Hinir ósnertanlegu
Gögn um eignir íslenskra skattsvikara í skattaskjólum eru til. Íslenska ríkið getur keypt þau og notað til að höfða mál gegn skattsvikurum og krafið þá um háar fjárhæðir sem kæmu sannarlega rekstri hins sameiginlega sjóðs landsmanna vel, þessum sem stendur undir heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, vegakerfinu og þessháttar nauðsynjum. Skattsvikararnir höfðu auðvitað engin áform um að taka þátt í að reka samfélagið og þybbast því við. Eða láta öllu heldur þeirra mann í fjármálaráðuneytinu þvælast fyrir málinu.
Fólk sem hefur tjáð sig um skattaskjólsmálið (t.d. Árni Páll Árnason, Birgitta Jónsdóttir og Illugi Jökulsson) er á einu máli um að þar afhjúpi ættarlaukur Engeyjarættarinnar sig í hagsmunagæslunni fyrir sitt fólk, þ.e.a.s. fólk af sinni auðmannastétt og jafnvel beinlínis fyrir nákomna ættingja sína (fyrir það þrætir Bjarni). Faðir hans Benedikt Sveinsson og föðurbróðir Einar Sveinsson eru og hafa verið umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi eins og það er ekki bara ættarauðurinn í húfi (og það mannorð sem er í hávegum haft hjá rétta fólkinu) heldur hreinlega föðurarfur Bjarna Benediktssonar: peningarnir sem hann erfir að föður sínum látnum. Sérhagsmunagæslan gerist ekki stækari. En svo getur auðvitað verið að pabbinn og frændinn (eða Bjarni sjálfur) eigi ekkert í skattaskjólum og þeirra sé því ekkert getið í skattsvikaragögnunum (frekar en þeir komu nálægt Sjóvá og Vafningi eða byggingaframkvæmdum í Makaó hinumegin á hnettinum, sjá skrif Soffíu Sigurðardóttur og Láru Hönnu, eða bara Wikipediu um Vafningssnúninginn) en eftir stendur að fjármálaráðherrann hefur síst af öllu hagsmuni íslenska ríkisins í huga, eða íslensks almennings sem þarf og vill öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi og samgöngur, sem fjármagnað er með skattfé þeirra sem á annað borð telja undanbragðalaust fram tekjur sínar og eignir.
Á meðan fjármálaráðherra kastar sér eins og ljón á veginn sem liggur að skattaskjólsgögnunum sem geta flett ofan af vinum hans og vandamönnum, er annað uppi á teningnum á hinum enda pólitíska litrófsins. Þar er samstaða sýnd með þeim lægst launuðu. Öfugt við Bjarna Benediktsson stendur Katrín Jakobsdóttir með þeim lægstlaunuðu í landinu og hún styður kröfu Starfsgreinasambandsins um að lágmarkslaun í landinu miðist við 300 þúsund. (Mér finnst reyndar alltaf talsvert varasamt að festa lágmarkslaun við ákveðna upphæð og að semja um krónutöluhækkanir launa, enda þótt launin hækki þá jafnvel veglega getur sá árangur horfið í einni svipan aukist verðbólgan umtalsvert eða gengið falli, eins og hugsanlegt er að gerist verði gjaldeyrishöftin afnumin. Þá er betra að semja um prósentuhækkanir eða hlutfall af launum t.a.m. alþingismanna.) Katrín hefur einnig sagt að lægstu launin dugi ekki til framfærslu og undir það taka flokksfélagar hennar og benda á að „í góðu samfélagi verður fólk að geta lifað af dagvinnulaunum sínum“. Einnig er bent á að aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðis- og menntakerfinu, hefur einnig áhrif á kjör almennings.
Þarna skilur auðvitað milli félagshyggjuaflanna og frjálshyggjumanna, því það eru hinir síðarnefndu sem eru á móti sköttunum sem eru notaðir til að fjármagna heilbrigðis- og menntakerfið. Ég segi því enn og aftur: það skiptir máli hvaða stjórnmálastefnu er fylgt í landinu. Frjálshyggjan hyglir þeim ríku og lætur aðra afskiptalausa, lækkar skatta á sitt fólk og gerir þeim kleift að koma undan sem mestu fé til að þurfa ekki að leggja í púkkið með almúganum. Á meðan vilja vinstri menn, fólk með sömu stjórnmálaskoðanir og Katrín Jakobsdóttir, að við leggjum öll í púkkið svo að við eigum öll aðgang að sömu gæðunum. Bjarni er hinsvegar á harðahlaupum að forða skoðanabræðrum sínum og stuðningsmönnum undan réttvísinni — og vill bjóða þeim sakaruppgjöf ef svo illa fer að upp um þá kemst. Hann ætlar með öðrum orðum að sjá til þess að enginn snerti við þeim.
Þá kemur til kasta þingmanna VG sem „hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu um heimild til skattrannsóknarstjóra til kaupa á erlendum gögnum um skattaundanskot íslenskra borgara“ og segja að „um sé að ræða réttlætismál sem varðar hagsmuni ríkissjóðs og þar með allra landsmanna. Haldið er til haga því meginsjónarmiði að álagðir skattar tilheyri samfélaginu með réttu en skattsvik ávallt ranglát.“ Þau vilja að Alþingi samþykki að tryggja fjárheimild til kaupanna — það verður verulega áhugavert að sjá svör þingmanna stjórnarflokkanna við því ákalli.
