Bankabófar bak við lás og slá
Söguleg og gleðileg tíðindi: Dómar hafa loksins fallið yfir Kaupþingsmönnum og þeir dæmdir til fangelsisvistar.
Ég var hæstánægð á sínum tíma þegar sérstakur saksóknari dúndraði Kaupþingsmönnum í gæsluvarðhald og sigaði Interpol á Sigga sem þorði ekki heim. Þessvegna fagnaði ég þegar þeir voru dæmdir í héraði — enda um að gera að gleðjast yfir hverjum áfanga því alls óvíst hvernig færi fyrir málinu á efra dómstigi. En viti menn — Hæstiréttur þyngdi tvo dóma! Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson eiga samkvæmt dómnum sem féll í dag að sitja inni í fjögur og hálft ár hvor. Rétturinn mildaði reyndar dóminn yfir Sigurði Einarssyni en þó ber honum að sitja í fangelsi í fjögur ár, en lét dóminn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni standa óhreyfðan: fimm og hálft ár, takk.
Það er semsagt loksins að rætast sem útlendingar hafa lengi haft fyrir satt: íslensku bankabófarnir fara í fangelsi.
Nema auðvitað að forseti vor, hinn háæruverðugi Ólafur Ragnar, náði piltana. Hvernig er það annars, er Sigurður Einarsson fyrsti fálkaorðuhafinn til að fá fangelsisdóm?
Ég var hæstánægð á sínum tíma þegar sérstakur saksóknari dúndraði Kaupþingsmönnum í gæsluvarðhald og sigaði Interpol á Sigga sem þorði ekki heim. Þessvegna fagnaði ég þegar þeir voru dæmdir í héraði — enda um að gera að gleðjast yfir hverjum áfanga því alls óvíst hvernig færi fyrir málinu á efra dómstigi. En viti menn — Hæstiréttur þyngdi tvo dóma! Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson eiga samkvæmt dómnum sem féll í dag að sitja inni í fjögur og hálft ár hvor. Rétturinn mildaði reyndar dóminn yfir Sigurði Einarssyni en þó ber honum að sitja í fangelsi í fjögur ár, en lét dóminn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni standa óhreyfðan: fimm og hálft ár, takk.
Það er semsagt loksins að rætast sem útlendingar hafa lengi haft fyrir satt: íslensku bankabófarnir fara í fangelsi.
Nema auðvitað að forseti vor, hinn háæruverðugi Ólafur Ragnar, náði piltana. Hvernig er það annars, er Sigurður Einarsson fyrsti fálkaorðuhafinn til að fá fangelsisdóm?
Efnisorð: dómar, frjálshyggja, hrunið, karlmenn
<< Home