er um fæðuofnæmi er oft minnst á alvarlegt bráðaofnæmi (severe allergic reaction) og mælt með að ganga með sprautupenna á sér til að bregðast við. Ég ítreka: ekkert slíkt er nefnt á dýraofnæmissíðunni. Hjá íslensku síðunni er talað um bráðaofnæmi og lífshættu vegna latex en ekki vegna dýraofnæmis. Tekið er fram að astmi vegna dýraofnæmis sé yfirleitt vægur – og hvergi talað um sprautupenna eða bráða lífshættu.
Auðvitað hlýtur að vera erfitt að vera með ofnæmi og astma, lýsingarnar á einkennum bera það með sér, en fólk með slíka sjúkdóma þarf alltaf að búast við að mæta sínum ofnæmisvöldum — dýrunum sjálfum eða eigendum þeirra þöktum dýrahárum — og nánast ósanngjarnt að halda að þeir lendi aldrei í þeim aðstæðum.
En þar er örlítið grunsamlegt að láta fjarlægja dýr sem gleður alla hina bókasafnsgestina þegar óþægindin sem manneskjan með ofnæmið hljóta að vera bæði yfirstíganleg og algeng. Mér segir svo hugur að í þessu tilfelli sé um að ræða eina af þessum manneskjum sem yfirfæra pirring sinn yfir því að vera með leiðindaofnæmi yfir á dýrin sem ofnæminu valda og líti á þau sem skítug og ekki húsum hæf. Það er einfaldlega viðhorf sem þarf að breyta.
Svo er aftur annað mál með hunda og óbeit margra á þeim, að það er meira og minna afleiðing af því að hér í borg var bannað að halda hunda áratugum saman, og margar kynslóðir Reykvíkinga ólust upp án þess að sjá hund. Sumir vildi svo ólmir fá sér hund þegar það mátti, án þess þó að hafa nokkra hugmynd um hvernig ætti að ala upp hunda eða áttuðu sig á ábyrgð og skyldum þeim tengdum (hundar í taumi, þreytist ekki á að nefna það). En aðrir hafa enn það viðhorf að hundar eigi að vera í sveitum og sjá ekki hvernig einhver geti átt þá að vinum, eða hafa séð of margar bíómyndir þar sem hundar eru óargadýr sem ráðast á fólk, sjefferhundar sérstaklega. Óttinn við þannig hunda er svo yfirfærður á þá alla. Þarna er aftur viðhorf sem þarf að breyta. En fólk sem er hrætt þegar það mætir hunda á samt rétt á því að geta gengið um án þess að mæta lausum hundum. Það tekur einhverjar kynslóðir að rækta þessa hundafóbíu úr Reykvíkingum en ef vel er farið að óttaslegna fólkinu ætti það fyrir rest að sætta sig við hunda í almannarýminu. Það getur verið að einn og einn slakur hundur á kaffihúsi (hér er ég augljóslega að hugsa um Tinna) stuðli að því að minnka ótta fólks en svo gæti verið að það forðaðist kaffihús vegna hunda. Það væri slæmt, en margir forðast reyndar kaffihús á sumrin vegna geitunga, og það er engin afsökun fyrir að banna þar hunda. Verra er auðvitað ef hrædda fólkið segist hafa ofnæmi til að losna við hundana.
Að öllu þessu sögðu er ég enn á báðum áttum. Vil ekki að fólk ljúgi upp ástæðum til að losna við að hitta einhvern sem þeim er illa við (það gerir maður bara þegar um fjölskylduboð er að ræða), a.m.k. ekki ef það á alltaf að vera til þess að dýrin þurfa að víkja. En ég vil taka tillit til þeirra sem þjást vegna ofnæmis og astma. Og svo man ég eftir blíðu augnaráði Tinna og yndislegu sögunni um Dewey.
Hvar er ríkissáttasemjari þegar á honum þarf að halda?
Efnisorð: dýravernd, heilbrigðismál
<< Home