Fréttablaðið lítur á fjárglæframenn með augum eigenda sinna
Forsíða Fréttablaðsins daginn eftir að dómur Hæstaréttar féll yfir bankabófunum vakti athygli mína. Þetta var sögulegur dómur og því stórfrétt því þetta er fyrsti refsidómurinn yfir æðstu mönnum í bankakerfinu, hrunvöldunum. Mennirnir sem þóttust mestir eru nú tukthúsmatur. Ef einhverntímann var tilefni til að leggja forsíðuna undir frétt og nota stríðsletur þá var það þarna.
En hvað gerðist? Fréttin um dóminn var sannarlega á forsíðu (þar sem var vísað í meira lesefni inn í blaðinu) en hún fékk hvorki stærra letur né meira pláss en til að mynda forsíðufrétt sem var deginum áður um hugsanlega íbúafjölgun í sveitarfélögum nálægt Grundartanga. Mér fannst þetta svo skrítið að ég taldi hreinlega orðin í hvorri frétt, þó ekki í fyrirsögnunum eða undirfyrirsögnum. Niðurstaðan var þessi:
Íbúasprengja vegna kísilverksmiðju
232 orð
1576 slög (þ.e. stafir og bilin á milli þeirra)
31 lína
Auk þess er fyrirsögn sem er 6 orð eða 53 slög, og undirfyrirsögn 210 slög.
Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum
168 orð
1094 slög
19 línur
Inni í þessum tölum er ekki myndatexti (nöfn og þyngd dóma), fyrirsögnin sem er 4 orð eða 42 slög, og undirfyrirsögn sem er 210 slög.
Ég finn bara eina skýringu á þessum skorti á uppslætti á stórfrétt hjá Fréttablaðinu. Hún blasir reyndar við: eigendur blaðsins og tengsl þeirra við fallna banka.
Það er svosem ágætt að fá áminningu um það af og til hverskonar snepil maður er að lesa.
Hinsvegar gerðist það í dag að heil blaðsíða í Fréttablaðinu var mér sérlega þóknanleg og gladdi mig mjög.
Fyrstan skal telja leiðarann eftir Fanneyju Birnu Jónsdóttur um kynbundið ofbeldi og dans fyrir réttlæti á vegum UN Women, samtaka Sameinuðu þjóðanna sem vinna í þágu kvenna og jafnréttis um allan heim. Fínn leiðari, ekki síst lokaorðin:
Þá stórgóð mynd Gunnars (veitekkihverssonar) af Bjarna Ben. Sjón er sögu ríkari.
Síðast en ekki síst (ég tel ekki hjólhýsaauglýsinguna með, hún höfðaði satt að segja ekki til mín) hrikalega góð grein eftir Jón Gnarr (sem ég er ekki alltaf ánægð með og þessvegna kemur þetta skemmtilega á óvart). Þar talar hann um trúleysi sitt, leit að Guði og skoðun hans á trú. Margt á ég sameiginlegt með Jóni samkvæmt þessari frásögn hans, þó ekki klausturvist og eða einlæga leit að trú. Lokaorð hans eru fyndin og höfða til mín sem feminista og trúleysingja.
Það er svo önnur saga að grein Jóns Gnarrs er birt á Vísi og þar þyrpast trúmenn og reyna af misjöfnu viti og engum árangri að véfengja niðurstöður hans. Einn þeirra notaði einhverja þá súrustu aðferð til að reyna að spæla trúleysingja sem ég veit um.
Mikið þykir mér leiðinlegt þegar fólk lítur svo á að það sé stigveldi í heiminum. Efstur sé guðinn þeirra, svo karlmaðurinn, fyrir neðan hann konan. Óæðri mannskepnunni séu svo öll hin dýr jarðarinnar. Sumstaðar en ekki alltaf kemur á undan dýrunum fólk af ‘öðrum kynþætti’, og er þá óæðra hvítum mönnum. Það er líka óskemmtileg tilhugsun. En semsagt, ef guðinn er ekki lengur efstur eða æðstur í huga einhvers þá hlýtur sá trúlausi einstaklingur að líta á sig sem æðstan í heimi. Rétt eins og trúleysi og mikilmennskubrjálæði fylgist að. Stigveldið virðist reyndar vera hin rétta skipan að mati margra, ekki bara trúmanna, sérstaklega gagnvart dýrunum sem eru álitin svo neðarlega í stiganum að vera of ómerkileg til að hafa nokkurn rétt og má fara með þau að vild, en líka vegna þess að það segir til um óæðri stöðu kvenna og fólks með annað litarhaft.
Ekki eru skárri fjárglæframennirnir sem telja sig æðri öðrum í þjóðfélaginu og eigi að vera ósnertanlegur um alla eilífð (eða þeir klaga í mannréttindadómstólinn!). Þá er gott að eiga fjölmiðil til að stýra almenningsálitinu.