Fólk sem hefur tjáð sig um skattaskjólsmálið (t.d. Árni Páll Árnason, Birgitta Jónsdóttir og Illugi Jökulsson) er á einu máli um að þar afhjúpi ættarlaukur Engeyjarættarinnar sig í hagsmunagæslunni fyrir sitt fólk, þ.e.a.s. fólk af sinni auðmannastétt og jafnvel beinlínis fyrir nákomna ættingja sína (fyrir það þrætir Bjarni). Faðir hans Benedikt Sveinsson og föðurbróðir Einar Sveinsson eru og hafa verið umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi eins og það er ekki bara ættarauðurinn í húfi (og það mannorð sem er í hávegum haft hjá rétta fólkinu) heldur hreinlega föðurarfur Bjarna Benediktssonar: peningarnir sem hann erfir að föður sínum látnum. Sérhagsmunagæslan gerist ekki stækari. En svo getur auðvitað verið að pabbinn og frændinn (eða Bjarni sjálfur) eigi ekkert í skattaskjólum og þeirra sé því ekkert getið í skattsvikaragögnunum (frekar en þeir komu nálægt Sjóvá og Vafningi eða byggingaframkvæmdum í Makaó hinumegin á hnettinum, sjá skrif Soffíu Sigurðardóttur og Láru Hönnu, eða bara Wikipediu um Vafningssnúninginn) en eftir stendur að fjármálaráðherrann hefur síst af öllu hagsmuni íslenska ríkisins í huga, eða íslensks almennings sem þarf og vill öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi og samgöngur, sem fjármagnað er með skattfé þeirra sem á annað borð telja undanbragðalaust fram tekjur sínar og eignir.
Á meðan fjármálaráðherra kastar sér eins og ljón á veginn sem liggur að skattaskjólsgögnunum sem geta flett ofan af vinum hans og vandamönnum, er annað uppi á teningnum á hinum enda pólitíska litrófsins. Þar er samstaða sýnd með þeim lægst launuðu. Öfugt við Bjarna Benediktsson stendur Katrín Jakobsdóttir með þeim lægstlaunuðu í landinu og hún styður kröfu Starfsgreinasambandsins um að lágmarkslaun í landinu miðist við 300 þúsund. (Mér finnst reyndar alltaf talsvert varasamt að festa lágmarkslaun við ákveðna upphæð og að semja um krónutöluhækkanir launa, enda þótt launin hækki þá jafnvel veglega getur sá árangur horfið í einni svipan aukist verðbólgan umtalsvert eða gengið falli, eins og hugsanlegt er að gerist verði gjaldeyrishöftin afnumin. Þá er betra að semja um prósentuhækkanir eða hlutfall af launum t.a.m. alþingismanna.) Katrín hefur einnig sagt að lægstu launin dugi ekki til framfærslu og undir það taka flokksfélagar hennar og benda á að „í góðu samfélagi verður fólk að geta lifað af dagvinnulaunum sínum“. Einnig er bent á að aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðis- og menntakerfinu, hefur einnig áhrif á kjör almennings.
Þarna skilur auðvitað milli félagshyggjuaflanna og frjálshyggjumanna, því það eru hinir síðarnefndu sem eru á móti sköttunum sem eru notaðir til að fjármagna heilbrigðis- og menntakerfið. Ég segi því enn og aftur: það skiptir máli hvaða stjórnmálastefnu er fylgt í landinu. Frjálshyggjan hyglir þeim ríku og lætur aðra afskiptalausa, lækkar skatta á sitt fólk og gerir þeim kleift að koma undan sem mestu fé til að þurfa ekki að leggja í púkkið með almúganum. Á meðan vilja vinstri menn, fólk með sömu stjórnmálaskoðanir og Katrín Jakobsdóttir, að við leggjum öll í púkkið svo að við eigum öll aðgang að sömu gæðunum. Bjarni er hinsvegar á harðahlaupum að forða skoðanabræðrum sínum og stuðningsmönnum undan réttvísinni — og vill bjóða þeim sakaruppgjöf ef svo illa fer að upp um þá kemst. Hann ætlar með öðrum orðum að sjá til þess að enginn snerti við þeim.
Þá kemur til kasta þingmanna VG sem „hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu um heimild til skattrannsóknarstjóra til kaupa á erlendum gögnum um skattaundanskot íslenskra borgara“ og segja að „um sé að ræða réttlætismál sem varðar hagsmuni ríkissjóðs og þar með allra landsmanna. Haldið er til haga því meginsjónarmiði að álagðir skattar tilheyri samfélaginu með réttu en skattsvik ávallt ranglát.“ Þau vilja að Alþingi samþykki að tryggja fjárheimild til kaupanna — það verður verulega áhugavert að sjá svör þingmanna stjórnarflokkanna við því ákalli.
Efnisorð: frjálshyggja, hrunið, pólitík, Verkalýður
<< Home