En hvað gerðist? Fréttin um dóminn var sannarlega á forsíðu (þar sem var vísað í meira lesefni inn í blaðinu) en hún fékk hvorki stærra letur né meira pláss en til að mynda forsíðufrétt sem var deginum áður um hugsanlega íbúafjölgun í sveitarfélögum nálægt Grundartanga. Mér fannst þetta svo skrítið að ég taldi hreinlega orðin í hvorri frétt, þó ekki í fyrirsögnunum eða undirfyrirsögnum. Niðurstaðan var þessi:
Íbúasprengja vegna kísilverksmiðju
232 orð
1576 slög (þ.e. stafir og bilin á milli þeirra)
31 lína
Auk þess er fyrirsögn sem er 6 orð eða 53 slög, og undirfyrirsögn 210 slög.
Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum
168 orð
1094 slög
19 línur
Inni í þessum tölum er ekki myndatexti (nöfn og þyngd dóma), fyrirsögnin sem er 4 orð eða 42 slög, og undirfyrirsögn sem er 210 slög.
Ég finn bara eina skýringu á þessum skorti á uppslætti á stórfrétt hjá Fréttablaðinu. Hún blasir reyndar við: eigendur blaðsins og tengsl þeirra við fallna banka.
Það er svosem ágætt að fá áminningu um það af og til hverskonar snepil maður er að lesa.
Hinsvegar gerðist það í dag að heil blaðsíða í Fréttablaðinu var mér sérlega þóknanleg og gladdi mig mjög.
Fyrstan skal telja leiðarann eftir Fanneyju Birnu Jónsdóttur um kynbundið ofbeldi og dans fyrir réttlæti á vegum UN Women, samtaka Sameinuðu þjóðanna sem vinna í þágu kvenna og jafnréttis um allan heim. Fínn leiðari, ekki síst lokaorðin:
„Allar konur og allar stúlkur eiga rétt á því að lifa lífi án ofbeldis. Það er ekki róttæk krafa. Það eru grundvallarmannréttindi.“
Þá stórgóð mynd Gunnars (veitekkihverssonar) af Bjarna Ben. Sjón er sögu ríkari.
Síðast en ekki síst (ég tel ekki hjólhýsaauglýsinguna með, hún höfðaði satt að segja ekki til mín) hrikalega góð grein eftir Jón Gnarr (sem ég er ekki alltaf ánægð með og þessvegna kemur þetta skemmtilega á óvart). Þar talar hann um trúleysi sitt, leit að Guði og skoðun hans á trú. Margt á ég sameiginlegt með Jóni samkvæmt þessari frásögn hans, þó ekki klausturvist og eða einlæga leit að trú. Lokaorð hans eru fyndin og höfða til mín sem feminista og trúleysingja.
Það er svo önnur saga að grein Jóns Gnarrs er birt á Vísi og þar þyrpast trúmenn og reyna af misjöfnu viti og engum árangri að véfengja niðurstöður hans. Einn þeirra notaði einhverja þá súrustu aðferð til að reyna að spæla trúleysingja sem ég veit um.
„Hann hefur litið í spegil og séð að ekkert æðra væri til.“
Mikið þykir mér leiðinlegt þegar fólk lítur svo á að það sé stigveldi í heiminum. Efstur sé guðinn þeirra, svo karlmaðurinn, fyrir neðan hann konan. Óæðri mannskepnunni séu svo öll hin dýr jarðarinnar. Sumstaðar en ekki alltaf kemur á undan dýrunum fólk af ‘öðrum kynþætti’, og er þá óæðra hvítum mönnum. Það er líka óskemmtileg tilhugsun. En semsagt, ef guðinn er ekki lengur efstur eða æðstur í huga einhvers þá hlýtur sá trúlausi einstaklingur að líta á sig sem æðstan í heimi. Rétt eins og trúleysi og mikilmennskubrjálæði fylgist að. Stigveldið virðist reyndar vera hin rétta skipan að mati margra, ekki bara trúmanna, sérstaklega gagnvart dýrunum sem eru álitin svo neðarlega í stiganum að vera of ómerkileg til að hafa nokkurn rétt og má fara með þau að vild, en líka vegna þess að það segir til um óæðri stöðu kvenna og fólks með annað litarhaft.
Ekki eru skárri fjárglæframennirnir sem telja sig æðri öðrum í þjóðfélaginu og eigi að vera ósnertanlegur um alla eilífð (eða þeir klaga í mannréttindadómstólinn!). Þá er gott að eiga fjölmiðil til að stýra almenningsálitinu.
Efnisorð: dómar, Fjölmiðlar, hrunið, Nauðganir, ofbeldi, trú
<< Home